Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 22
22 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR ÓRÓI Í NORÐUR-AFRÍKU OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM Egyptaland Túnis Kaíró Túnis Líbía Írak Sádi-Arabía Alsír Jemen Óman Trípolí Jórdanía Amman MarokkóRabat MAROKKÓ Leiðtogi: Mohammed VI. konungur (síðan 1999) Sjálfstæði: Skilið frá Frakklandi árið 1956 Íbúafjöldi: 31,6 milljónir Atvinnuleysi: 9,8% Trúarbrögð: 98,7% múslimar, 1,1% kristnir, 0,2% gyðingar Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 15% Læsi: 52,3% ALSÍR Leiðtogi: Abdelaziz Bout- eflika forseti (síðan 1999) Sjálfstæði: Skilið frá Frakklandi árið 1962 Íbúafjöldi: 34,6 milljónir Atvinnuleysi: 9,9% Trúarbrögð: 99% súnní- múslimar, 1% kristnir og gyðingar Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 23% Læsi: 69,9% TÚNIS Leiðtogi: Zine el Abidine Ben Ali forseti (síðan 1987), hrökklaðist frá völd- um 2011 Sjálfstæði: Skilið frá Frakklandi árið 1956 Íbúafjöldi: 10,6 milljónir Atvinnuleysi: 14% Trúarbrögð: 98% múslimar, 1% kristnir, 1% gyðingar og aðrir Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 3,8% Læsi: 74,3% LÍBÍA Leiðtogi: Muammar Abu Minyar al-Gaddafi leiðtogi (síðan 1969) Sjálfstæði: Undir stjórn Sameinuðu þjóðanna til ársins 1951 Íbúafjöldi: 6,5 milljónir Atvinnuleysi: 30% Trúarbrögð: 97% súnní- múslimar, 3% aðrir Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 33% Læsi: 82,6% EGYPTALAND Leiðtogi: Mohamed Hosni Mubarak forseti (síðan 1981) Sjálfstæði: Var undir stjórn Bretlands til 1922 Íbúafjöldi: 80,5 milljónir Atvinnuleysi: 9,7% Trúarbrögð: 90% múslim ar, 10% kristnir Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 20% Læsi: 71,4% JÓRDANÍA Leiðtogi: Abdallah II konungur (síðan 1999) Sjálfstæði: Var stýrt af bandalagi þjóða undir forystu Breta til 1946 Íbúafjöldi: 6,4 milljónir Atvinnuleysi: 13,4% Trúarbrögð: 92% súnní- múslimar, 6% kristnir, 1% aðrir Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 14,2% Læsi: 89,9% SÁDI-ARABÍA Leiðtogi: Abdallah bin Abd al-Aziz Al Saud kon- ungur og forsætisráðherra (síðan 2005) Sjálfstæði: Stofnað 1932 með sameiningu Íbúafjöldi: 25,7 milljónir Atvinnuleysi: 10,8% Trúarbrögð: Nær ein- göngu múslimar Hlutfall undir fátæktar- mörkum: Ekki vitað Læsi: 78,8% JEMEN Leiðtogi: Ali Abdallah Salih forseti (síðan 1978, var forseti Norður-Jemen fyrir sameiningu) Sjálfstæði: Stofnað 1990 með sameiningu Norður- og Suður-Jemen Íbúafjöldi: 23,5 milljónir Atvinnuleysi: 35% Trúarbrögð: Nær ein- göngu múslimar Hlutfall undir fátæktar- mörkum: 45% Læsi: 50,2% Algeirsborg Riyadh Sana´a R A U Ð A H A F M I Ð J A R Ð A R H A F P E R S A F L Ó I Íran Vestur-Sahara Máritanía Malí Níger Tsjad Súdan Sýrland Líbanon Mótmælt hefur verið í Marokkó, þar sem stjórnvöld eru sökuð um spillingu. Mótmælin hafa þó ekki komist á sama flug og í Túnis og Egyptalandi. Í Alsír hafa mótmæli verið hófstilltari en í Túnis og Egyptalandi. Stjórnvöld hafa brugðist við með því að takmarka verðhækkanir til að róa almenning. Mestum árangri hafa mótmæl- endur náð í Túnis, þar sem forsetinn hrökklaðist frá völdum. Lítið hefur orðið vart við mótmæli í Líbíu, en fréttir hafa borist af ókyrrð í borginni al-Bayda þrátt fyrir bann við hvers konar samkomum eða mótmælum. Ekki er vitað til þess að leiðtogi landsins hafi brugðist við á nokkurn hátt. Í Jemen hafa mót- mæli orðið til þess að forseti landsins hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram aftur árið 2013 þegar til stendur að kjósa í landinu. Í Jórdaníu hefur konungurinn rekið ríkisstjórnina og skipað nýjan forsætisráðherra, sem hefur verið falið að stuðla að umbótum. Í Egyptalandi