Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 56

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 56
MENNING 6 F eyneyjatvíæringurinn (La Biennale di Venezia) er einn stærsti mynd- listarviðburður nútímans og hafa 22 af helstu listamönnum Íslands átt verk á sýningunni undanfarin fimmtíu ár. „Þetta er eina opinbera stefnumót íslenskrar myndlistar á alþjóðlegum vett- vangi,“ segir Laufey Helgadóttir, listfræð- ingur og sýningarstjóri Sýningar sýning- anna. „Jóhannes S. Kjarval og Ásmundur Sveinsson voru fyrstu fulltrúar okkar á Fen- eyjatvíæringnum árið 1960. Árin eftir áttum við ekki alltaf fulltrúa. Á því varð hins vegar breyting árið 1984; síðan þá höfum við ávallt átt fulltrúa á sýningunni.“ Á sýningunni gefst nú í fyrsta skipti tæki- færi til að sjá verk íslensku Feneyjafaranna samankomin á einum stað og þá þróun og breytingar sem orðið hafa á þátttökusögu Íslendinga. „Þetta eru ekki öll verkin sem lista- mennirnir sýndu. Mörg þeirra voru seld til erlendra aðila, sum hafa ekki fundist og önnur einfaldlega eyðilagst,“ segir Laufey, en sjálf stýrði hún sýningum Íslendinga á Feneyjatvíæringnum árin 2003 og 2005. Á fyrstu sýningunum sem Íslendingar tóku þátt í var einkum að finna málverk, ljósmyndir eða sjálfstæð höggmyndaverk. Laufey hefur haft uppi á mörgum þeirra fyrir sýninguna en undanfarin fimmtán ár hefur hins vegar nálgun listamannanna ein- kennst meira af innsetningum. Með aukn- um stuðningi hafa sýningarnar orðið svo umfangsmiklar að ekki er hægt að sýna þær á Kjarvalsstöðum nema með ljósmyndum og myndböndum. Laufey segir að þátttaka í Feneyjum snúist ekki aðeins um að gera sig sýnilegan í listheiminum heldur einnig um þjóðarímynd. Í ár munu þau Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna fyrir Íslands hönd í Feneyj- um. Á sunnudag klukkan 15 fjalla þau, ásamt sýningarstjóranum Ellen Blumenstein, um Feneyjatvíæringinn á Kjarvalsstöðum. OPINBERT STEFNUMÓT Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI Framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum undanfarna áratugi er í brennidepli á Sýn- ingu sýninganna sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. MYNDLIST HELGA MJÖLL STEFÁNS- DÓTTIR 1960 Jóhannes Sveinsson Kjarval og Ásmundur Sveinsson 1972 Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason 1976 Sigurður Guðmundsson 1978 Sigurður Guðmundsson 1980 Magnús Pálsson 1982 Jón Gunnar Árnason og Kristján Guðmundsson 1984 Kristján Davíðsson 1986 Erró 1988 Gunnar Örn Gunnarsson 1990 Helgi Þorgils Friðjónsson 1993 Hreinn Friðfinnsson og Jóhann Eyfells 1995 Birgir Andrésson 1997 Steina Vasulka 1999 Sigurður Árni Sigurðsson 2001 Finnbogi Pétursson 2003 Rúrí 2005 Gabríela Friðriksdóttir 2007 Steingrímur Eyfjörð 2009 Ragnar Kjartansson 2011 Libia Castro og Ólafur Ólafsson Fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum Jóhannes Sveinsson Kjarval. Íslendingar sendu fyrst fulltrúa á Feneyjatvíæringinn árið 1960. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Að ofan: Rúrí. Frá vinstri: Steina Vas- ulka, Gabríela Friðriksdóttir, og Helgi Þor- gils Friðjóns- son. Svavar Guðnason.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.