Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 27.11.2010, Síða 24
24 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR höfum komið samstarfsfólki okkar í ESB á óvart með því. Ekki bara vegna hraðans heldur vegna gæð- anna líka, eins og hefur margoft komið fram. Þetta hefur geng- ið ágætlega og við vorum tilbú- in fyrir þessa rýnivinnu í síðustu viku. Reyndar fær íslensk stjórn- sýsla góða einkunn í skýrslu ESB, þar sem segir að þótt hún sé smá sé hún skilvirk. Aðlögun og undirbúningur ESB reiknar með að Ísland verði tilbúið fyrir aðild – aðlagað – frá og með fyrsta degi aðildar. Þegar Alþingi sótti um aðild gerðu þing- menn ráð fyrir hugsanlegum aðlög- unum, áður en að þjóðaratkvæða- greiðslu kemur. Síðan virðast sumir þeirra hafa skipt um skoðun og nú segja stjórnvöld að það verði engar aðlaganir gerðar fyrr en að þjóðar- atkvæðagreiðslu lokinni. Geturðu skýrt þetta fyrir lesendum? Það þarf að gera greinarmun á undirbúningi og framkvæmd breyt- inga sem fylgja mögulegri aðild að ESB. Samningaviðræður um aðild þarf að nýta til að undirbúa mögu- lega framkvæmd ef þjóðaratkvæða- greiðsla fer þannig að þjóðin vill ganga í ESB. Slíkur undirbúningur getur falist í þarfagreiningu stofn- ana og í því að öðlast reynslu í þátt- töku áætlana ESB. En eftir atkvæðagreiðsluna fer af stað fullgildingarferli sem getur staðið í allt að tvö ár. Þann tíma þarf að nýta vel til að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem af aðild myndi leiða. Enda hlýtur það að vera okkar útgangspunktur að vera tilbúin fyrir aðild svo við getum uppfyllt þær skyldur og ekki síður notið þess ávinnings sem felst í henni. Til dæmis að geta tekið þátt í samstarfsverkefnum til nýsköp- unar á landsbyggðinni eða styrkja- kerfi ESB í landbúnaði. Við getum samið um aðlögunar- fresti ef við sjáum fram á að geta ekki klárað einhverja hluti þegar að aðildinni kemur og við höfum staðið í þeim sporum áður. Þegar við gerð- um EES þurftum við að taka yfir mikinn fjölda af gerðum á stutt- um tíma og innleiða í íslenskan rétt og fengum aukafresti til þess í einhverjum tilvikum. Við erum reyndar stöðugt að laga íslenska löggjöf að regluverki ESB í gegnum EES-samninginn, á þessu ári stefnir í að við munum taka yfir 300 nýjar lagagerðir í gegnum hann. En við höfum líka í gegnum tíðina, óháð EES og aðild- arviðræðum, óskað eftir að taka þátt í ýmsum hlutum, svo sem við- skiptakerfi með losunarheimildir og því að vera þátttakendur í loft- ferðasamningnum. Það hafa því og geta komið upp mál þar sem FRAMHALD AF SÍÐU 28 ANDSPÆNIS FULLTRÚUM ESB VIÐ UPPHAF RÝNIFERLIS Stefán Haukur sendiherra situr bak við merki Íslands. Við hlið hans fyrir miðju situr Bryndís Kjartansdóttir skrifstofustjóri. MYND/FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB 2009 ➜ 16. júlí: Alþingi ákveður að sækja um aðild ➜ 23. júlí: Umsókn afhent formennskuríki ESB ➜ 27. júlí: Ráðherraráð ESB óskar eftir áliti fram- kvæmdastjórnar ➜ 8. september: Olli Rehn afhendir Íslandi spurningalista ➜ 22. október: Ísland skilar inn svörum sínum ➜ 4. nóvember: Aðal- samninganefnd skipuð 2010 ➜ 24. febrúar: Jákvætt álit framkvæmdastjórnar ESB ➜ 17. júní: Leiðtogaráð ESB samþykkir viðræður ➜ 27. júlí: Formlegt upp- haf viðræðna ➜ 15. nóvember: Fyrsti rýnifundur ➜ 17. júní: Síðasti rýni- fundur (áætlað) - Eiginlegar viðræður hefj- ast í framhaldinu FRÁ UMSÓKN TIL AÐILDARVIÐRÆÐNA Ég vildi líka vita um IPA-styrkina, sem sumir þingmenn berjast gegn að renni til Íslands. Hvað finnst ykkur í samninganefndinni um það? Ég