Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 8
8 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 250 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2011. Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 21. apríl 2011. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR Í S L E N S K A S IA .I S I C E 5 35 21 0 2/ 11 Vildarbörn Icelandair 1 Hvað heitir sjávarútvegsráðherra Bretlands, sem er ósáttur við makríl- veiðar Íslendinga? 2 Hver var launahæstur allra í Hollywood á síðasta ári? 3 Hvaða stórleikari á í viðræðum um að leika illmennið í næstu mynd um James Bond? SVÖR 1 Richard Benyon 2 James Cameron 3 Javier Bardem FÉLAGSMÁL Listi Vöku sigraði í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands sem lauk í fyrra- dag. Vaka fékk um 43 prósent atkvæða og fimm menn kjörna, Röskva fékk 33 prósent og þrjá menn og listi Skrökvu fékk 13 pró- sent og einn mann kjörinn. Nýtt framboð, Stúdentafélag Háskóla Íslands, fékk tæp 6 prósent atkvæða og engan mann kjörinn. 4520 manns tóku þátt í kosning- unum sem jafngildir 31 prósents þátttöku. Í kjöri til Háskólaþings fengu Vaka og Röskva fimm menn kjörna hvort framboð. - þj Kosið í Háskóla Íslands: Listi Vöku með meirihluta í HÍ HÁSKÓLI ÍSLANDS Vaka fékk fimm full- trúa af níu í kosningum til háskólaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EVRÓPUMÁL Umhverfis- og sjávarútvegsráð- herra Breta tekur undir með gagnrýnisrödd- um stjórnarandstöðu þar í landi og segist „alveg sammála“ því að krefjast skuli af Evr- ópusambandinu að aðildarviðræður Íslands verði stöðvaðar uns leysist úr makríldeilunni, að því er kemur fram á skosku vefsíðunni Press and Journal. Ráðherrann, Richard Benyon, lét þessi orð falla í neðri deild breska þingsins á fimmtu- dagskvöld, en umorðaði þetta seinna með því að leysa ætti deiluna í viðræðunum sjálfum. Benyon segist hafa rætt málið við Daman- aki, sjávarútvegsstjóra ESB, og hafi útgangs- punktur umræðunnar verið að það væri „mjög undarleg hegðun hjá ríki að sækja um aðild að klúbbi og brjóta reglur hans áður en það er orðið meðlimur“. Lykilatriði deilunnar er sjálfbær nýting, segir ráðherrann, en aðeins eitt prósent af hrygningu makrílsins fari fram á íslensku hafsvæði. Íslendingar og Færeyingar ættu að „setjast niður og ræða málin frekar en að fara fram einhliða“. Skuggaráðherra Verkamannaflokksins í sjávarútvegsmálum, Tom Greatrex, hafði hafið umræðuna með því að benda á að lönd- unarbann ESB á makrílafurðum væri óskil- virkt.Hann taldi rangt að hleypa í ESB ríki sem væri að skaða efnahag aðildarríkja. Framtíð margra byggða í Skotlandi væri háð makrílveiðum. - kóþ Sjávarútvegsráðherra Breta ræddi makrílveiðar Íslendinga og Evrópusambandsumsókn í breska þinginu: Vill stöðva aðildarviðræður vegna makríls RICHARD BENYON OG MARIA DAMANAKI Stinga hér saman nefjum á fundi ráðherraráðs ESB í desember, þar sem fjallað var um landbúnaðar- og sjávarútvegs- mál. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Gunnar Helgi Kristinsson prófessor er eini leiðbeinandinn sem fengið hefur greiðslu fyrir störf hjá stjórnsýsluskóla Stjórn- arráðsins. Honum voru greidd- ar 52 þúsund krónur í desember fyrir fyrirlestur sem hann hélt á námskeiði fyrir ráðherra og aðstoðarmenn. Þetta kemur fram í svari for- sætisráðherra við fyrirspurn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar Sjálfstæð- isflokki. Guðlaugur vildi vita eitt og annað um fjármál stjórnsýslu- skólans. Í svarinu segir að kostn- aði hafi verið haldið í lágmarki og að forsætisráðuneytið greiði hann. - bþs Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins: Einn fyrirlesari fékk borgað SKÓLAMÁL Menntaráð Reykjavík- urborgar leggur áherslu á skjót vinnubrögð til að hægt verði að eyða óvissu um framtíðarskipu- lag skólamála í borginni. Þetta segir Oddný Sturlu- dóttir, formað- ur menntaráðs, í samtali við Fréttablaðið, en hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila Reykjavíkurborgar voru kynntar fyrir stjórnendum leikskóla, grunn- skóla og frístundastarfs í gær. Oddný sagði að stjórnendur hefðu tekið tillögunum vel. „Þau hafa verið ánægð með hvernig við vinnum þetta þó að þau séu eðlilega uggandi um fram- tíðina. Það er mikið breytingaferli fram undan og þess vegna munum við vinna bæði hratt og vel.“ Oddný bætir því við að ekki komi henni á óvart þótt beygur sé innan raða stjórnenda. „Það er ofureðlilegt þar sem breytingar standa fyrir dyrum. Stjórnendur hafa hins vegar fengið upplýsingar um gang mála reglu- lega og hafa sjálfir komið fram með gagnlegar ábendingar.“ Nú fer fram rýnihópagreining en í næstu viku verða stjórnendur aftur kallaðir til samráðs. Stefnt er að því að skipulags- breytingar liggi fyrir í þessum mánuði. - þj Skipulagsbreytingar í skólamálum í Reykjavík: Áhersla lögð á að eyða óvissunni ODDNÝ STURLUDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.