Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 52
6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR2
Tæknimaður - vélvirki eða vélstjóri
ÍSAGA var stofnað árið 1919 í samstarfi við
AGA, sem eignaðist meirihluta í fyrirtækinu
1991. Árið 1999 var AGA keypt af Linde
frá Þýskalandi sem er eitt stærsta
gasfyrirtæki heims með starfsemi í yfir 100
löndum og 50 þúsund starfsmenn.
ÍSAGA ehf hefur aðsetur að Breiðhöfða í
Reykjavík. Þar eru súrefnis- og
köfnunarefnis verksmiðja fyrirtækisins,
áfyllingastöð, skrifstofa, verslun o.fl.
Einnig rekur ÍSAGA koldíoxíðverksmiðju að
Hæðarenda í Grímsnesi. Þess utan er
ÍSAGA ehf með 7 afgreiðslustaði víðsvegar
um landið. Hjá fyrirtækinu starfa um 28
manns. Frekari upplýsingar um fyrirtækið
má finna á heimasíðu þess www.aga.is
ÍSAGA ehf. óskar eftir að ráða reyndan
tæknimann í framtíðarstarf. Eingöngu kemur
til greina einstaklingur sem náð hefur góðum
árangri í fyrri störfum.
Starfið felst í eftirliti og viðhaldi á öllum fram-
leiðslubúnaði tveggja verksmiðja ásamt öðrum
búnaði sem tilheyrir fyrirtækinu og hjá viðskipta-
aðilum þess. Viðkomandi er hluti af 3-4 manna
teymi. Um er að ræða dagvinnu að mestu leyti en
með bakvaktaskyldu aðra hvora viku.
G
ra
fik
a
10
Menntunar og hæfniskröfur
• Vélvirki eða vélstjóri
• Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og með öðrum
• Geta og vilji til að tileinka sér ný vinnubrögð
og að vinna eftir skilgreindum verkferlum
• Hafa unnið við raf- og logsuðu
• Reynsla af vinnu með ryðfrítt stál er kostur
• Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg
• Kunnátta í öðrum Norðurlandamálum er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 14.nóvember nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is)
og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is). Umsóknir óskast fylltar út á www.intellecta.is.
Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Fræðslusetrið Starfsmennt · Grettisgötu 89 · Sími 525 8395 · smennt@smennt.is · www.smennt.is
Fræðslusetrið Starfsmennt auglýsir eftir mannauðsráðgjafa til að vinna
með stofnunum að innleiðingu mannauðsstjórnunar á vinnustað. Um er
að ræða mannauðsráðgjöf og fræðsluhönnun sem miðar að því að efla
störf, starfsumhverfi, starfsþróunarmöguleika og starfsánægju. Leitað er að
drífandi einstaklingi sem hefur í senn fagþekkingu og starfsreynslu á sviði
mannauðseflingar. Starfið er tengt sérstökum stuðningsaðgerðum við
stofnanir og byggir framtíð þess á árangri.
Ábyrgðar- og starfssvið
• Umsjón með vinnustaðaheimsóknum og ráðgjöf við stofnanir
• Framsetning og þróun úrræða og aðferða mannauðsstjórnunar
• Ráðgjöf og fræðsla til stofnana og starfsmanna
• Kynningar- og markaðsstarf
• Þátttaka í innlendum og erlendum þróunarverkefnum
Hæfnis- og menntunarkröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. í mannauðsfræðum
• Þekking á aðstæðum stjórnenda í opinberum rekstri
• Framúrskarandi kunnátta í íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulipurð
• Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna í hópi
• Mjög góð enskukunnátta og tengsl við fagaðila erlendis er kostur
• Góð tölvukunnátta og þekking á vefvinnslu
Rafrænar umsóknir ásamt náms- og starfsferilskrá
skulu berast Fræðslusetrinu Starfsmennt fyrir 21.
nóv. nk. á netfangið hulda@smennt.is. Upplýsingar
um starfsemi og hlutverk Starfsmenntar má finna á
heimasíðunni www.smennt.is. Einnig veitir Hulda
A. Arnljótsdóttir, framkvæmdastjóri, nánari
upplýsingar í síma 525 8395.
Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvett-
vangur fjármálaráðuneytisins og stéttar-
félaga innan BSRB um símenntun, ráðgjöf
og starfsþróun opinberra starfsmanna.
Setrið þróar og heldur utan um starfs-
tengt nám um allt land í samstarfi við
hagsmunaaðila og veitir stofnunum
ráðgjöf á sviði mannauðseflingar.
Mannauðsráðgjafi
A
T
A
R
N
A