á óhægt um vik að ræða afstöðu þing- manna. Þetta eru styrkir sem gætu til dæmis farið í að gera þarfagreiningar, skoða hvernig verkferla við þyrftum að setja upp í stjórnsýslunni og hvers konar stofnanir þyrfti mögu- lega að setja á laggirnar ef samn- ingurinn verður samþykktur. Sum þessara verkefna snúa að landbúnaði. Það þarf til dæmis að skilgreina hvaða verkefnum við erum að sinna, hvernig og hvar í stjórnsýslunni. Við gætum nýtt styrkina til að skilgreina nánar hvað felst í regluverki ESB til að geta upplýst stjórnmálamenn, almenning og hagsmunaaðila um hvað felst í aðild. Það sem IPA myndi fara í er óhjákvæmilegt starf og bara spurning hvort ESB borgar fyrir það eða íslenskir skattgreiðendur? Eða yrði farið í eitt- hvað aukalega bara vegna styrkjanna? Sum þessara verkefna eru óhjá- kvæmileg og annað erum við þegar skuldbundin til að gera vegna EES-skuldbindinga. Þessi stuðn- ingur myndi meðal annars nýtast í að skilgreina betur hagsmuni okkar og þannig getur hann styrkt samningsstöðu okkar. En valkvæð verkefni eru til dæmis í þá veru að tileinka okkur vinnubrögð sem tíðkast innan ESB. Eitt þeirra væri þátttaka í atvinnuþró- unarverkefni til að hækka menntunarstig á vinnu- markaði. Þetta myndi nýtast okkur hvort sem við göngum inn eða ekki. ■ Á ÍSLAND AÐ BORGA FYRIR ÞETTA EÐA EVRÓPUSAMBANDIÐ? ■ AÐALSAMNINGANEFND ÍSLANDS GAGNVART ESB Í samninganefndinni eru átján fulltrúar, þar af tíu formenn samningahópa, en í þeim eru alls 200 manns: við teljum æskilegt að laga okkur að ESB. Það má nefna að í skýrslu ESB um umsókn Íslands var vikið að því að bæta þyrfti sjálfstæði dómara og íslensk stjórnvöld gerðu það því þau töldu það skynsamlegt, óháð áliti ESB. En þegar fram í sækir hlýtur þessi krafa um að Íslendingar breyti engu fyrr en í fullgildingarferlinu að skerða möguleika landsins til að ná fram sérkröfum á öðrum sviðum, eða hvað? Þegar önnur ríki hafa verið beðin í aðildarferli sínu um að breyta lög- gjöf eða stefnumiðum hefur það einkum lotið að þáttum sem varða mannréttindi og stjórnsýsluþætti svo við þurfum ekki að breyta miklu þar. ESB hefur til dæmis í aðildar- ferli Tyrklands krafist þess að það afnemi úr stjórnarskrá lands- ins bann við verkföllum opinberra starfsmanna. Það sem út af stend- ur hjá okkur í þessum efnum eru sérstaklega byggða- og landbúnað- armál. Ég er í sjálfu sér sammála því að það sé óskynsamlegt að íslensk stjórnvöld fari í viðamiklar stjórn- sýslubreytingar áður en þjóðin er búin að segja álit sitt. En ef ríkisstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að það sé æski- legt eða þjóni hagsmunum okkar að gera einhverjar breytingar, þá er það sjálfstæð ákvörðun, alveg eins og var með dómarana, í samráði við Alþingi og hagsmunaaðila. Þú nefnir breytingar á stjórn- sýsluþáttum. Það að hagsmuna- samtök bænda útdeili fjármunum ríkisins eins og á Íslandi, er það ekki í ósamræmi við stjórnsýslu- venjur ESB? Jú, það liggur fyrir í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB að breyta þurfi fyrirkomulagi á greiðslum til bænda hér á landi. MÁR GUÐMUNDSSON RAGNHILDUR HELGADÓTTIR STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON BJÖRG THORARENSEN ÞORSTEINN GUNNARSSON HÖGNI S. KRISTJÁNSSON MARTIN EYJÓLFSSON KOLFINNA JÓHANNESDÓTTIR SIGURGEIR ÞORGEIRSSON ÞORSTEINN PÁLSSON MARÍANNA JÓNASDÓTTIR GRÉTA GUNNARSDÓTTIR ANNA JÓHANNSDÓTTIR KOLBEINN ÁRNASON BRYNDÍS KJARTANSDÓTTIR MARÍA ERLA MARELSDÓTTIR RAGNHEIÐUR E. ÞORSTEINSDÓTTIR HARALD ASPELUND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.