Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 32
MENNING 2 Þóra Einarsdóttir sópran er í aðalhlutverki á fyrstu tónleikum menn- ingar- og safnanefndar Garðabæjar á þessu ári. Hún kemur fram ásamt Gerrit Schuil píanóleikara sem einn- ig er listrænn stjórnandi tónleikaraðar- innar sem hófst síðastliðið haust. Á efnis- skránni eru verk eftir Gabriel Fauré, Jón Ásgeirsson, Tsjaíkovskí, Nikolaí Rimskí- Korsakov og Rakhmaninov. Þóra Einarsdóttir er ein fremsta sópran- söngkona Íslands. Hér heima er skemmst að minnast frammistöðu hennar í hlut- verki Gildu í Rigoletto sem hún hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir. Fyrir utan óperu- söng hefur Þóra alla tíð lagt mikla rækt við ljóðasöng. Á undangengnum tuttugu árum hefur hún ávallt leitast við að takast á við ný viðfangsefni og spannar nú verkefnalisti hennar á sviði ljóðasöngs ógrynni ljóða á fjölda tungumála. Gerrit Schuil hefur hald- ið fjölda tónleika hér á landi síðan hann settist hér að í upphafi tíunda áratugarins. Tónleikarnir eru haldnir á morgun og hefjast klukkan 16. Þeir fara fram í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Bergsteinn Sigurðsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is V ið gerum ráð fyrir því að gestum á Lista- safn Reykjavíkur muni fækka eftir að tekið verður að innheimta aðgangseyri, en við vonumst jafn- framt til að Menningarkortið komi til móts við þá sem vilja geta labb- að inn og skoðað sýningar safn- anna reglulega án þess að greiða aðgangseyri í hvert einasta skipti,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynning- arstjóri Listasafns Reykjavíkur. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera raunar ráð fyrir að gestum safns- ins fækki um 40 prósent miðað við árið í fyrra. Þá komu 235.000 gest- ir í þau þrjú söfn sem heyra undir Listasafn Reykjavíkur, Hafnar- húsið, Kjarvalsstaði og Ásmundar- safn en búist er við 140.000 gest- um í ár. Ákvörðunin um að hafa ókeypis inn á söfnin var tekin 2007 og tók gildi 2008. Gestum fjölgaði strax, árið 2008 sóttu ríflega 180 þús- und gestir safnið og 220 þúsund ári síðar. Árið 2007 voru þeir hins vegar um 130 þúsund, í námunda við það sem búist er við í ár. Soffía segir að á sínum tíma hafi alltaf verið rætt um að aðgangur- inn yrði gefinn frjáls tímabundið. „Það var góðæri og uppsveifla og bæði borgin og safnið treystu sér til þess að verða af tekjunum. Nú er önnur tíð og við verðum aftur að krefja fólk um aðgangseyri,“ segir Soffía sem vonast til að fólk taki breytingunum vel. „Þess má geta að útlendingar verða alltaf hissa þegar þeir komast að því að það kostar ekkert inn á söfnin, þeir vilja mjög gjarnan leggja sitt af mörkunum og greiða aðgangs- eyri,“ segir Soffía. Til að koma til móts við gesti sem fara reglulega á söfn hefur Reykjavíkurborg búið til sérstakt Menningarkort, en það gildir inn á áðurnefnd söfn auk Minjasafns Reykjavíkur sem eru Árbæjarsafn og Landnámssýningin. Handhaf- ar þess fá auk þess bókasafnskort fyrir Borgarbókasafnið. Kort- ið kostar 5.000 krónur og gildir í ár, en í febrúar fást tvö á verði eins. Þeir sem eiga bókasafnsskír- teini keypt í nóvember eða síðar fá einnig 1.000 króna afslátt af kort- inu. Framvegis kostar 1.000 krónur inn á söfnin sem um ræðir þannig að fjárfesting í kortinu borgar sig fyrir þá sem fara fimm sinnum eða oftar á þessi söfn á ári. Fyrir þá sem nota bókasöfnin er nóg að fara þrisvar á ári í söfn Reykja- víkur til að kortaeignin borgi sig. Einnig er hægt að kaupa Menn- ingarkort einungis á Listasafn Reykjavíkur á 3.000 krónur og á Minjasafn Reykjavíkur á 2.000 krónur. Margir hafa vanið komur sínar á kaffiteríur listasafnanna. Soffía segir að enginn aðgangseyr- ir verði rukkaður inn fyrir kaffi- stofugestina. „Og svo er ókeypis fyrir átján ára og yngri á söfnin og eldri borgara sömuleiðis.“ Búast verður við FÆKKUN SAFNGESTA Búist er við 40 prósenta fækkun gesta á stofnanir sem tilheyra Listasafni Reykja- víkur í ár miðað við í fyrra eftir að aðgangseyrir var tekinn upp aftur. Fyrir þá sem fara oftar en fjórum sinnum á ári á safn borgar sig að kaupa Menningarkort. SÖFN: SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR Borgarleikhúsinu hefur verið boðið að sýna Ofviðrið í Þjóðleikhúsi Litháens á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Vilníus í september næstkom- andi. Þjóðleikhús Litháens er stærsta leikhús landsins. Leikstjóri Ofviðr- isins, Oskaras Koršunovas, er Lithái en á dögunum fékk sýningin góða dóma í Lietuvos rytas, stærsta dagblaði Litháens. „Við erum afar þakklát og upp með okkur yfir þessu boði, sem er mikil viðurkenning fyrir sýninguna og leikhúsið okkar,“ segir Magn- ús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Sýningin er stór og viðamikil í sniðum en vonandi tekst okkur þrátt fyrir það að koma ferðinni inn í dagskrá leikhússins næsta haust og þekkjast þetta góða boð.“ Ofviðrið verður einnig á aðaldagskrá alþjóðlegu leiklistarhátíð- arinnar Sirenos á vegum Borgarleikhússins í Vilníus. Þar eru sýnd þau litháísku verk sem skarað hafa fram úr á leikárinu auk örfárra erlendra sýninga sem þykja sæta tíðindum. Ofviðrið blæs út Uppfærslan á Ofviðrinu hefur vakið athygli í Litháen, föðurlandi leikstjórans Oskaras Koršunovas. Gestir á sýningunni Án áfangastaðar í Hafnarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þóra Einarsdóttir syngur í Garðabæ Þóra Einarsdóttir. HETJA SKÚRKUR CHELSEA – LIVERPOOL Á MORGUN KL. 15:30 HAKAÐU VIÐ RÉTTA SVARIÐ: VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.