Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 4

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 4
4 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI „Þegar eigendastefnan er ekki sú sama og við höfum fylgt og ekki ljóst hvert skal stefna finnst mér að nýir menn eigi að taka við stýrinu,“ segir Finnbogi Baldvins- son, fráfarandi forstjóri fisksölu- fyrirtækisins Icelandic Group. Hann sagði upp störfum í gær ásamt Yngvari Eyfjörð aðstoðar- forstjóra. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Icelandic Group, tekur tímabundið við starfi Finn- boga. Ástæða uppsagnanna er ákvörð- un Framtakssjóðsins að slíta við- ræðum við norður-evrópska fjár- festingarsjóðinn Triton á þriðjudag og fyrirhuguð sala á verksmiðjum Icelandic Group í Bandaríkjunum og framleiðslustarfsemi í Kína. Finnbogi segir misvísandi skila- boð um framtíð Icelandic Group hafa skaðað félagið. Þá er hann ósáttur við að brjóta eigi fyrirtæk- ið upp eftir viðsnúning í rekstri. „Við teljum að þessi leið sem stjórn Framtakssjóðsins og Ice- landic Group hafa mótað skili hlut- höfum betri ávöxtun til framtíðar heldur en að selja til Triton,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Framtakssjóðsins. - jab FINNBOGI Forstjóri Icelandic Group segir misvísandi skilaboð um framtíð fyrirtækisins hafa skaðað það. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fráfarandi forstjóri Icelandic Group ósáttur við að fyrirtækið verði bútað niður: Vill nýja menn við stýrið VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 13° 7° 6° 7° 11° 5° 5° 20° 11° 5° 5° 22° 0° 11° 18° 1°Á MORGUN 3-8 m/s en 8-13 m/s á Vestfjörðum. MÁNUDAGUR Hæg NA-átt um allt land. -1 -3 -4 -2 -6 0 -5 0 -1 2 -7 5 6 7 7 4 3 2 4 5 9 7 0 -3 -5 -6 -4 -3 -6 -8 -5 -4 SNJÓR! Margir á sunnanverðu land- inu fagna snjónum. Helgin verður tíð- indalítil, éljagangur en fremur hægur vindur. Því er um að gera að nýta snjóinn, byggja snjóhús, renna sér á sleða eða fá sér góðan göngutúr í frostinu. Munið bara að klæða ykk- ur vel! Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karl- mann fyrir að stórslasa annan mann með grjótkasti. Atvikið átti sér stað við skemmtistaðinn Salthúsið í Grindavík á nýársnótt um þar- síðustu áramót. Manninum er gefið að sök að hafa kastað eða slegið hinn manninn ítrekað í höfuð og líkama með grjóti. Afleiðingar árásarinnar urðu þær að fórnarlambið fékk tvo skurði á höfuð, auk heilahristings og sjóntruflana. Á líkama fékk hann einnig mikla áverka. Sá sem ráðist var á krefst rúm- lega 600 þúsunda króna í skaða- bætur. - jss Maður um fertugt ákærður: Heilahristingur eftir grjótkast VIÐSKIPTI Höfuðstóll erlendra íbúðalána Arion banka lækkar að meðaltali um 35 prósent við endur útreikning bankans. Bank- inn hefur endurreiknað meiri- hluta íbúðalána einstaklinga í erlendri mynt og birt niðurstöð- una í netbanka viðkomandi. Búist er við að lokið verði við að endur- reikna öll gengistryggð lán fyrir næstu mánaðamót. Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að viðskiptavin- ir hans geti í netbanka sínum kynnt sér þær fjórar leiðir sem þeim standi til boða við endurút- reikning íbúðalána og þeir metið hvaða leið hentar þeim best. - jab Arion banki endurreiknar lán: Höfuðstóllinn niður um 35% ARION BANKI Landsbankinn og Arion banki eru lengst komnir í endurútreikn- ingi á erlendum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JAFNRÉTTISMÁL Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launa- munar kynjanna og í ofbeldis- málum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannesson- ar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kyn- bundins launamunar, atvinnuþátt- taka og stjórnmálaþátttaka kynj- anna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kyn- bundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynj- anna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttis- mál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttis- málum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjun- um hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulaus- um konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnu- laus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikil- vægt. Settir verði upp mælikvarð- ar á það hvernig ákvarðanir í fjár- lagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guð- bjartur í gær. Á hann þar við nið- urstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sam- bandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðar- ráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafn- réttismálum. thorunn@frettabladid.is Guðbjarti dauðbrá við lestur ofbeldisskýrslu Þótt Ísland sé í efsta sæti á jafnréttislista þarf að gera betur, til dæmis í ofbeld- ismálum og við útrýmingu launamunar kynjanna, segir velferðarráðherra. Hann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála á Jafnréttisþingi í gær. Á ÞINGI Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði fjölmennt Jafnréttisþing á Hilton Nordica í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kynjahlutföll í áhrifastöðum Karlar Konur Héraðsdómarar (2009) 32% 68% Hæstaréttardómarar (2009) 78% 22% Forstöðumenn ríkisstofnanna (2010) 70% 30% Ráðuneytisstjórar (2011) 50% 50% Ráðherrar (2011) 60% 40% Sendiherrar (2010) 22% 78% Framkvæmdastjórar (2009) 81% 19% Hagstofan og erindi Guðbjarts Hannessonar KJARAMÁL Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur ekki dreg- ið til baka kröfuna um 200.000 króna lágmarkslaun, sem gerð var í aðdraganda yfirstandandi kjaraviðræðna. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Framsýnar, sagði í Fréttablað- inu í gær að sambandið hefði hætt við kröfuna. Það er ekki rétt, að sögn Halldóru Sigríðar Sveins- dóttur, formanns stéttarfélagsins Bárunnar á Suðurlandi og með- lims í samninganefnd SGS. - þj Leiðréttir misskilning: Krafan er 200 þúsund krónur HEILBRIGÐISMÁL Sautján manns hafa greinst með svínaflensu á síðustu sex vikum samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis- embættisins. Eftir áramótin varð nokkur aukning á fjölda þeirra sem leit- uðu læknis með inflúensulík ein- kenni. Fjórir greindust síðustu vikuna í janúar. Þar af var einn þungt haldinn með flensuna. Eins og í heimsfaraldrinum haustið og veturinn 2009-2010 eru það aðal- lega börn og fólk undir sextugu sem er með einkenni inflúensu. Svínaflensa á Íslandi: Sautján manns hafa greinst FÉLAGSMÁL Sjö framboð bárust til formennsku í VR, en framboðs- frestur rann út á fimmtudag. Öll framboðin eru gild. Þeir sem bjóða sig fram eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Krist- inn Örn Jóhannesson, Lúðvík Lúðvíksson, Páll Örn Líndal, Rannveig Sigurðardóttir og Stef- án Einar Stefánsson. Sextán framboð bárust í sjö laus sæti í stjórn. Á grundvelli einstaklingsframboða mun upp- stillingarnefnd stilla upp tveim- ur 40 manna listum til trúnaðar- ráðs, annars vegar til eins árs og hins vegar til tveggja ára. - sh Frambjóðendum fjölgar: Sjö framboð til formanns VR GENGIÐ 04.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,0877 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,72 116,28 186,57 187,47 157,67 158,55 21,147 21,271 20,160 20,278 17,914 18,018 1,4173 1,4255 180,86 181,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Rangt var farið með nafn aðalleikar- ans í kvikmyndinni Óróa í umfjöllun um Eddu-verðlaunin í blaði gærdags- ins. Hann heitir Atli Óskar Fjalarsson. LEIÐRÉTTING ®

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.