Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 6

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 6
6 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR Áfangastaðir: á mann m.v. 2 fullorðna.* Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims! Nokkur sæti laus í þessa frábæru siglingu! * Innifalið í verði ferðar. Flug til og frá Orlando. Gisting á The Florida Mall Hotel í Orlando með morgunverð í eina nótt. Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur. Þjórfé um borð í skipinu. Allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips Ferðaskrifstofa SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA 9.-17. APRÍL LÖGREGLUMÁL Engin gögn eða fylgi- skjöl er að finna í bókhaldi fyrir fangelsið á Kvíabryggju vegna kaupa á eldsneyti fyrir rúmlega 750 þúsund krónur. Eldsneytið var keypt með svokölluðum N1- inneignarkortum, sem forstöðu- manninum var óheimilt að nota, þar sem notkun þeirra hafði verið bönnuð í mörg ár. Þetta er eitt þeirra atriða sem Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir við eftir að grun- semdir vöknuðu um misferli hjá fyrrverandi forstöðumanni fang- elsisins, Geirmundi Vilhjálmssyni. „Þar sem ekki fylgja neinar úttekt- arnótur frá N1 verður að líta svo á að þessi kaup séu óviðkomandi rekstri fangelsisins,“ segir Ríkis- endurskoðun. Hún gerir í þessu sambandi athugasemd við að jafn- hliða þessum óútskýrðu eldsneyt- iskaupum hafi hefðbundið olíukort verið notað til kaupa á olíu, alls fimmtán sinnum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að sölu vörubifreiðar í eigu Fangels- ismálastofnunar sem staðsett var á Kvíabryggju. Fram kemur að for- stöðumaðurinn hafi gefið þá skýr- ingu að bifreiðin væri ónýt þegar átti að selja hana. Í ökutækjaskrá kom hins vegar fram að hún hafði verið seld 17. apríl 2010. Skömmu síðar var vörubifreiðin skoðuð án athugasemda. Ekkert var bókfært í fjármálagögnum fangelsisins um sölu bifreiðarinnar og segir Ríkis- endurskoðun brýnt að skoða þenn- an þátt nánar. Kaup á hjólbörðum í nafni Kvía- bryggju vöktu einnig athygli Ríkis- endurskoðunar. Til að mynda voru keypt fjögur sautján tommu dekk, sem ekki passa undir þá ríkisbif- reið sem forstöðumaðurinn sagði þau hafa verið keypt undir. Hann kvað þrjú dekkjanna hafa eyðilagst þar sem þau hefðu verið keyrð á of litlu loftmagni. Skýringar vantar á kaupum á tólf dekkjum í nafni fangelsisins. Kaup á tveimur rafgeymum voru enn fremur óútskýrð, svo og kaup á nokkrum farsímum, sjónauka, blómakassa og glerramma fyrir tæp hundrað þúsund. Þá gátu starfsmenn á Kvía- bryggju ekki staðfest kaup á átta varahlutum í bifreiðar, né heldur smurningu og vinnu við Subaru- bíl. Þeir könnuðust ekki heldur við startkapal og skralllyklasett sem keypt hafði verið á kostnað fangelsisins. Loks hafði Fangels- ismálastofnun vakið athygli Rík- isendurskoðunar á óvenjumiklum perukaupum í bifreiðar á tveggja ára tímabili. Þá voru keyptar 79 perur á kostnað Kvíabryggju, auk kaupa á bílalakki og tengdum efnum. Keypti vörur fyrir 1,7 milljónir til einkanota Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður á Kvíabryggju, keypti olíu, síma og fleira sem ekki verður séð að tengist rekstri fangelsisins, fyrir 1,7 milljónir á tíu mánaða tímabili árið 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Óútskýrð innkaup Vörutegund Krónur Eldsneyti 750.268 Hjólbarðar 409.596 Rafgeymar 36.806 *Eignakaup 98.597 *Varahlutir 195.703 *Ýmis kaup 189.667 *Verkfæri 41.916 Samtals 1.722.553 *Óútskýrð vörukaup á Kvíabryggju frá janúar til október 2010. Athugun Ríkisendurskoðunar er byggð á úrtakskönnunum. TIL LÖGREGLU Mál Geirmundar Vilhjálmssonar hefur verið kært til lögreglu. Myndin er samsett. ALÞINGI Eygló Harðardóttir Fram- sóknarflokki vill vita hve marg- ir aðstoðarmenn ráðherra eru. Hefur hún sent Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra fyrir- spurn þess efnis. Eygló vill líka vita fjölda fjöl- miðlafulltrúa ráðuneyta og hversu margir starfsmenn hvers ráðuneytis eru ráðnir tímabundið og til hvaða verkefna. Enn frem- ur spyr Eygló hvort viðkomandi starf hafi verið auglýst og hve- nær ráðið hafi verið í það. - bþs Eygló Harðardóttir: