Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 26
26 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 28 Ó öld var í þjóðlífinu í byrjun árs 2009. Þremur mánuðum áður hafði almenn- ingur horft upp á spilaborgina sem kallaðist fjármálakerfi hrynja til grunna og fannst ekkert hafa gerst síðan. Þolinmæðin gagnvart ráð- þrota ríkisstjórn var á þrotum. Fólk- ið kallaði „vanhæf ríkisstjórn“ og krafðist kosninga en forystumenn stjórnarflokkanna hlustuðu ekki. Þegar Alþingi kom úr jólaleyfi 20. janúar loguðu eldar á Austurvelli en innandyra sagði Geir H. Haarde að aðgerðir úr áætlunum fyrir heimili og fyrirtæki væru smátt og smátt að koma til framkvæmda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagð- ist vilja halda samstarfinu áfram en í flokki hennar kraumaði óánægja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá nýkjörinn formaður Framsóknar- flokksins, bar betra skynbragð á ástandið en þau þaulreyndu Geir og Ingibjörg og bauðst til að verja stjórn Samfylkingarinnar og VG falli. Sigmundur skerst í leikinn Ingibjörg Sólrún gaf í fyrstu lítið fyrir hugmyndir um nýja ríkis- stjórn en Geir sá í hvað stefndi og lagði til að efnt yrði til kosninga en stjórnin sæti fram að þeim. Í nokkra daga mátu þau stöðuna og gerðu kröfur hvort á annað um nauðsyn- leg skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn vildi að ríkisútgjöldin yrðu skorin niður um tugi milljarða til viðbót- ar við þann mikla niðurskurð sem ákveðinn var í fjárlögum ársins. Samfylkingin lagði höfuðáherslu á að Davíð Oddsson yrði rekinn úr Seðlabankanum og að stefna skyldi að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu. Að endingu fór svo að upp úr slitnaði og Samfylkingin og VG mynduðu stjórn sem Framsóknar- flokkurinn hét að verja vantrausti. Jóhönnu Sigurðardóttur, elsta og reyndasta þingmanni Samfylking- arinnar, var falin forystan. Darraðardans við Lækjargötu Á þriðjudag voru tvö ár liðin frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum í landinu. Í aðdraganda stjórnar- skiptanna var pólitískt óveður í lofti og varla er hægt að tala um að rofað hafi til. Þvert á móti; hver lægðin hefur rekið aðra. Björn Þór Sigbjörnsson fer yfir tveggja ára valdatíð Jóhönnu og ríkisstjórna hennar. 2009 ➜ 1.2. Ríkisstjórn Jóhönnu tekur við. ➜ 3.2. Bankastjórar Seðla- bankans beðnir um að hætta. ➜ 05.3. Afnám eftirlaunalaga stjórnmálamanna samþykkt. ➜ 28.3. Jóhanna kjörin for- maður Samfylkingarinnar. ➜ 25.4. Alþingiskosningar. ➜ 10.5. Önnur stjórn Jóhönnu tekur við. Fjórir nýir ráðherrar setjast í stjórnina, tveir hætta. ➜ 6.6. Icesave-samningur kynntur. ➜ 16.7. Alþingi samþykkir að sækja um aðild ESB. ➜ 1.10. Ögmundur hættir, Álfheiður tekur sæti hans. ➜ 6.10. Jóhanna biður þjóð- ina afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda í aðdraganda hrunsins. ➜ 29.12. Icesave samþykkt á Alþingi. 2010 ➜ 4.3. Lög um gagnsæi hlutafélaga og jafnari kynja- hlutföll í stjórnum samþykkt. ➜ 16.6. Lög um þjóðarat- kvæðagreiðslur samþykkt. ➜ 25.6. Lög um stjórnlaga- þing samþykkt. ➜ 28.6. Ný hjúskaparlög samþykkt. ➜ 2.9. Fjórir ráðherrar út, Ögmundur og Guðbjartur inn. ➜ 8.9. Þráinn Bertelsson gengur í VG. ➜ 10.9. Lög um fjármál flokka og og frambjóðenda samþykkt. ➜ 27.10. Kosið til stjórnlaga- þings. ➜ 8.12. Nýtt Icesave-sam- komulag gert. ➜ 16.12. Þrír þingmenn VG sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. 2011 ➜ 25.1. Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings. STÓRT OG SMÁTT Í TÍÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR inn ófæran um að ráðast í og varð, með öðru, til þess að hún sleit við hann samstarfinu í janúar 2009. Samvinna og sundrung Í upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lagði Jóhanna Sigurðardóttir talsvert upp úr samvinnu við stjórn- arandstöðuna. Ákall um samstarf þingheims alls var að finna fram- arlega í fyrstu stefnuræðum hennar en færðist aftar og var loks horfið úr ræðunni síðastliðið haust. Í henni sagði Jóhanna hins vegar að aukin harka innan þings og átök á milli þings og ríkisstjórn- ar væru vandamál sem brýnt væri að finna lausn á. Haustræðan var flutt nokkrum dögum eftir að Alþingi samþykkti að ákæra Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Sjálf var Jóhanna á móti en Samfylking- in skiptist til helminga í atkvæða- greiðslunni. Niðurstaðan hleypti illu blóði í þingmenn Sjálfstæðisflokksins og sumir úr þeirra hópi hétu ævarandi andspyrnu við Samfylkinguna. Nefnd að störfum Eins og áður sagði ætlar ríkis- stjórnin sér margháttaðar breyt- ingar á samfélaginu. Ein þeirra er breytt fiskveiðistjórnun. Taka á aflaheimildir af útgerðum og endur- ráðstafa þeim með nýjum hætti. Þessi fyrir ætlan hefur mætt feiki- legri andstöðu innan þings og utan. Frumvarps er að vænta og ekki er að fullu ljóst hvort stjórnin ætlar að standa við stóru orðin í stjórnar- sáttmálanum. Breytt skattheimta – sem í sátt- málanum heitir að dreifa byrðun- um með sanngirni, jöfnuð og rétt- læti að leiðarljósi – hefur að sama skapi verið gagnrýnd harðlega. En ríkisstjórnin hefur ekki aðeins mátt þola gríðarlega mótstöðu vegna aðgerða sinna eða áforma heldur líka vegna aðgerðaleysis. Það á ekki síst við um atvinnumálin en atvinnuleysi er ennþá stórkost- legt vandamál í samfélaginu og fátt hefur verið gert til að vinna á því bug svo nokkru nemi. Reyndar mun nefnd vera að störfum. Icesave í höfn Nokkur af höfuðmálum ríkisstjórn- arinnar hafa reynt talsvert á hana og raunar samfélagið allt. Meðal fyrstu verka Steingríms J. Sigfús- sonar í fjármálaráðuneytinu var að leita leiða til að semja um Icesave- málið við Breta og Hollendinga og tók hann málið slíkum tökum að Jóhanna Sigurðardóttir var fyrst kjörin á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978 og hefur setið óslitið síðan eða í 33 ár, lengst þingmanna. Til gamans má nefna að yngsti núverandi ráðherr- ann, Katrín Jakobsdóttir, var tveggja ára þegar þingferill Jóhönnu hófst og Jóhanna hafði setið í fjögur ár á þingi þegar yngsti núverandi þingmaðurinn, Ásmundur Einar Daðason, fæddist. Jóhanna varð félagsmálaráðherra 1987 og sat í fjórum ríkisstjórnum til 1994, þegar hún sagði af sér og yfirgaf Alþýðuflokkinn eftir ósætti við for- mann hans, Jón Baldvin Hannibalsson. 1995 stofnaði Jóhanna Þjóðvaka, sem varð aðili að Samfylkingunni. Jóhanna varð félagsmálaráðherra á ný 2007 og gegndi embætti til febrúar 2009 þegar hún varð forsætisráðherra. Í ellefu ára ráðherratíð hefur Jóhanna setið í sjö ríkisstjórnum með fimm sam- starfsflokkum og samtals 45 ráðherrum. 