Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 2
2 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR
Haraldur, eru Mosfellingar í
fýlu?
„Nei, en við fílum ekki svona fýlu.“
Haraldur Sverrisson er bæjarstjóri í
Mosfellsbæ þar sem íbúar kvarta undan
ólykt frá starfsstöð Sorpu á Álfsnesi og
vilja starfsemina burt, verði ekki bætt úr
vandanum.
DANMÖRK, AP Maðurinn sem réðst
inn á heimili danska skopteikn-
arans Kurts Westergaard, vopn-
aður öxi, fyrir
rúmu ári, var
í gær dæmdur
í níu ára fang-
elsi. Mann-
inum, sem er
frá Sómalíu,
skal svo vísað
úr landi eftir
afplánun.
Hann hafði
áður verið
fundinn sekur um hryðjuverk,
en hélt því fram við réttarhöld-
in að hann hafi aðeins ætlað að
hræða Westergaard. Teikningar
hans af spámanninum Múhameð
sem birtust í Jótlandspóstinum
árið 2005 sem ollu reiði meðal
múslima.
Dómnum var strax áfrýjað. - þj
Axarmaðurinn í Danmörku:
Níu ára dómur
fyrir hryðjuverk
KURT
WESTERGAARD
STÓRIÐJA Alcoa ætlar ekkert að
gefa eftir í samkeppninni um
orkuna í Þingeyjarsýslum. Ráða-
menn Alcoa
lýstu því yfir
á fundum með
stjórnvöldum
og Landsvirkj-
un í fyrradag
og í gær að
þeir hefðu enn
fullan hug á
að reisa álver
á Bakka við
Húsavík.
Tómas Már Sigurðsson, for-
stjóri Alcoa á Íslandi, segir að
áhugi móðurfélagsins á Íslandi sé
mikill. Alcoa sé í góðum rekstri
hér og hafi áhuga á frekari upp-
byggingu.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segir jákvætt að Alcoa sé
enn við borðið. - kmu
Ráðherra fundar með Alcoa:
Vilja enn reisa
álver á Bakka
LANDSDÓMUR Útlit er fyrir að
landsdómur komi saman í fyrsta
sinn í næstu viku, eftir að Andri
Árnason, verjandi Geirs H.
Haarde, kærði til dómsins þá
ákvörðun Héraðsdóms Reykja-
víkur að leyfa honum ekki að
krefjast frávísunar málsins
fyrir héraðsdómi.
Geir fór fram á það að frávís-
unarkrafa hans yrði tekin fyrir
þegar í stað, í héraðsdómi, svo
hann gæti, ef ekki yrði fallist á
kröfuna, setið þinghald um hald-
lagningarbeiðnir saksóknara
Alþingis. Þessu hafnaði dómari.
Áður en landsdómur getur
tekið ákvörðun um þetta
þarf hann að koma saman og
úrskurða um hæfi dómara.
Hugsanlegt er að einhverjir
þurfi að víkja úr dómnum vegna
vanhæfis. - sh
Geir kærir dómsúrskurð:
Landsdómur
kemur saman
UMHVERFISMÁL Niðurstöður díox-
ínmælinga Matvælastofnunar
staðfesta staðbundna mengun frá
sorpbrennslunni Funa á Ísafirði.
Díoxín greinist í mjólk, kjöti og
fóðri. Fella verður búpening, allt
að 400 skepnur, og bann hefur
verið sett á nýtingu búfjárafurða
á bæjum í Skutulsfirði.
Sýnatakan fór fram eftir að
eiturefnið díoxín greindist við
sýnatöku Mjólkursamsölunnar á
bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði
í desember. Þá greindist díoxín í
einu mjólkursýni en vegna meng-
unarinnar voru tekin sýni úr kjöt-
afurðum, úr mjólk auk þess sem
tekið var sýni úr fóðri.
Af tólf kjötsýnum reyndust
aðeins tvö eðlileg. Átta sýni sýndu
verulega hækkun en tvö voru
yfir hámarksviðmiðunarmörk-
um. Mjólkur- og heysýni frá Efri-
Engidal voru mjög menguð. Mjólk-
ursýni frá nágrannabæjum voru
hins vegar hrein.
