Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 62

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 62
34 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR Snillingar með sleggjudóma MYNDBROT ÚR DEGI | Miðvikudaginn 2. febrúar | Tekið á Canon EOS 3D Hannes Friðbjarnarson, trommari og söngvari, sem einnig starfar hjá umboðsskrifstofunni Prime ásamt mörgu fleiru, átti góðan miðvikudag þar sem hann ræddi heimsmálin við flesta sem urðu á vegi hans. Hann smellti af nokkrum myndum í leiðinni. 1Dagurinn byrjar yfirleitt á því að félagi minn Máni úr Garðabænum kemur og er með pólitískt þvað- ur og sleggjudóma, en það er gaman að segja frá því að Máni er eini Garðbæingurinn sem er ekki hægrimaður. Við Máni erum að vinna að nokkrum viðburðum saman, þar á meðal útgáfutónleikum Agent Fresco sem verða 17. febrúar. 2 KK kom líka í heimsókn með bakkelsi og neftóbak, en við erum einmitt að skipuleggja tónleika saman í Tjarnarbíói 12. febrúar, þar sem hann ætlar að vera einn með gítarinn sinn. Við rædd- um um sjóinn og glassúr. 3 Fór á æfingu með fallegum mönnum og þar á meðal var snillingurinn Stefán Már Magnús- son, en við höfum eldað grátt og grænt silfur í mörg ár. Þarna er hann að segja að ég geti sjálfum mér um kennt! 4 Stefán Örn Gunnlaugsson fóst-bróðir minn er meistarinn í svokölluðu Skapalóni þar sem oft er æft og hann var mjög ánægð- ur með mig þennan dag! Sem var ánægjulegt, því ég er alltaf ánægður með hann. Takk Kiddi fyrir lánið á baukum. 5 Þarna er ég með félögum mínum, þeim Hálfdáni og Júlíusi, en við erum saman í smá félagi sem hefur það markmið að vera alltaf í eins skóm, engin samráð, held- ur eingöngu sama hegðun. Við erum mjög stoltir af þessu félagi og mjög gott fyrir menn sem vinna saman að vera samstíga. 6 Kláraði daginn með á því að fara á fótboltaæfingu með Baldvin, sem er að æfa með 7. flokki HK og er ansi efnilegur. Hann var ekki hrifinn af mynda- tökunni en lét sig hafa það. Eftir daginn fórum við heim og snædd- um kjötbollur og tókum ungling- inn í æfingaakstur, ekki fékkst leyfi til þess að mynda hana né aðra á heimilinu. Fékk svo skip- stjórann af Herjólfi í kaffi og lét hann heyra það. Sem sagt mjög góður dagur!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.