Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 05. febrúar
➜ Tónleikar
22.00 Hljómsveitin Klassart með tón-
leika á Sódóma Reykjavík. Miðaverð
er 1.000 kr., hljómsveitin HEK mun sjá
um að hita upp mannskapinn. 18 ára
aldurstakmark.
➜ Leiklist
14.00 Möguleikhúsið sýnir síðustu sýn-
ingu á barnaleikritinu Langafi prakkari,
sem byggt er á sögum Sigrúnar Eldjárn,
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Miðaverð er kr. 1.500.
➜ Síðustu forvöð
14.00 Síðasta sýningarhelgi á sýningu
Rakelar Steinarsdóttur myndlistarkonu,
SLÓÐ-I, verður nú um helgina í sal
Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu. Opið
frá kl. 14-18.
➜ Bókmenntir
14.30 Alþjóðatorg ungmenna og
Borgarbókasafn Reykjavíkur standa fyrir
lifandi bókasafni kl. 14.30-16.30. Gestir
geta fengið að láni lifandi og talandi
bók og fræðst og skemmt sér um leið.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sunnudagur 06. febrúar
➜ Sýningar
14.00 Barnaleiðsögn um
ljósmyndasýningu Bárðar
Sigurðssonar, með myndum
frá upphafi 20. aldar en
sýningin var nýverið
opnuð í Þjóðminja-
safni Íslands.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni verður haldinn
að Stangarhyl 4 frá kl. 20-23. Sighvatur
Sveinsson leikur fyrir dansi.
➜ Tónlist
15.00 Skemmtifundur Félags harmon-
ikuunnenda í Reykjavík verður haldinn
í Iðnó kl. 15. Jón Þorsteinn Reynisson
leikur á harmóníku og kynnir diskinn
sinn og hljómsveit Reynis Sigurðssonar
kemur einnig fram. Allir velkomnir.
16.00 Menningar- og safnanefnd
Garðabæjar stendur fyrir klassískri tón-
leikaröð í safnaðarheimili Vídalínskirkju
í Garðabæ. Klukkan 16 stíga á svið Þóra
Einarsdóttir sópran og Gerrit Schuil
á píanó. Almennt miðaverð er 1.700
kr. en miðaverð fyrir eldri borgara og
námsmenn er 1.200 kr.
➜ Myndlist
14.00 Lilianne Vorstenbosch, myndlist-
arkennari, hefur umsjón með listsmiðju
í Söguhring kvenna á 6. hæð í aðalsafni
Borgarbókasafns. Boðið verður upp á
hressingu og eru börnin velkomin með.
14.00 Bergsveinn Þórsson, nemi í
safnafræði leiðir gesti um yfirlitssýn-
ingu á verkum Karls Kvaran í Listasafni
Íslands. Sýningunni lýkur 13. febrúar.
15.00 Guðbergur Bergsson verður
með leiðsögn um sýninguna Ásýnd
landsins: Vatnið, jörðin, hafið og
himinninn í Gerðarsafni. Á sýn-
ingunni eru málverk, vatnslita-
myndir, teikningar og ljósmynda-
verk eftir Daða Guðbjörnsson,
Gunnlaug Scheving, Jóhannes S.
Kjarval, Rúrí og Vilhjálm Þorberg
Bergsson. Aðgangur er 500 kr.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabla-
did.is.
Tónlistarmennirnir Epic Rain
og Beatmakin Troopa gefa á
þriðjudaginn út sína fyrstu plötu
saman. Hún nefnist Campfire
Rumors og kemur út á vegum
útgáfufyrirtækisins 3angle Prod-
uctions sem er í þeirra eigu.
Þeir félagar hafa um árin unnið
saman að ýmsum verkefnum,
bæði staðið fyrir tónleikum og
gefið út tónlist.
Platan Campfire Rumors hefur
að geyma blöndu af ýmsum tón-
listarstefnum, þar á meðal hip-
hop, blús og þjóðlagatónlist. Plat-
an kemur aðeins út á netinu og
verður fáanleg á Gogoyoko og
Bandcamp.com.
Félagar með
nýja plötu
Önnur plata hljómsveitarinnar
Fleet Foxes nefnist Helplessness
Blues og
kemur út 29.
apríl hjá Sub
Pop útgáf-
unni í Seattle.
Upptöku-
stjóri var
Phil Ek sem
hefur unnið
með sveit-
um á borð
við Band of
Horses, The
Shins og Les
Savy Fav.
Fyrsta plata
Fleet Foxes
sem kom út fyrir þremur árum
hlaut mjög góðar viðtökur og
lenti ofarlega á mörgum árslist-
um. Hægt er að hlusta á fyrsta
smáskífulag nýju plötunnar, tit-
illagið Helplessness Blues, á
heimasíðu Fleet Foxes.
Nýtt efni frá
Fleet Foxes
GEFA ÚT SAMAN Epic Rain og Beatmak-
in Troopa gefa á þriðjudag út plötuna
Campfire Rumors.
ROBIN PECKNOLD
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í húsi Samtaka
atvinnulífsins, Borgartúni 35, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 8:30 - 10:00
í tengslum við umsóknarfrest 15. febrúar nk.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum.
Starfsmenn Rannís kynna niðurstöðu umsókna fyrir árið 2010, fjalla um umsóknar-
og matsferli sjóðsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við
tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn, sem er í vörslu Rannís, fjármagnar
nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur
geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.
Tækniþróunarsjóður
Kynningarfundur 8. febrúar
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Athugið!
Umsóknarfrestu
r er til
15. febrúar 2011
ATVINNULEIÐIN
MIÐVIKUDAGINN 9. FEBRÚAR KL. 8.30-10.00OPINN FUNDUR
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um
ATVINNU LEIÐINA ÚT ÚR KREPPUNNI, miðvikudaginn
9. febrúar kl. 8.30-10.00, á Grand Hótel Reykjavík.
Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egils son,
framkvæmda stjóri SA ræða um stöðuna í atvinnulífinu og
yfirstandandi kjara við ræður auk þess að svara fyrirspurnum.
Stjórnendur fyrirtækja á ýmsum sviðum fjalla um mikil vægi
þess að ATVINNULEIÐIN verði farin út úr kreppunni í stað
þess að velja VERÐBÓLGULEIÐINA með viðvarandi stöðnun
í þjóðfélaginu og miklu atvinnu leysi næstu árin.
Meðal þeirra sem taka þátt eru Birkir Hólm Guðna son ,
framkvæmda stjóri Icelandair, Kristín Guðmunds dóttir,
forstjóri Skipta, Bolli Árnason, fram kvæmda stjóri GT Tækni
og Pétur Pálsson, fram kvæmda stjóri Vísis í Grindavík.
Fundarstjóri: Grímur Sæmundsen, varaformaður SA.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að
skrá þátttöku á vef SA. Stjórnendur og forsvars-
menn fyrir tækja, stórra sem smárra, eru hvattir til
að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um
uppbyggingu atvinnulífsins.
Í ATVINNULEIÐINNI felst áhersla á atvinnusköpun, fjárfestingu í atvinnu lífinu
og aukinn útflutning á vöru og þjónustu. Sjá nánar á vinnumarkadurinn.is
Skráðu þig á www.sa.is