Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 76
44 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Í ÞÁ TÍÐ … 1900ÁR 2010200019501910 MYNDBROT ÚR DEGI | Þriðjudagur 2. nóvember | Myndavél Canon IXUS 860 IS. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sat á þingi Norðurlandaráðs nú í vikunni og hafði þar í nógu að snúast. Fréttablaðið skyggnist hér inn í þriðjudaginn síðasta sem leið við fundahöld og fréttaviðtöl en lauk með kvöldverðarboði. Fundahöld og fréttaviðtöl 1 Um hádegisbil fór ég í sjónvarpsviðtal um umsókn Íslands að ESB. Spurt var um Evrópuumræðuna á Íslandi og hvernig hagsmunum okkar yrði best borgið í aðildarviðræðunum. Mats Holmström tók viðtalið. 2 Hér erum við finnski þingmaðurinn Arja Karhuvaara hressar í lok pallborðsumræðunnar með hádegismatinn nærri. Við erum báðar fulltrúar í velferðarnefnd Norður- landaráðs og sjúkraþálfarar. 3 Hérna er ég í viðtali við Norðmanninn Steen Ulrik Johannessen sem vildi vita hvernig stjórnmálaástand- ið væri á Íslandi, hvaða áhrif mótmælin, sem voru nýlega framan við Alþingi, hefðu haft og hvernig aðildarviðræð- urnar við ESB færu fram. 4 Eftir hádegi lá leiðin aftur á Norðurlandaráðsþingið á Grand Hóteli. Þar hitti ég í anddyrinu Auði Guðjóns- dóttur og aðstoðarkonu hennar sem voru að kynna rann- sóknarsjóð um mænuskaða. Þarna eru þær eldhressar með Margréti Tryggvadóttur alþingismanni. 5 Hér eru ritarar flokkahóps miðjumanna í Norðurlanda-ráði, Terhi Tikkala og Johanna Sandberg, í skrifstofu- aðstöðu miðjumanna á Grand Hóteli. Þær vinna verkin hratt og örugglega fyrir þingmennina og eru alltaf tilbúnar til að aðstoða. 6 Um kvöldið bauð flokkahópur miðjumanna til kvöldverð-ar. Hér eru Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Eygló Harðardóttir alþing- ismaður og G. Valdimar Valdemarsson, formaður alþjóða- nefndar Framsóknarflokksins. Fyrir réttri öld gerðist sá merkis atburður að flugvél flaug í fyrsta sinn með vörur. Það voru sjálfir Wright-bræður, Wilbur og Orville, sem nokkrum árum áður smíðuðu fyrstu flugvélina, sem áttu tækið sem var notað að þessu sinni. Það var þann 7. nóvember 1910 sem vél frá fyrirtæki þeirra bræðra flaug rúmlega 100 kílómetra leið, frá Dayton-borg í Ohio til Columbus í sama fylki með tvo stranga af silkiefni í kjóla fyrir Morehouse-Mart- in verslunina. Ferðin tók rétt rúman klukkutíma og var farmurinn bundinn í far- þegasæti vélarinnar, við hlið flugstjórans Phil Parmelee. Þessi ferð var að mestu leyti farin í kynningarskyni, enda var silkið klippt niður og selt sem minjagripir í ferðalok. Wright-bræður eru annálaðir sem frumkvöðlar flugsins, en eftir fyrsta flug Wright Flyer árið 1903 stóðu þeir í kæru- og klögumálum um áraraðir þar sem bæði voru menn sem töldu sig hafa fundið upp flugvél á undan þeim, og eins liðu mörg ár þar til sumir evrópskir vís- indamenn viðurkenndu afrek þeirra. Wilbur, sá eldri, lést árið 1912, en Orville lifði hins vegar fram til ársins 1948 og hafði þannig séð uppfinningu þeirra bræðra þróast upp í hljóðfráar orrustuþotur. Enn þann dag í dag er nafn þeirra tengt flugi, en bandaríska fyrir- tækið Curtiss-Wright er komið í beinan legg frá fyrsta fyrirtæki þeirra bræðra. Þar eru framleiddir íhlutir í flugvélar. - þj Heimild/Wikipedia.org Fyrsta vöruflugið Flugvél Wright-bræðra flaug 100 kílómetra leið með efnisstranga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.