Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 36
5. febrúar 2
M
okkakaffi á Skólavörðustíg er eitt
þeirra kaffihúsa í miðbænum sem
Guðlaugur Leósson kennari kemur
reglulega á. „Ég byrjaði að venja
komur mínar hingað strax árið 1971. Þá var ekki í
mörg hús að venda ef maður vildi fá sér gott kaffi
eða súkkulaði og Mokka stóð upp úr. Nú hefur
góðum kaffihúsum fjölgað og ég sest inn á þau til
skiptis. Mokka hefur ekkert breyst þótt árin líði.
Það heldur alltaf sínum sjarma.“
Dagfinnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, og Örn Erlingsson útgerðarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jóhann Bogi Guðmundsson húsasmíða-
meistari.Guðlaugur Leósson kennari.
D
agfinnur Stefánsson, fyrr-
verandi flugstjóri, og Örn
Erlingsson útgerðarmaður
eru meðal margra annarra
sem mæta morgun hvern á Kaffivagn-
inum þegar þeir eru á landinu. „Þetta
er góður staður og alltaf gaman að líta
yfir höfnina,“ segir Dagfinnur. „Já, hér
hittum við líka félagana. Það eru oft 10-
15 manns hér saman við borð að ræða
málin. Það er alltaf nóg að spjalla,“
segir Örn. Þótt tekist sé á um málefnin
skilja borðfélagarnir alltaf sem vinir
að sögn Dagfinns. „Og þótt við förum í
burtu í nokkra mánuði komum við allt-
af til baka í sömu umræðuefnin. Það
breytist ekkert og maður missir ekkert
úr. Þetta er voða uppbyggilegt þannig.“
J
óhann Bogi Guðmundsson húsa-
smíðameistari fer bryggjurúnt á
hverjum morgni og þá er Granda-
kaffi fastur viðkomustaður.
„Þessi staður er eiginlega orðinn
viss hluti af tilveru minni því
það er komið í vana að setjast hér inn,“
segir Jóhann Bogi. „Ég er óvenju seint
á ferðinni núna því yfirleitt byrja ég
daginn á að fá mér kaffi eða tesopa
hér og lesa blöðin frá A til Ö. Maður
verður að fylgjast með gangi mála í
þjóðfélaginu.“
HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI S: 480 3700
HÚSAVÍK AKUREYRI S: 460 3380
REYKJAVÍK S: 569 1500
Malar
baunir!
VERÐ
FRÁBÆRT VERÐ
29.995
Philips HD7740
Framhald af forsíðu
Starbucks er frægasta kaffihúsakeðja heims. Hún rekur um 16.858 kaffihús í
50 löndum en 11 þúsund þeirra eru í Bandaríkjunum, þúsund í Kanada og yfir
700 í Bretlandi. Fyrsta kaffihúsið var opnað í Seattle árið 1971.