Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 86
58 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Liverpool-treyjur með númeri og nafni Fernando Torres hafa und- anfarin ár verið þær vinsælustu á meðal fótboltaaðdáenda bæði hér heima og erlendis. Snögg breyting hefur orðið á því eftir að framherj- inn gekk til liðs við Chelsea. Til að bregðast við vistaskipt- unum hafa fyrrverandi aðdáend- ur Torres hérlendis látið fjarlægja nafn hans af Liverpool-treyjum sínum og sett í staðinn nafn nýja framherjans Andy Carroll, sem tók einmitt við númeri Torres. „Margir hringja og vilja losa staf- ina eða nafnið af og setja Carroll yfir. Við getum ekki tekið stafi af, það er annað fyrirtæki sem gerir það, en við setjum nafnið yfir, það er minnsta málið,“ segir Sigurður Garðarsson, verslunarmaður í Jóa útherja. Hann segir að margir Púlar- ar hafi að vonum verið gramir yfir brotthvarfi Torres. „Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir þá sem eiga treyjur með honum og voru kannski nýbúnir að kaupa þær,“ segir hann og bætir við að margir láti líka merkja treyjur með nafni hins nýja framherjans í Liverpool, Luis Suarez frá Úrúgvæ. Aðspurður segir Sigurður að verslunin eigi ekki Liverpool-treyj- ur með nafni Torres á lager því hún selji ekki fyrir fram merktar treyjur. „En við eigum eitthvað af römmuðum myndum og plakötum með Torres og það er ekki alveg það vinsælasta í dag.“ Torres er þó ekki dauður úr öllum æðum í versluninni því aðdáend- ur Chelsea hafa verið duglegir að mæta í búðina til að merkja treyj- urnar sínar með nafni hans. - fb Nafn Torres plokkað í burtu TORRES KVEÐUR Viðar Valsson, versl- unarmaður í Jóa útherja og kollegi Sig- urðar. Liverpool-aðdáendur eru gramir vegna brotthvarfs Fernando Torres. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árni Ólafur Ásgeirsson Aldur: 38 ára. Starf: Kvikmynda- gerðarmaður. Fjölskylda: Marta Macuga og sonur minn Iwo, þriggja ára. Búseta: 107 Reykjavík. Stjörnumerki: Hrútur. Foreldrar: Hafdís Árnadóttir Kram- hússtýra og Ásgeir Ingólfsson sem er látinn. Kvikmynd Árna Ólafs, Brim, er tilnefnd til tólf Edduverðlauna. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson undirbýr sig nú af krafti fyrir hlutverk sitt sem hrottinn Tóti úr bókinni Svartur á leik en tökur á myndinni hefjast 1. mars. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu Stefáns Mána sem kom út fyrir sex árum en hitt aðalhlutverkið verður í höndum Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar. Hann mun leika Stebba sækó. Jóhannes hefur stundað líkams- rækt og lyftingar af miklum móð síðastliðna þrjá mánuði, sporð rennt prótínum og lyft lóðum á nóttinni í líkamsræktarstöð World Class við Kringluna. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu undir handleiðslu þriggja manna. Fyrst hjá Hilmari Arnarsyni hjá Fram við að koma mér í form fyrir áramót og svo hjá Konráð Gíslasyni kraftajötni eftir áramót við lyftingar. Svo er Guð- jón Þorsteinn Pálmarsson, leikari og kraftlyftingaáhugamaður, með mér líka, hann sér samt aðallega um að ég mæti í ræktina og trygg- ir að ég geri æfingarnar,“ segir Jóhannes Haukur, sem hefur bætt töluvert við sig í vöðvamassa. Jóhannes segir þetta vera hrika- lega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að árangurinn er festur á filmu. „Ég hef aldrei prófað að gera svona áður fyrir hlutverk en maður hefur auðvitað prófað þetta í lífinu sjálfu með misjöfnum árangri.“ Jóhannes er orðinn ansi hrikalegur, er með upphandleggs- vöðva sem fagmennirnir kalla „byssur“ upp á 42 sentimetra og búinn að lækka fituprósentuna úr 24 prósentustigum í átján. Hann tekur hundrað í bekk og hefur farið í ræktina á hverjum degi. Jóhannes segist sjálfur alltaf hafa rokkað í þyngd og hann býst við að allt fari fjandans til þegar tökum á Svörtum á leik lýkur. „Við sjáum samt til, ég hef alveg áður reynt að taka mig á, þetta er bölvað eilífðarverkefni.“ Jóhann- es ætti þó ekki að vera í neinum vandræðum með að finna keppi- naut á tökustað því þegar hefur verið tilkynnt að Egill „Gillz“ Ein- arsson, einn þekktasti kraftajöt- unn landsins, muni leika í mynd- inni. Jóhannes segir það koma til greina að skora á hann í einhvers konar keppni. „Ég sá hann reynd- ar um daginn og mér til mikillar gleði er hann mun lágvaxnari en ég. Ég þarf hins vegar aðeins að vinna meira í breiddinni.