Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 10
10 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR
Nýr Icesave-samningur er
betri en Lárus Blöndal, full-
trúi stjórnarandstöðunnar
í samninganefndinni, bjóst
við. Lárus segir að verði
ekki gengið frá samningi þá
blasi dómsmál við. Kostnað-
ur við nýja samninginn sé
brot af kostnaði sem hlytist
af töpuðu máli. Núna deili
viðsemjendur ábyrgð og
kostnaði.
Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi
kunna að fá bakþanka vegna þeirra
vaxtakjara sem þau hafa boðið
Íslendingum í Icesave-deilunni.
Lárus Blöndal, hæstaréttarlög-
maður og fulltrúi stjórnarandstöð-
unnar í samninganefnd Íslands um
Icesave, segir það umfram hans
væntingar að náðst hafi saman um
þau vaxtakjör sem Íslendingum
bjóðast í samningnum.
Lárus áréttar að íslenska samn-
inganefndin líti þannig á að Bretar
og Hollendingar taki þátt í fjár-
magnskostnaði með Íslendingum.
Þeir kynni málið hins vegar þannig
heima fyrir að þeir séu að fá end-
urgreitt lán. „Undir þeim formerkj-
um lítur mjög sérkennilega út að
þeir skuli samþykkja að fá endur-
greitt lán með 2,64 prósenta vöxt-
um meðan lán sem Írum bjóðast
eru með 5,8 prósenta vöxtum. Þetta
getur augljóslega valdið vandræð-
um og Lee Buchheit [formaður
samninganefndar Íslands] hefur
haft af því áhyggjur hvernig þetta
muni þróast þegar fleiri lönd þurfa
fjárhagslega fyrirgreiðslu,“ segir
Lárus og telur, að eftir því sem vik-
urnar líði aukist hættan á að Bret-
um og Hollendingum detti í hug að
betra sé að komast út úr málinu
frekar en að búa til fordæmi sem
aðrar þjóðir gætu vísað í.
Lárus féllst á að koma inn í
íslensku samninganefndina þegar
eftir því var leitað en þó eftir
nokkra umhugsun. Hann hafði í
félagi við Stefán Má Stefánsson
skrifað fjölda greina þar sem þeir
höfnuðu lagalegri skyldu Íslands
til að bera kostnað vegna Icesave.
Nefndin hóf störf fyrir um ári.
„Viðhorf okkar Stefáns hafa síast
inn og þjóðin held ég almennt að
verða sammála um að við berum
ekki skyldu til að greiða þessar
innstæður sem Bretar og Hollend-
ingar krefja okkur um. Það var nú
hins vegar ekki alltaf þannig. Við
Stefán sögðum hins vegar alltaf að
við værum ekki á móti samningum
per se. En við töldum þá að þeir
yrðu að vera með öðrum
hætti en þeir samningar
sem lagðir höfðu verið
fyrir þjóðina.“
Spjall undir húsvegg
Lárus kveður himin og
haf milli fyrri samninga
og draganna sem nú liggi
fyrir. „Að skrifa undir
samninga sem áætlað var
að myndu kosta um 500
milljarða er náttúrlega
algjörlega út úr korti og
með ólíkindum að mönn-
um skyldi koma það til
hugar.“ Lárus bendir líka
á að áhætta í fyrri samn-
ingum um Icesave hafi
líka verið mun meiri vegna þess að
þá hafi legið fyrir mjög takmark-
aðar upplýsingar frá skilanefnd
og slitastjórn Landsbankans um
stöðu þrotabúsins og mögulegar
útgreiðslur.
