Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 43

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 43
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011 5 569 5100 skyrr@skyrr.is Velkomin Viltu vinna með þeim bestu? Hugbúnaðarsérfræðingur Frekari upplýsingar um þessi störf veitir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Skýrr (569-5949 eða ingibjorg.odinsdottir@skyrr.is). Eyðublöð fyrir umsóknir er að finna á heimasíðu Skýrr og þar er jafnframt hægt að senda inn ferilskrá. Fullum trúnaði er heitið. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar. Vegna aukinna verkefna innanlands og erlendis vill Skýrr bæta við sig öflugu starfsfólki sem hefur frumkvæði og metnað til að skara fram úr. Í boði eru spennandi störf hjá traustu fyrirtæki í kraftmiklu og lifandi starfsumhverfi. Starfsfólk Skýrr tilheyrir öflugum hópi sérfræðinga í fremstu röð, þar sem liðsandi og samvinna eru í fyrirrúmi. Hjá Skýrr og dótturfélögum fyrirtækisins vinna um 1.000 manns, sem þjónusta þúsundir viðskiptavina á öllum sviðum upplýsinga- tækni. Skýrr er 8. stærsta fyrirtæki Norðurlanda á sínu sviði. Starfsfólk Skýrr er magnaður mannskapur, enda landsliðið í upplýsingatækni. Forritarar Ennisblað Umsækjandi þarf að búa yfir mikilli framkvæmdafærni, vera með góða rökhugsun og eiga auðvelt með að skipuleggja sig, tjá sig og leysa vandamál viðskiptavina. Hvirfilblað Umsækjandi þarf að vera vinnuglaður og eiga auðvelt með að skynja og bregðast við áreiti, hvort sem það er frá viðskipta- vinum eða samstarfsfólki. Hnakkablað Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að skilja og lesa skriflegar óskir jafnt samstarfsfólks sem viðskiptavina. Gagnaugablað Umsækjandi þarf að hafa gott minni til að viðhalda góðri tæknigreind og hafa yfirsýn á umtalsverðan línufjölda af kóða. Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum í samþættingar- og sérlausnahóp Skýrr. Starfið felst í þróun upplýsingakerfa í Java, .NET, SQL og samþættingu með webMethods, GlassFish, TIBCO, bizTalk og SAP PI. Um er að ræða fjölbreytt hugbúnaðar- verkefni eins og samþættingu ólíkra upplýsingakerfa, viðmótsforritun, gagnagrunnsforritun, greiningu, hönnun og prófanir. Viðkomandi þurfa að hafa menntun á sviði tölvunarfræði eða tengdra greina. Skýrr í hnotskurn Skýrr er stærsta og skemmtilegasta fyrirtæki landsins í upplýsinga- tækni. Starfsfólk fyrirtækisins er tæplega 500 talsins og viðskipta- vinir fleiri en 7.000. Skýrr býður atvinnulífinu heildarlausnir á sviði hugbúnaðar, viðskipta- lausna, tölvubúnaðar, þjónustu og hýsingar. Starfsfólkið er helsta auðlind Skýrr. Fyrirtækið er fjölskylduvænt, jafnréttissinnað og tekur tillit til persónulegra aðstæðna fólks. Starfsfólkið er samhentur hópur sérfræðinga með jákvætt viðmót og liðsandann í öndvegi. Sveigjanlegur vinnutími er í boði og vinnu- aðstaðan er nútímaleg, opin og þægileg. Skýrr rekur tvö frábær mötuneyti sem bjóða úrvalsmat í hádeginu. Fyrsta flokks kaffivélar með sérmöluðum eðalbaunum og sódavatn þykja sjálfsögð lífsgæði. Félagslíf innan Skýrr er kraftmikið og líflegt. Óvæntar uppákomur eru tíðar. Aðstaða fyrir börn er góð. Pool-borð, pílukast og tölvuleikjahorn til staðar. Gildi Skýrr eru ástríða, snerpa og hæfni. Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi í viðskiptalausninni Microsoft Dynamics NAV (áður Navision). Starfið felst í ráðgjöf, forritun, inn- leiðingum, uppfærslum og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins á sviði Microsoft Dynamics NAV og NAV-sérlausnum Skýrr. Starfið krefst mikilla samskipta við viðskiptavini og góð hæfni í samskiptum og þjónustulund er því nauðsynleg. Reynsla í Microsoft Dynamics NAV er nauðsynleg, tengdar Microsoft prófgráður er kostur og háskólagráða í tölvunar-, verk-, eða viðskiptafræðum nauðsyn. Kerfisstjóri Við leitum að kerfisstjóra til að sinna rekstri og þjónustu á kerfisleigu- umhverfi og tölvukerfum í hýsingu. Starfið felst í uppsetningu og viðhaldi á búnaði og kerfum, ráðgjöf og samskiptum við viðskiptavini og samstarfs- aðila. Viðkomandi þarf að hafa haldbæra reynslu og þekkingu á kerfisstjórn í Microsoftumhverfi og reynslu af sambærilegum rekstri. Microsoft- prófgráður og/eða háskólanám æskilegt. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 1 -0 2 5 6 Viðskiptastjóri Við leitum að viðskiptastjóra með haldgóða tækniþekkingu, góða fram- komu, mikla samskiptahæfni og metnað fyrir hönd fyrirtækisins og viðskiptavina. Viðskiptastjóri ber ábyrgð á samskiptum og samræmingu aðgerða félagsins við ákveðinn fjölda viðskiptavina, með það fyrir augum að byggja upp náið samstarf á milli fyrirtækjanna. Hann þarf að hafa menntun sem nýtist í starfi og reynslu af beinni sölu á sviði upplýsinga- tækni eða tengdri starfsemi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.