Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 34

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 34
MENNING 4 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI HALLDÓR BALDURSSON Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Í fyrsta lagi er málið merki-legt,“ segir Haukur Már Helgason, spurður hvers vegna hann hafi ráðist í að gera heimildarmynd um mál níumenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þetta er mjög sögulegt mál sem hefur skírskotan- ir sem ná miklu víðar en til okkar tíma. Það speglar atburðina rétt fyrir komu hersins, 1949, þegar mál var höfðað gegn mótmælend- um á grunni sömu laga. Þetta eru tveir tímapunktar sem marka upp- haf og endi tímabils sem er fyrsta söguskeið lýðveldisins Íslands. Herinn er kannski miklu mik- ilvægari í þessu samhengi en við höfum gefið gaum að, bæði efna- hagslega og vegna tengslanna við Bandaríkin. Tveimur árum fyrir komu hersins eru fjöldamótmæli þar sem beitt er táragasi og fólk er ákært fyrir árás á Alþingi. Í 60 ár gerist ekkert viðlíka, engin fjölda- mótmæli eða átök milli almennings og ríkis af svipaðri stærðargráðu. Tveimur árum eftir að herinn fer, þá hrynur hins vegar landið. Fyrsta virka dag eftir að Bandaríkin láta vita að þau ætla ekki að hjálpa Íslandi, fellur fyrsti bankinn og fjöldamótmæli brjótast út. Í kjölfar- ið er höfðað mál á sömu forsendum og þá, gegn fólki sem, eins og ein- hver skrifaði á dögunum, kannski vann sér það helst til saka að hafa hugsað og lesið sig lengra í því sem var að gerast en almenningur hafði gert á þeim tíma. Það er merkilegur tímapunktur til að negla og heimild til að varðveita. Í öðru lagi er ég í þeirri stöðu, hafandi lesið að einhverju leyti sömu bækur og sumir níumenning- anna og tekið þátt í hliðstæðri bar- áttu, að njóta ekki aðeins ákveðins trausts þeirra heldur hafa aðgang að orðaforða og hugsunum til að vera fær um að taka viðtal við þau. Þá meina ég um gagnrýni þeirra en ekki einkalíf eða „mennsku hlið- ina“. Þetta viðfangsefni er þannig séð sérsniðið fyrir mig. Ef ég myndi ekki gera þessa mynd sýndist mér ólíklegt að nokkur annar gerði það.“ Ómynduð borg Haukur Már nam kvikmyndagerð í Prag á sínum tíma. Eftir að hafa gert nokkrar, að eigin sögn, mis- góðar stuttmyndir lagði hann kvik- myndagerð á hilluna í nokkur ár og helgaði sig ritstörfum. Í kringum hrun hóf Haukur útgáfu vefmiðils- ins Nei og fór samtímis að taka ljós- myndir. „Það sem blasti við var ósýnd, ómynduð borg,“ segir hann. „Allt í einu rann upp fyrir mér að raun- veruleiki þessa samfélags hafði ekki birst óstíliseraður í kannski 20 ár. Menn hafa verið svo uppteknir af, ef ekki landkynningu þá markaðs- væðingu á einhverju; að gljáfægja raunveruleikann - jafnvel með real- ískum trixum, eins og 66° Norður gerir í sínum auglýsingum. Það er hægt að gera hrörleikann svaka sjarmerandi. En að sýna veruleik- ann sem blasir við okkur frá degi til dags er varla gert. Myndin af lífi okkar hérna er frekar sjaldgæf.“ Það hafi meðal annars ráðið því að hann ákvað að gera mynd um málið frekar en að skrifa bók. „Auðvitað væri hægt að skrifa áhugaverða bók um þessi mála- ferli. En myndin fjallar ekki um málaferlin ein og sér. Hún fjallar um þetta fólk sem gagnrýnar, hugs- andi og innbyrðis ólíkar persónur. Og um leið reynir hún að birta það land sem þau eru að gagnrýna.