Að mati Lárusar hafði mikla
þýðingu fyrir samningsferlið að
í nefndinni var fulltrúi stjórnar-
andstöðunnar sem endurspeglaði
harða andstöðu gegn fyrri samn-
ingum. „Í janúar 2010 birtum við
Stefán samantekt greinanna okkar
og í lok fyrsta fundarins með samn-
inganefndum Breta og Hollendinga
gaf ég þeim þýðingu á þeirri sam-
antekt.“ Á fyrsta fundi með Bret-
um og Hollendingum segir Lárus
líka hafa komið fram að íslenska
samninganefndin gengi út frá því
að við hefðum enga lagalega skyldu
til að greiða „eitt einasta penní“ og
samningarnir myndu ekki snú-
ast um það. „Þetta held ég að hafi
verið stærsti munurinn á nálgun
þessarar samninganefndar og fyrri
nefnda. Við létum þetta koma fram
skýrt og ítrekað.“
Þessi harða afstaða skilaði sér
í því að í óformlegu spjalli „undir
húsvegg“ var Lárus spurður að því
hvað þyrfti eiginlega til að koma til
þess að hann vildi semja.
„Menn höfðu þá fremur á tilfinn-
ingunni að ég vildi bara frekar fara
með málið í dóm, en mitt svar var
á þá leið, sem ég tel að þessi samn-
ingur endurspegli, að ég vildi að
við mættumst sem jafningjar til að
leysa úr sameiginlegu vandamáli.
Ef við gætum gert samning sem
uppfyllti það, þá gætum við náð
saman.“ Jafnljóst segir Lárus að
útilokað væri að samningur næð-
ist þar sem ekki væri um neina
skuldbindingu eða áhættu að ræða
af hálfu Íslands. Hann bendir hins
vegar á að vaxtakjörin í nýja samn-
ingnum endurspegli að markmið-
ið hafi náðst. „Þegar við semjum
um 2,64 prósenta jafnaðarvexti,
þá erum við að skipta með okkur
kostnaði og þeir að taka á sig mjög
stóran hluta af fjármagnskostnað-
inum.“
Annar snúningur ekki í boði
Koma bandaríska lögmannsins
Lee C. Buchheit í íslensku samn-
inganefndina segir Lárus einnig
hafa skipt miklu máli. Með því að
velja hann, með hans sérþekkingu á
samningum um skuldir ríkja, til að
leiða nefndina hafi Íslendingar sent
skilaboð um að faglega yrði unnið
að málum. „Þetta var svona tilraun
til að færa málið í annan farveg en
það hafði verið í og ég held að það
hafi verið mjög gott, fyrir utan að
hafa haft aðgengi að hans miklu
þekkingu á þessu sviði.“
Að mati Lárusar er tæplega val-
kostur nú að taka enn einn snúning
á Icesave-samningum og reyna
að draga Breta og Hollendinga að
samningaborðinu í fjórða sinn. „Það
kæmi mér mjög á óvart ef Bretar
og Hollendingar væru tilbúnir til
að setjast niður aftur,“ segir hann
og telur að fáist samningurinn
ekki samþykktur á Alþingi muni
viðsemjendur okkar láta hafa sinn
gang það ferli sem þegar sé hafið
á vettvangi ESA, eftirlitsstofnunar
EFTA. Málið myndi því fara fyrir
EFTA-dómstólinn. „Það er komið
ákveðið óþol í þessa viðsemjendur
okkar og líklegra en ekki
að menn líti þannig á að
samningar náist ekki,
ef þetta mál næst ekki í
gegn.“
Íslenska ríkinu hefur
þegar borist áminn-
ingarbréf frá ESA sem
Lárus segir upplýsandi
um afstöðu nefndar-
innar. „Hún er á þá leið
að Ísland beri ábyrgð á
þessum innstæðum. Og
það er nánast öruggt að
ESA muni ekki hvika
frá þeirri niðurstöðu þó
að við komum með ein-
hver sjónarmið. Forstjóri
þeirra er búinn að lýsa
því yfir að þau hefðu aldrei sett
þetta fram nema vera fullviss um
að hafa rétt fyrir sér.“
Lárus segir því liggja fyrir að
áhætta fylgi því að fara með málið
fyrir dómstóla. „Við þekkjum það
lögmenn, að þó að við teljum okkur
hafa mjög góðan málstað að verja
þá getum við aldrei fullyrt að mál
séu unnin,“ segir hann. „En ESA er
líka búið að lýsa því yfir að málið
verði fellt niður ef þessi þrjú ríki ná
samningum um lausn á málinu.“
Kæmi til þess að Ísland tapaði
málinu fyrir EFTA-dómstólnum
og niðurstaðan yrði sú að Ísland
hefði ekki uppfyllt skyldur sínar
gagnvart EES-samningnum, þá
gætu Bretar og Hollendingar hald-
ið áfram málarekstri á hendur
Íslandi.