Sigurður Örn Hansson, forstöðu-
maður matvælaöryggis- og neyt-
endamálasviðs hjá MAST, segir
mælingarnar staðfesta að meng-
unin sé staðbundin og verði rakin
til útblásturs frá sorpbrennslunni
Funa. „Það verður að álykta sem
svo. Ég veit ekki um neina aðra
uppsprettu díoxíns sem er líkleg
en það er jákvætt að hætt er að
brenna í Funa og þessi mengun
verður ekki meiri. Hún mun því
fara minnkandi þó það muni taka
sinn tíma.“
Sigurður segir öruggt að búpen-
ingurinn hafi tekið inn díoxín með
fóðri og bann hafi verið sett á nýt-
ingu afurða. „Það er síðan sjálf-
gefið að fella verður búpening
þar sem mengunin er.“ Sigurður
segir að magn díoxíns í nokkrum
sýnum sé hærra en í upphaflega
sýni Mjólkursamsölunnar en það
muni ekki miklu. Þá mældist díox-
ín 34 prósent yfir mörkum.
Sú hugmynd var sett fram,
meðal annars af sveitarstjórnar-
fólki á Ísafirði, að landlæknisemb-
ættið myndi gera sérstaka heilsu-
farsrannsókn á íbúum fyrir botni
Skutulsfjarðar vegna mengunar-
innar.
Haraldur Briem sóttvarnalækn-
ir hafði ekki kynnt sér niðurstöð-
ur mælinganna þegar Fréttablaðið
náði tali af honum í gær. Spurð-
ur hvort ekki sé eðlilegt að taka
sýni úr fólki þar sem kjötsýni frá
Skutuls firði eru menguð segir hann
að það kunni að koma til greina. Of
snemmt sé að segja nokkuð um það
en sérfræðingahópur, sem settur
var saman eftir að díoxínmengun-
in kom upp, mun funda strax eftir
helgi vegna niðurstaðna mæling-
anna. svavar@frettabladid.is
Bændur farga dýrum
vegna eiturs frá Funa
Mælingar Matvælastofnunar staðfesta mikla díoxínmengun frá sorpbrennslu á
Ísafirði. Fella þarf allt að 400 gripi hjá bændum í Skutulsfirði. Sóttvarnalæknir
fundar með sérfræðingahópi strax eftir helgi. Sýnataka úr fólki er ekki útilokuð.
STEINGRÍMUR JÓNSSON Hjónin í Efri-Engidal hafa lýst áhyggjum af heilsu sinni. Nú virðist ljóst að allur bústofn þeirra verður
felldur; 80 kindur og tæplega tuttugu nautgripir. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
EVRÓPUMÁL „Það hefur fátt hjálpað íslenskum neyt-
endum síðustu misseri eins og tollvernd,“ segir Har-
aldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna.
Án tollverndar í landbúnaði, segir hann, er engin
ástæða til að ætla annað en að bændur, aðrir fram-
leiðendur og aðilar á markaði hefðu hækkað verð til
neytenda um sextíu prósent í takt við þá hækkun sem
varð á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008.
Spurður um rök fyrir þessu segir Haraldur að áður
hafi því verið haldið fram að hátt matarverð væri
verndartollum að kenna. „Hvers vegna hækkar þá
ekki íslenska búvaran jafnmikið núna, þegar inn-
flutta varan hækkar svona mikið?“ spyr Haraldur.
Haraldur bregst með þessu við orðum Ernu
Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar, sem lýsti í blaðinu í gær ákveðnum
fyrirvörum gagnvart aðildarviðræðum Íslands og
Evrópusambandsins, þar sem stjórnvöld hefðu gefið
ýmis fyrirheit um sérlausnir fyrir bændur. Ferða-
þjónustan væri hins vegar langþreytt á háu matar-
verði vegna ofurtolla á landbúnaðarvörum.
Haraldur segir að Erna geti „ekki bjargað afkomu
ferðaþjónustunnar með því að afnema tollvernd
í landbúnaði“. Spurður um tillögu Ernu, að í stað
aðflutningsgjalda verði samkeppnishæfni bænda
tryggð með því að gera rekstrarumhverfi þeirra
betra, segist Haraldur ekki kunna leiðir til þess.
„Nei, þetta er langskilvirkasta og gagnsæjasta leið-
in.“ - kóþ
Formaður Bændasamtakanna segir tolla nauðsynlega til að halda verðlagi niðri:
Innlendar vörur hefðu hækkað mikið
HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bændasamtakanna vill
vita hvort það sé afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar að rýra
beri afkomu landbúnaðar til að bæta hag ferðaþjónustunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
LÖGREGLUMÁL Tveir sautján ára pilt-
ar og 23 ára maður hafa játað á sig
um 70 innbrot á höfuðborgarsvæð-
inu. Verðmæti þýfisins getur numið
tugum milljóna króna, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Mennirnir sem eru pólskir en
búsettir hér á landi, hafa sætt
varðhaldi frá því um miðjan jan-
úar. Þeir hafa játað rúm fimmtíu
innbrot í heimahús á höfuðborgar-
svæðinu, þau fyrstu framin fyrir
tveimur árum, og vel á annan tug
innbrota í hótel og gistiheimili.