“ Eitt af einkennum þessa samfé- lags segir Haukur vera að útmála þá sem andæfa sem jaðarhópa. „Þegar málið er fyrst tekið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á blogg- síðum er þessi hópur til dæmis full- komlega jaðraður, ekki bara sem kynlegir kvistir heldur glæpalýð- ur. Þar einfaldlega vissi ég betur, hvað varðaði þessa lyndiseinkunn sem þeim var gefin. Allt frá því að fyrst fór að bera á mótmælum hérna hefur verið leitað leiða til að gera þau merkingarlaus. Til dæmis með því að þátttakendur séu „athyglis- sjúkir krakkabjánar“. Tilfellið er hins vegar að þau sem ég þekkti þá úr hópi þessara níu, virtust í fyrsta lagi betur að sér um það sem var að gerast en margir og í öðru lagi hugrakkari, að því leyti að þora að svara því með einhverjum hætti. Þess vegna fannst mér að burtséð frá málaferlunum sem slíkum og lagatæknilegum atriðum, þá væru þarna ákveðin tíðindi sem kvik- mynd gæti fært fram, með því að reyna að birta þessar persónur og hugsun þeirra.“ Skref í átt að pólitískum þroska Á þeim tíma sem liðinn er síðan níu- menningarnir voru kærðir hefur verið fjallað mjög mikið um þetta mál og almenningsálitið færst Níu- menningunum í hag. Það sætir ákveðnum tíðindum að mati Hauks Más. „Á innan við ári, eftir því sem það beindist meiri athygli að mál- inu og fleiri staðreyndir komu í ljós þá snerist almenningsálitið um 180 gráður. Það virðist heldur ekki vera neinn pólitískur vilji af hálfu ráð- andi afla að fylgja málinu eftir. Ég held að þetta geti verið vísir að ákveðnu pólitísku þroskaskrefi; að stökkva síður á að trúa fyrstu frá- sögn fréttamiðla af því sem gerist. Þetta er dálítið dómaglatt samfélag sem langar oft að loka málum jafn hratt og þau koma fram og er nátt- úrulega að ganga í gegnum svaka- lega stórt ferli akkúrat núna – von- andi í átt að pólitískum þroska.“ En er þetta endilega til marks um þroskað samræðusamfélag, frekar en að níumenningarnir eigi sér ötula stuðningsmenn sem hafi verið duglegir við að tala málstað þeirra? „Í umhverfi jafn lélegra fjölmiðla og á Íslandi, held ég að margir upp- lifi það að þeir verði að taka slag- inn í einhverjum skilningi. Það er ekki bara kranablaðamennska sem er vandinn, heldur hreinlega gagn- ger illvilji á sumum fjömiðla, sem beita sér hatrammlega pólitískt í þágu afla sem ég er ekki hrif- inn af og sem ég held að gott fólk sé almennt ekki hrifið af. Í þessu umhverfi getur vissulega þurft að taka slaginn. Það var virkur hópur í því að beina athygli að málinu sem er brýn þörf á í réttlætisbaráttu en ég hef ekki orðið var við að sá hópur hafi haft rangt við eða beitt einhverjum bellibrögðum. Slagurinn hefur ein- ungis snúist um að vekja athygli á staðreyndum. Gera málið sýnilegt. Og þannig hefur viðhorfið breyst, viðhorf sem í upphafi einkenndist af bláköldum fordómum.“ Mildur sektardómur versta útkoman Málsmeðferð í máli níumenning- anna er lokið og er beðið eftir dóms- uppkvaðningu. Haukur Már segir að miðað við málflutninginn í dóms- sal hnígi öll rök að sýknu. „En ég hef áður fylgst með rétt- arhöldum þar sem mér finnst öll rök hníga í eina átt en dómur fell- ur í aðra. Ég held að erfiðasta nið- urstaðan fyrir þetta samfélag væri sú að það félli mildur sektardómur: ef þau væru dæmd sek og viljanum til að gera einfalda mótmælaaðgerð glæpsamlega þannig þóknað, en ekki með þeim hætti að það kallaði á sterka andspyrnu. Málið yrði skil- ið eftir dinglandi í lausu lofti sem hvorki né. Það væri pólitískt séð erfiðasta staðan fyrir þetta samfé- lag sem þarf að geta verið heilla en svo í þeim skilningi að orð og gjörð- ir fylgist að. Sýkna væri eini dóm- urinn sem þetta samfélag gæti stað- ið stolt á bakvið.“ FRAMHALD AF FORSÍÐU Allt í einu rann upp fyrir mér að raun- veruleiki þessa samfélags hafði ekki birst óstíliseraður í kannski 20 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haukur Már Helgason segir slaginn hafa einungis snúist um að vekja athygli á staðreyndum, gera málið sýnilegt. Og þannig hefur viðhorfið breyst, viðhorf sem í upphafi einkenndist af bláköldum fordómum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.