Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011 21 átt okkar ágreining, en mér hefur alltaf fundist menn vera menn að meiri ef þeir geta átt í ágreiningi en komist yfir hann og unnið saman áfram. Því finnst mér við hafa náð. Við erum að vinna listrænt starf og það á ekki að vera nein logn- molla. Mér finnst stundum allt of mikil ládeyða í listalífi á Íslandi. Þeir sem ráða samfélaginu hafa því miður fengið að kynnast þeirri ládeyðu og njóta hennar. Við erum allt of rög við að setja hnefann í borðið og vera óþekk. Við eigum að vera miklu óþekkari og ég vona að þetta ástand sem hefur orðið til eftir hrun, bæði í samfélaginu og í hjörtum okkar, leiði til þess að við verðum betra land og réttlátara samfélag. En maður sér reyndar fá dæmi þess, því miður. Það virð- ist bara eiga að halda áfram með sama ruglið. Nú eru vinstri menn við völd og ég óttast að þeir ætli sér að sitja nógu lengi til að koma sínum mönnum í æðstu stöður, alveg eins og hægri menn gerðu. Þetta hrygg- ir mig mjög mikið. Og mér finnst ábyrgð okkar listamanna vera alveg gríðarlega mikil. Við eigum að vera fremst í flokki og benda á að keisar- inn er ekki í neinum fötum. Það er hlutverk listamanna og við eigum að taka það alvarlega. Og það er yfirvalda að átta sig á því hlutverki og gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að styðja við bakið á okkur. Við erum jú mikilvægur hluti fjórða valdsins. Þess vegna hefur mér fundist umræðan til dæmis um listamannalaun vera á villigöt- um, ekki er um að ræða einhvern ómagastyrk heldur laun fyrir list- ræna vinnu sem rannsóknir sýna að skilar sér margfalt til baka. Mér finnst oft á tíðum borin of lítil virð- ing fyrir list og listamönnum, en það er líka listamannsins að stíga fram, bera höfuðið hátt og sýna fram á að hann eigi virðingu skil- ið.“ Frægðin, Hollywood og einkalífið Hvernig hefur það að verða and- lit sem allir kannast við breytt lífi þínu? Ertu milli tannanna á fólki? „Nei, ég hef aldrei heyrt neinar kjaftasögur um mig, hlýt bara að vera svona óspennandi. Ég lendi reyndar oft í því að fólk hefur ekki hugmynd um hver ég er og það þykir mér bara þægilegt. En auð- vitað hefur frægðin breytt lífi mínu að ákveðnu leyti og fólk er farið að þekkja mig úti á götu. 98% af fólki eru mjög vinsamlegt og elskulegt og mér þykir vænt um þegar fólk kemur til mín og þakkar mér fyrir eitthvað sem ég hef gert sem hefur hrifið það. Svo eru það þessi 2% sem oftast eru drukkin og finnst bara sjálfsagt mál að ég stilli mér upp á myndum með þeim, eða hætti þeim samræðum sem ég er í til að tala við það þegar það rekst á mig á förnum vegi. Reyndar hefur þetta verið að breytast mjög hratt hér á Íslandi og kannski er það vegna þess, að mér finnst verið að reyna að búa til einhverja sorglega breska „seleb“- menningu sem engar forsendur eru fyrir á þessu litla landi. Það er enginn merkilegur fyrir það eitt að sjást í fjölmiðlum. Þar með tal- inn ég. Ég er engin stórstjarna. Ég bara leik mín hlutverk sem öðru hverju eru stór og hitt kastið lítil. Það skiptir mig engu máli hversu stórt hlutverkið er, ég vil bara gera það eins vel og mér er mögulegt.“ Ólafur Darri er á leið til Holly- wood í lok mánaðarins til að leika í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Contraband. Langar hann að reyna að meika það í Hollywood? „Þetta er nú bara lítið hlutverk í Contra- band, ég verð heppinn ef ég lifi klippiherbergið af, svo það verð- ur varla nein örtröð af tilboðum í kjölfarið á því. Ég væri alveg til í að vinna í Hollywood, eða annars staðar í útlöndum, fyrst og fremst af fjárhagslegum ástæðum, þótt það sé kannski ljótt að segja það. Mér finnst ég vinna alveg ofboðs- lega mikið á Íslandi fyrir hlutfalls- lega mjög litla peninga og vildi svo gjarna eyða miklu meiri tíma með fólkinu sem mér þykir vænt um og velta fyrir mér stóru spurningun- um í lífinu. Hér þarf maður bara að vinna of mikið til þess að hægt sé að lesa þær bækur sem maður vill lesa, horfa á og stúdera bíómyndir, sinna fjölskyldu og vinum og svo framvegis. Að því leyti væri feitur samningur í Hollywood guðsgjöf, en takmarkið er alls ekki að meika það í útlöndum.“ Fyrir tveimur mánuðum bættist nýtt hlutverk í hlutverkaflóru Ólafs Darra þegar honum og konu hans, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dans- ara, fæddist dóttir. Hvernig leggst það hlutverk í hann? „Það er nátt- úrlega algjör umbylting og ég vildi óska þess að ég hefði miklu meiri tíma til að sinna henni. Ég ætla reyndar að taka mér þriggja mán- aða fæðingarorlof í vor og ætla svo sannarlega að njóta þess að eiga þann tíma með dóttur minni og velta enn þá betur fyrir mér hinstu rökum tilverunnar, svo maður ger- ist nú fádæma hátíðlegur.“ Ó lafur Darri er tilnefndur til Edduverðlauna fyrir túlkun sína á Bödda í Roklandi, en ýmsir hafa látið það ergja sig að karakter Bödda í kvikmyndinni sé ekki í samræmi við karakter Bödda í bókinni. Hvað segir Ólafur Darri um þá gagnrýni? „Hver heilvita maður sem les Rokland ætti að sjá að þetta er alls ekki sami karakterinn. Í bókinni er hann grannur, dökkur yfirlitum og svona listamannstýpa, sem ég er ekki. Ég held persónulega að það sé kostur að hafa karakterana ólíka, því ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér þessi mann- eskja sem er í bókinni hans Hallgríms ekki ganga upp í kvik- mynd. Það þyrfti einhvern rosalega góðan leikara til að gera þennan ósympatíska karakter að persónu sem áhorfendur gætu þolað. Í kvikmynd er það afskaplega vandmeðfarið að aðal persónan veki andúð áhorfenda.“ Böddi og Böddi KVIKMYNDIN OG BÓKIN ROKLAND viska í fjármálum www.arionbanki.is/uglan Námskeið byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Námskeið um fjármál - á mannamáli Breki Karlsson vakti mikla athygli með sjónvarpsþáttunum Ferð til fjár. Nú gefst þér kostur á að sækja námskeið hjá Breka þar sem hann fer betur í saumana á fjármálum einstaklinga og fjallar um peninga, sparnað og eyðslu - sem sagt skemmtileg fræðsla á mannamáli. 10. feb. - kl. 17:30 Hafnarborg, Hafnarfirði 16. feb. - kl. 17:30 Borgartúni 19, Reykjavík 23. feb. - kl. 13:00 Bifröst, Borgarfirði Þættirnir Ferð til fjár eru nú aðgengilegir á arionbanki.is Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/uglan. Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á veitingar. Boðið er upp á táknmálstúlkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.