Vill vita fjölda aðstoðarmanna BRUSSEL Nicolas Sarkozy og Angela Merkel, leiðtogar Frakk- lands og Þýskalands, mæltu fyrir nýrri stefnu á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins (ESB) í gær. Í stefnunni, sem var unnin án aðkomu annarra ESB-ríkja, er meðal annars kveðið á um eflingu myntbandalags Evrópu og aukið samkeppnishæfi sambandsins. Tillögurnar mættu blendnum við- brögðum annarra fulltrúa á fund- inum. Yves Leterme, forsætisráð- herra Belgíu, sagði meðal annars að aðildarríkin þyrftu að fá meiru ráðið en þar sé gert ráð fyrir. - þj Leiðtogafundur ESB: Vilja styrkja Evrusvæðið SAMSTIGA Merkel og Sarkozy eru nánir samverkamenn innan ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Fjöldamorðinginn Charles Manson var á dögunum staðinn að því að hafa farsíma inni í klefa sínum á hámarksgæslu- deild Corcoran-fangelsis í Kali- forníufylki í Bandaríkjunum. Föngum þar er bannað að eiga og nota farsíma, en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Manson, sem er þekktur fyrir að hafa stýrt morðingjahópi í Los Angeles árið 1969, er tekinn með síma. Manson hafði að sögn fang- elsisyfirvalda notað símann til að senda skilaboð og tala við fólk víða um Bandaríkin. - þj Morðingi brotlegur við reglur: Manson tekinn með farsíma CHARLES MANSON Fjöldamorðinginn, sem er orðinn 76 ára, er í Corcoran- fangelsinu í Kaliforníu. BRUSSEL Tveir vopnaðir ræn- ingjar, réðust inn í pósthús Evr- ópuþingsins í Brussel í gær og neyddu starfsfólk til að afhenda þeim peningaskáp. Þetta er í þriðja skiptið á tveim- ur árum sem rán er framið í Spinelli-byggingunni, sem hýsir þingið, og hafa í kjölfarið vakn- að spurningar um öryggisgæslu. Leiðtogi frjálslyndra demókrata í þinginu sagði í samtali við fjöl- miðla að málið væri afleitt. „Þetta er algjört áfall. Eftir þriðja ránið inni í byggingu þingsins er ljóst að öryggisgæslunni er verulega ábótavant.“ - þj Rán í húsi Evrópuþingsins: Öryggi í ólestri á Evrópuþingi MALAVÍ Dómsmálaráðherra Malaví telur ný lög sem ætlað er að tak- marka mengun ná til viðrekstrar á almannafæri og að hér eftir sé hægt að refsa þeim sem leysa vind á mannamótum. Þessu er Anthony Kamanga, ríkissaksóknari landsins, ósam- mála. Hann bendir á að lögin banni mengun sem eitri and- rúmsloftið og geri það hættulegt heilsu fólks, segir í frétt BBC. „Hvernig einhver getur túlk- að það sem bann við því að leysa vind er óskiljanlegt,“ segir hann. Dómsmálaráðherrann hefur þó ekki gefið sig og hótar þeim refs- ingu sem geta ekki hamið sig og prumpa innan um annað fólk. - bj Ný lög banna loftmengun: Takast á um prumpubann VIÐSKIPTI Kristján Gunnarsson lét í gær af formennsku í Starfsgreina- sambandi Íslands vegna umfjöllun- ar um þátt hans í starfsemi Spari- sjóðs Keflavíkur, þar sem hann var stjórnarmaður. Hann dró sig jafn- framt úr stjórnarstörfum fyrir Alþýðusamband Íslands og lífeyr- issjóðinn Festu. Kristján var stjórnarmaður í sparisjóðnum frá 2005 til 2008 og stjórnarformaður frá vori 2009 og fram að hruni hans. Starfsemi sparisjóðsins hefur síðan sætt rannsókn Fjármálaeftir- litsins. Meðal þess sem komið hefur í ljós er að Kristján undirritaði drög að starfslokasamningi spari- sjóðsstjórans Geirmundar Krist- inssonar án þess að lesa hann. Þar var meðal annars kveðið á um nið- urfellingu á sextíu milljóna króna skuld sonar Geirmundar. Kristján segir að þótt dæmi séu um rangfærslur og ósannindi í þessari umræðu hafi hún leitt til þess að trúverðugleiki hans hafi beðið hnekki. Því segi hann af sér fyrrgreindum störfum. Hann kveðst hins vegar ekki kvíða opinberri rannsókn á mál- efnum sparisjóðsins. - sh Kristján Gunnarsson segir af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins: Hættir vegna frétta af sparisjóðnum KRISTJÁN GUNNARSSON Á eftir að ræða stöðu sína í Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur og nágrennis við félags- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Er þér létt nú þegar hillir undir lausn Icesave-málsins? Já 50% Nei 50% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú áhyggjur af boðuð- um niðurskurði framlaga til tónlistarskóla? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.