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON: FER Í RÆKTINA UM NÆTUR Upphandleggurinn er 42 sentimetrar að ummáli HRIKALEGUR Jóhannes Haukur hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarna þrjá mánuði og er orðinn hrikalegur að sjá. Hann býst þó ekki við að halda því til streitu þegar tökum á kvikmyndinni Svartur á leik lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ég er ekki sár og ekki reiður, þetta er bara skrýtið. Það er svo langt síðan ég byrjaði með þetta,“ segir séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðar- kirkju. Þátturinn Hamingjan sanna, eftir hugmynd Ásdísar Olsen og Karls Ágústs Úlfssonar, hefur göngu sína á Stöð 2 í mars. Frétt- ir af þáttunum komu Þórhalli í opna skjöldu þar sem hann hafði komið hugmynd að svipuðum þætti byggðum á bók sinni Hamingjuleit- inni á framfæri til dagskrárstjóra Stöðvar 2 á síðasta ári. „Þeir voru mjög áhugasamir, en voru á leið- inni í frí þannig að við ætluðum að heyrast,“ segir Þórhallur. „Svo er þessi þáttur allt í einu kominn núna – ekki með mínu efni, heldur einhverju allt öðru. Það er ekki á nokkurn hátt verið að stela neinu frá mér.“ Þórhallur segist hafa fengið hug- myndina frá Svíþjóð, þar sem svip- aðir þættir hafa verið á dagskrá. „Mér fannst þetta sniðugt eftir hrun vegna þess að það eru svo margir sem koma á hamingju nám- skeið til mín og margir sem eru ekki hamingjusamir í dag,“ segir hann og ítrekar þó að þeim á Stöð 2 sé frjálst að vinna með þeim sem þeir vilja. „Ég var hissa á því að þeir skyldu ekki segja mér að þeir ætluðu að vinna með öðrum. En ég vona að þátturinn gefi fólki meiri bjartsýni. Þá er tilgangin- um náð.“ Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir aldrei hafa staðið til að gera tvær hamingjuseríur, að minnsta kosti ekki á sama tíma. „Við höfð- um ekki fundað né átt samtöl við séra Þórhall Heimisson um þátta- hugmynd hans en móttekið einn tölvupóst um áhuga hans á sams konar þáttaröð,“ segir hann. - afb Sóknarprestur hissa á hamingjuþætti G GULA Ð G FAX Opið 11–19 alla daga vikunnar, nema sunnudaga 12–17 / Sími 534 4451 Lau 5.2. Kl. 19:00 Mið 9.2. Kl. 19:00 Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Mið 2.3. Kl. 19:00 Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 10.2. Kl. 20:00 Aukasýning Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Sun 6.2. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Sun 13.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 Sun 20.2. Kl. 20:00 Lau 26.2. Kl. 20:00 Sun 27.2. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö U HISSA Séra Þórhallur var með hugmynd að þætti um hamingjuna, en Stöð 2 hefur sýningar á hamingjuþáttum í mars. Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær var kvikmyndin Brim tilnefnd til tólf Edduverðlauna, The Good Heart eftir Dag Kára fékk ellefu til- nefningar og unglingamyndin Órói hlaut tíu. Kvikmyndabransinn á Íslandi hefur smám saman verið að stækka en miðað við tilnefningar til tækniverðlauna virðast Eddu- verðlaunin vera að safnast á fárra manna hendur. Þannig eru fimm tilnefningar í flokknum klipping árs- ins en þær Elísabet Ronaldsdóttir og Valdís Óskars- dóttir fá tvær hvor. Valdís er reyndar tilnefnd með Evu Lind Höskulds- dóttur fyrir Brim. Í flokknum gervi ársins keppir Ragna Fossberg líka við sjálfa sig því hún er bæði tilnefnd fyrir Áramótaskaupið og Spaugstof- una. Hið sama má segja um Ástu Hafþórsdóttur, sem er tilnefnd fyrir bæði Brim og The Good Heart í sama flokki. Ekki má gleyma leikmyndahönnuðinum Lindu Stefánsdóttur sem fær tvær til- nefningar af þremur fyrir leikmynd ársins og svo Helgu Rós V. Hannam sem fær einnig tvær af þremur í flokknum búningar ársins. Svo er ekki hægt að sleppa þessari upptalningu án þess að minnast á Sverri Þór Sverris- son. Hann fékk einnig tvær tilnefningar af þremur í flokknum barnanefni ársins; fyrir þættina um Algjöran Sveppa og fyrir bíómyndina. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.