„Við höfum rætt við þá þann
möguleika að leysa úr málinu fyrir
dómstólum og eðlilega sögðu þeir að
þá myndu þeir gera ítrustu kröfur,
ekki bara um lágmarksinnstæðu-
tryggingar, heldur líka um viðbót-
argreiðslur sem þeir inntu af hendi
og voru tæpir 500 milljarðar,“ segir
Lárus. Fjárhæð innstæðnanna sem
krafist yrði að Ísland bæri ábyrgð
á væri því komin yfir þúsund millj-
arða króna auk þess sem væntan-
lega yrði farið fram á hæstu mögu-
legu vexti.
„Í dag er ljóst að fást mun að
mestu eða öllu leyti upp í höfuðstól
þessara krafna, þannig að fyrst og
fremst erum við að tala um vaxta-
kostnaðinn. Í samanburði á gömlu
samningunum og nýju sést hvað
hann skiptir miklu máli. Við lækk-
un vaxta úr 5,55 prósentum í 2,64
prósent sparast um 170 milljarðar
króna, miðað við núverandi aðstæð-
ur og áætlun um endurheimtur.
FRÉTTAVIÐTAL: Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni
LÁRUS BLÖNDAL Lárus, sem var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í síðustu Icesave-samninganefnd, segir harða afstöðu, þar sem
hafnað var lagalegri skyldu til greiðslu kostnaðar vegna Icesave, hafa skilað sér í betri samningum. Hann hafi verið tekinn tali
„undir vegg“ og spurður hvað þyrfti eiginlega að koma til svo að samningar næðust. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Dómsmál margfalt áhættusamara
Það er bara
ekki raunhæft
að gera ráð
fyrir því að
krónan geti
lækkað um
50 prósent til
viðbótar.
LÁRUS BLÖNDAL
LÖGMAÐURUPPBOÐ
á ýmsum munum
Vörumiðstöð Samskipa, laugardaginn 5. febrúar kl. 12.00
Uppboðið verður haldið af Sýslumanninum í Reykjavík í aðstöðu vörumiðstöðvar Samskipa
Kjalarvogi 7-15 Reykjavík. Aðkoma að húsnæði Samskipa: Gengið er inn um dyr nr. 33 hjá vöru-
afgreiðslu inn á svæðið. Bílastæði eru fyrir framan húsið.
Meðal þess sem boðið verður upp: Húsgögn, rúm, sófar, stólar og borð, ýmiss konar rekstrar-
vörur, rakatæki, grill, gámahús, antik orgel, RoboMop, kælikista, kælivél, verkfæri, rafmagns-
kaplar, rafsuðuvél, naglar, þaksaumur, ýmiss konar fittings, netarúllur, veiðivörur, verslunarhillur,
leikföng og margt fleira.
Skútuv
ogur
Kjalarvogur
Sæbra
ut
B
rúarvogur
K
leppsm
ýrarvegur
H
oltavegurBarkarvo
gur
Uppboð
hlið 33
Einungis peningar eða debetkort eru
tekin gild sem greiðsla, hvorki ávísanir
né kreditkort.
Greiðsla við hamarshögg.