hefur forsetinn lofað að fara frá í september, en það hefur ekki dugað til að slá á mótmælin. E gyptaland er kallað „umm al-dunya“, eða „móðir heimsins“ á arabísku. Sú nafngift varpar ljósi á ótta sérfræð- inga í málefnum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda um að óeirðirnar í Egypta- landi geti haft alvarleg áhrif á stöðugleika í þessum heimshluta. Hosni Mubarak, hinn 82 ára gamli forseti Egyptalands, hefur stýrt landinu í þrjá ára- tugi. Hann hefur verið sterkur leiðtogi þessa fjölmenna lands, og hefur verið einn öflugasti bandamaður Vesturlanda í arabaheiminum. Mótmælendum í Túnis tókst ætlunarverk sitt þegar þeir komu Zine el Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis, frá völdum í jan- úar. Takist mótmælendum í Egyptalandi að hrekja Mubarak frá völdum með sömu aðferð- um hljóta aðrir einræðisherrar í þessum heimshluta að óttast mjög um stöðu sína. „Mér finnst þetta vera byrjunin á meiri háttar breytingum í þessum heimshluta,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskóla í Bandaríkjunum og forstöðumaður alþjóða- máladeildar skólans. Mótmælendur hafa notað sér netið og snjallsíma til að skipuleggja mótmælin. Við þessu reyndu stjórnvöld í Egyptalandi að bregðast með því að loka fyrir netið á fyrstu dögum mótmælanna. Magnús segir aukna möguleika fólks til að hafa samskipti greinilega hafa haft áhrif á almenning í þessum ríkjum. Fólk geti séð hvernig aðrir í heiminum hafi það án þess að treysta á hefðbundna fjölmiðla. Svo noti það samskiptamiðla á netinu til að skipuleggja mótmælin. Mótmælaaldan sem nú skellur á ríkjunum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum þykir minna um margt á bylgju mótmæla í Aust- ur-Evrópu í kringum fall Berlínarmúrsins. Magnús segir mikið til í því. Ástandið í lönd- unum sé svipað, mótmæli á götum úti og mik- ill hugur í fólki. Óttast öfgasinnaða múslima Mótmælaöldunni í Túnis hefur verið líkt við litla þúfu sem veltir þungu hlassi. Hlassið er þó í raun ekki enn fallið, svo haldið sé áfram með þá samlíkingu. Þótt mótmælendum hafi tekist að knýja fram stjórnarskipti í Túnis hefur sú breyting ein og sér ekki þann skrið- þunga sem þarf til að koma af stað öldu í þessum heimshluta. Hrökklist hinn öflugi einræðisherra Mubarak frá völdum í Egyptalandi gæti það hins vegar haft miklar afleiðingar fyrir önnur stór arabaríki. Brotthvarf sterkra leiðtoga í arabaríkj- unum gæti leitt til þess að öfgasinnaðir múslimar komist til valda, jafnvel í kjölfar lýðræðislegra kosninga. Til þess verður þó að horfa að harðlínumúslimar hafa ekki leitt mótmælin í Túnis, Egyptalandi og víðar, síður en svo. Undirrót mótmælanna er bág- borið efnahagsástand, hátt matvælaverð og óánægja með spillingu, ekki krafa harðlínu- manna um meiri völd. Það hefur ekki stoppað öflug samtök harð- línumanna í Egyptalandi frá því að reyna að nýta sér ástandið. Hið bannaða Bræðralag múslima hefur beitt sér í mótmælunum gegn Mubarak forseta, sem hefur haldið samtök- unum niðri með hörku síðustu áratugi. Magnús bendir þó á að harðlínumenn njóti stuðnings um fimmtungs egypsku þjóðarinn- ar, og því varla við því að búast að til verði nýtt klerkaveldi á borð við Íran í landinu. Aðstæður séu raunar allt aðrar en í bylting- unni í Íran. Friðarferlið í uppnámi Leiðtogar á Vesturlöndunum hafa helst af öllu viljað stöðugleika í Mið-Austurlöndum, hvort sem sá stöðugleiki fylgir valdatíð harðsvír- aðs einræðisherra eða ekki. Það á við um tvö helstu bandalagsríki Bandaríkjanna í þess- um heimshluta, Egyptaland og Sádi-Arabíu. Í báðum ríkjum hafa öflugir einræðisherr- ar stýrt með harðri hendi án þess að banda- menn þeirra í vestri hafi gert við