33 ÁR Á ÞINGI, 22 ÚTI Í SAL, 11 VIÐ HÁBORÐIÐ Miklar væntingar Allar aðstæður voru með mikl- um ólíkindum þegar Jóhanna varð forsætisráðherra 1. febrú- ar 2009. Vandamál hvert sem litið var. Atvinnulífið var stórkostlega laskað, fjöldagjaldþrot fyrirtækja blöstu við með tilheyrandi atvinnu- leysi og tekjubresti fólks og hrun í tekjum ríkis og sveitarfélaga var staðreynd. Við bættust allar erf- iðu tilfinningarnar sem brutust út í fólki vegna ástandsins; kvíði, reiði og sorg. Væntingarnar sem gerð- ar voru til ríkisstjórnarinnar voru miklar. Ný stjórn, sem mynduð var til að starfa í tæpa 90 daga, lagði fyrst í stað ekki sérstaka áherslu á vinstri pólitík. Hún sagði verkefni sitt fyrst og fremst að endurreisa efnahags- lífið, ráðast í aðgerðir til bjargar heimilum og atvinnulífi og auka lýðræðið. Fyrst á dagskrá var þó að reka Davíð Oddsson úr Seðla- bankanum. Davíð rekinn Í ríkisstjórninni sátu fjórir ráð- herrar úr hvorum stjórnarflokki og utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Var þeim ætlað að veita stjórninni faglegan blæ enda sérfróð um efna- hagsmál annars vegar og málefni er heyrðu undir dómsmálaráðuneyt- ið hins vegar. Voru áratugir síðan óflokksbundnir ráðherrar höfðu setið í ríkis stjórn Íslands. Stjórnin var varfærin í aðgerðum, ef frá er talin brottvikning seðla- bankastjóranna, Davíðs og hinna tveggja. Skipaðar voru nefndir um ýmis málefni, til dæmis Evrópu- mál og stjórnarskrármál, og ráð- ist í tiltölulega veigalítil verkefni í samræmi við verkefnaskrána. Ríkis- stjórnin var enda fyrst og fremst mynduð til að skapa ró í samfélag- inu og veita nauðsynlega forystu fram að kosningunum í lok apríl. Norræn velferðarstjórn Stjórnarflokkarnir gengu óbundnir til kosninga, eins og það heitir, en forystumenn þeirra drógu ekki dul á þann vilja sinn að halda samstarf- inu áfram, fengist til þess nægur þingstyrkur. Og sú varð raunin, Samfylkingin bætti við sig tveim- ur þingmönnum, VG vann kosninga- sigur og bætti við sig fimm en Sjálf- stæðisflokkurinn galt afhroð og tapaði níu þingsætum. Ný ríkisstjórn Jóhönnu með fimm manna þingmeirihluta tók við 10. maí og valdi Norræna húsið til að kynna stefnuyfirlýsinguna. Nú kvað við nýjan tón, varleg- heitunum var ekki fyrir að fara, markmiðið var ekki að stuðla að ró í samfélaginu. Nýja ríkisstjórnin skilgreindi sig sem „norræna vel- ferðarstjórn“, hún sagði (eins og rétt var) að hún væri fyrsta hreina vinstri stjórnin og hét að starfa í anda þess. Ný gildi jöfnuðar, félags- legs réttlætis, samhjálpar, sjálf- bærrar þróunar, kvenfrelsis, sið- bótar og lýðræðis skyldu leidd til öndvegis. Taka ætti almannahags- muni fram yfir sérhagsmuni. Í stuttu máli má segja að ríkisstjórn- in hafi ætlað sér – og hún ætlar sér enn – að umbylta samfélaginu. Færa það frá hægri til vinstri, frá kapít- alisma til kommúnisma, vilja sjálf- sagt einhverjir orða það. Og auðvit- að slá skjaldborg um heimilin. Brýnasta verkið tók tvö ár Þótt fyrri ríkisstjórn Jóhönnu hafi í orði kveðnu verið mynduð til að endurreisa efnahagslífið og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir heimilum og fyrirtækjum til heilla fór það nú svo að þegar nýja stjórnin tók við þremur mánuðum síðar voru þau sömu mál enn forgangsverkefni. En Davíð var sannarlega kominn út úr Seðlabankanum. Reyndin er svo sú að nítján mán- uðir liðu þar til loksins var gengið frá því sem heitir „Víðtækar aðgerð- ir vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna“ og enn eru meinbugir á að þær aðgerðir komist almennilega til framkvæmda. Örstutt er líka síðan sambærilegar lausnir fyrir smá og meðalstór fyrirtæki voru kynntar. Það tók sem sagt næstum tvö ár að finna endanlega lausn á þessum brýnu forgangsmálum sem Samfylkingin mat Sjálfstæðisflokk- FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.