Þeir hafa allir komið við sögu lög-
reglu vegna auðgunarbrota.
Gæsluvarðhald yfir þremenn-
ingunum rann út í gær og gerði
lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu kröfu um síbrotagæslu yfir
þeim. Lögreglan mun setja sig í
samband við brotaþola á næstu
dögum varðandi meðal annars
bótakröfur. - jss
Játa á sig 70 innbrot:
Stálu fyrir tugi
milljóna króna
VIÐSKIPTI Seðlabankinn segir í
yfirlýsingu að engar meiriháttar
ákvarðanir hafi verið teknar við
sölu Sjóvár sem talist geti óeðli-
legar. Þær hafi verið vel grund-
aðar og leitað álits sérfræðinga.
„Það er líka ljóst að það var á
engan hátt ámælisvert af seðla-
bankastjóra að upplýsa viðskipta-
nefnd ekki um þau mál sem sam-
kvæmt lögum ríkir þagnarskylda
um. Þvert á móti, það hefði verið
stórlega ámælisvert og líklega
alvarlegt brot í starfi hefði hann
gert það,“ segir bankinn. - sh
Seðlabankinn svarar fyrir sig:
Már mátti ekki
tala um Sjóvá
TÓMAS MÁR
SIGURÐSSON
EGYPTALAND Sameinuðu þjóðirnar
telja að yfir 300 manns hafi fallið
í mótmælum í Egyptalandi frá 25.
janúar og um fjögur þúsund manns
séu sárir, margir lífshættulega.
Samkvæmt frétt BBC hafa stjórn-
völd í landinu hins vegar aðeins
gefið upplýsingar um mannfall
í höfuðborginni Kaíró og sagt að
átta hafi látið lífið og yfir 800 séu
þar sárir.
Miðborg Kaíró breyttist í gær
úr blóðugum vígvelli í allt að því
friðsamlegan vettvang mótmæla.
Spennan var hins vegar mikil.
Tugþúsundir mótmælenda söfn-
uðust saman ellefta daginn í röð
og nefndu daginn „brottfarardag-
inn“ með tilvísun í það að Hosni
Mubarak forseti hefði aðeins tíma
til dögunar til að verða við kröfum
fólksins um afsögn.
Mubarak sagði í viðtali við ABC á
miðvikudag að hann væri þreyttur
á því að halda um valdataumana í
landinu og aðeins óttinn við skálm-
öld stæði í veginum fyrir því að
hann færi frá. Mótmælendur gripu
þetta á lofti og stjórnarandstöðu-
leiðtoginn Mohamed ElBaradei
benti forsetanum á að öll þjóðin
væri þreytt á setu hans á forseta-
stóli. Elbaradei hefur nú tilkynnt að
til greina komi að hann fari í for-
setaframboð. - shá / sjá síðu 22
Sameinuðu þjóðirnar telja mannfall meira í Egyptalandi en stjórnvöld gefa upp:
SÞ segja yfir 300 hafa fallið
MIÐBORG KAÍRÓ Í GÆR Tugþúsundir
manna söfnuðust saman í miðborg
Kaíró í gær ellefta daginn í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir fjögurra vikna
námskeið við hundafælni sem hefst 16. febrúar n.k. og
sex vikna kvíðastjórnunarnámskeiði sem hefst
10.febrúar. Minnum jafnframt á námskeið við ofsakvíða
sem hefst 8. febrúar.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Kvíðameðferðar-
stöðinni, www.kms.is, í síma 534 0110 eða með
tölvupósti á kms@kms.is.
Kvíðastjórnun
-með aðferðum hug-
rænnar atferlismeðferðar
• 6 vikna námskeið þar sem
kenndar eru aðferðir hug-
rænnar atferlismeðferðar
til þess að draga úr kvíða
og auka á vellíðan.
Besti vinur
mannsins
-námskeið við hundafælni
• Ertu mjög hrædd(ur)við
hunda?
• Áttu erfitt með að fara á
staði þar sem hundar
gætu verið nálægir, eins
og í gönguferðir, í útilegur
eða í heimsóknir til
hundaeigenda?