það athuga- semdir. Endalok Mubaraks gætu haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir friðarferlið sem hefur verið í gangi í Mið-Austurlöndum. Egypta- land var fyrsta arabalandið sem undirritaði friðarsamkomulag við Ísrael. Falli stjórnin þar gæti það aukið enn á einangrun Ísraels og gert samkomulag við palestínsk stjórnvöld enn ólíklegra. Almenningur í Egyptalandi er síður en svo vinveittur Ísrael, og þó að friður hafi ríkt milli landanna undanfarna áratugi hefur það verið kaldur friður, segir Magnús. Það þýðir væntanlega að endurskoða þurfi samskipti Egyptalands og Ísraels komist nýr lýðræð- islega kjörinn meirihluti til valda í Egypta- landi. Mubarak var einnig einn staðfastasti bandamaður Vesturlandanna í þessum heims- hluta. Það skýrir milljónir Bandaríkjadala sem runnið hafa til landsins frá Bandaríkj- unum undir formerkjum þróunaraðstoðar á hverju ári undanfarin ár og áratugi. Það skýrir líka hvers vegna leiðtogar á Vestur- löndum hafa látið sem þeir sjái ekki mann- réttindabrot, kosningasvindl og spillingu í landinu. Óvíst er hvað tekur við víki Mubarak, og það veldur leiðtogum á Vesturlöndum sem vilja hafa áhrif í Mið-Austurlöndum áhyggjum. Sér í lagi þar sem mótmælendur í Egyptalandi virðast ekki ginnkeyptir fyrir handvöldum arftaka Mubaraks, hvorki syni hans né nýskipuðum varaforseta, sem leitt hefur leyniþjónustur landsins árum saman. Vaxandi þrýstingur á Mubarak Mubarak virðist staðráðinn í að gefa sig ekki, þótt hann hafi raunar sagt í viðtali við ABC-fréttastofuna að hann sé orðinn leiður á starfinu. Hann hefur lofað landsmönnum að hvorki hann né sonur hans muni bjóða sig fram í kosningum sem fyrirhugaðar eru í september. Hann hefur einnig lofað umbót- um í landinu. Þessi loforð hafa ekki dugað mótmælendum, sem vilja Mubarak frá völd- um strax. Það er ólíku saman að jafna þegar staða forseta Egyptalands og forseta Túnis er borin saman. Egyptaland er í reynd lögreglu- ríki. Forsetinn stýrir afar öflugu lögreglu- liði, harðsnúinni leyniþjónustu og vel vopn- um búnum herafla. Takist Mubarak að halda her og lögreglu undir sinni stjórn getur hann reynt að bíða af sér mótmælin eða stilla til friðar með völdum. Það var því nokkurt áfall fyrir Mubarak þegar yfirstjórn hersins tilkynnti að herinn myndi ekki skipta sér af mótmælunum. Her- inn er afar vinsæll í landinu og þótti með þessu gefa til kynna að hann stæði með fólk- inu, að einhverju leyti að minnsta kosti. Þó verður að hafa í huga að innan hersins eru margir sem hafa fengið stöður, hlunnindi og fleira úr hendi Mubaraks. Ekki er víst að sú upplausn sem gæti orðið hrökklist forsetinn frá völdum hugnist yfirstjórn hersins. Þrýstingur á Mubarak að víkja strax eykst dag frá degi. Ekki bara frá mótmælendum á götum Kaíró og annarra borga landsins, heldur einnig frá bandamönnum utan landa- mæranna. Bandarísk stjórnvöld þrýsta nú mjög á Mubarak að víkja fyrir tímabundinni stjórn með stuðningi hersins. Hvort þessi maður sem setið hefur við völd í þrjá ára- tugi beygir sig undir þær kröfur á eftir að koma í ljós. Upphaf meiriháttar breytinga Mótmælaaldan sem skellur nú á arabaríkjum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum þykir minna á öldu mótmæla í Austur- Þýskalandi sem leiddu til falls kommúnismans. Brjánn Jónasson kynnti sér orsakir og mögulegar afleiðingar mótmælanna. BÆNASTUND Á FRELSISTORGI Gríðarlegur mannfjöldi kom saman á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi í gær til að krefjast afsagnar forseta landsins. Mikill þrýstingur er á forsetann að láta af embætti en það gæti haft afleiðingar víða í þessum heimshluta. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.