Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 38

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 38
Fjölskylduskemmtun verður haldin í Gamla Kaup- félaginu á Akranesi í dag. Þar ætla Skoppa og Skrítla, ásamt Ingó veðurguði, að skemmta börnum á öllum aldri. Skemmtunin hefst klukkan 17. „Við hvetjum fullorðna fólkið til að fá sér kaffisopa meðan börn- in skoða sýninguna því það gefur notalega stemningu, auk þess sem börn eru virkari sýningargestir og halda athyglinni betur þegar mamma og pabbi eru ekki í nánd,“ segir Helga Einarsdóttir safnkenn- ari, sem verður með barnaleið- sögn um sýninguna Ljósmyndari Mývetninga – Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar á Þjóðminjasafni Íslands á morgun klukkan 14.00. „Bárður fæddist 1872 að Kálfa- borgará í Bárðardal. Hann missti heilsuna ungur svo starfstími hans sem ljósmyndara var tiltölulega stuttur, eða um fimmtán ár, og því bera myndir hans sterkan svip eins tímabils. Bárður myndaði aðallega sveitunga sína í Þingeyjarsýslum, en enginn ljósmyndari komst jafn nærri kjarna íslenskrar sveita- menningar og Bárður, og hann varð fyrstur til að opna okkur einstæða sýn inn í baðstofur bæja, íslenskt bændasamfélag og þjóðmenn- ingu við upphaf nýliðinnar aldar,“ segir Helga um sýninguna, sem var opnuð fyrir viku en stendur til 2. maí. „Okkur fannst tilvalið að hafa barnaleiðsögn um sýningu Bárðar því margar mynda hans eru af börnum og gefa skemmtilega og raunsanna mynd af því hvað börn höfðu fyrir stafni fyrir rúmri öld; hvernig þau léku sér, unnu með full- orðna fólkinu, klæðaburði þeirra og híbýlum, en flestar eru myndirnar frá árunum 1906 til 1910. Þetta er núlifandi börnum alls horfinn heim- ur, en auk myndanna er úrval gripa sem tengjast myndefni Bárðar á sýningunni,“ segir Helga. Leiðsögnin tekur um 40 mínútur og hentar einkar vel börnum frá 5 til 11 ára, þótt börn á öllum aldri séu innilega velkomin. Eftir leið- sögnina geta fjölskyldur farið saman í ratleik um sýninguna. „Myndir Bárðar þykja einstakar vegna tilgerðarleysis og þær eru minna uppstilltar en tíðkaðist í þá daga. Það er líka indælt að sjá að krakkar eru alltaf krakkar og samir við sig, þrátt fyrir að klæða- burður þeirra, húsakostur og dag- legt líf breytist.“ thordis@frettabladid.is Börnin alltaf söm við sig Á morgun gefst íslenskum börnum einstakt tækifæri til að kynnast alls ólíkri tilveru jafnaldra sinna í Mývatnssveit fyrir heilli öld á barnaleiðsögn um spennandi ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafni Íslands. Drengurinn Jónas Jónsson í hnébuxum og treyju með matrósakraga, í prjónuðum sokkum og skinnskóm á hestbaki framan við bæinn sinn. MYND/BÁRÐUR SIGURÐSSON Vor í Tallinn 20.-24. apríl Verð 87.800 kr. á mann Innifalið: Flug skattar, hótel með morgunmat, rúta til og frá flugvelli, íslenskur fararstjóri. Loksins bjóðum við aftur uppá ferð til hinnar geysivinsælu og eina af fallegustu borgum Evrópu. Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda Kastalar, hallir, gamlir markaðir, steini lagðar þröngar götur, frábær þjónusta, fjörugt næturlíf, ódýrt að versla og borða. Borgin er á minjaskrá Unesco og er ein best varðveitta miðaldarborg Evrópu. Úrval skoðunarferða í boði innan bogar sem utan. Kósýkvöld með Eyfa Veitingastaðurinn Caruso kynnir: Þingholtsstræti 1 • 101 Reykjavík Matseðill Val um 3 forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Forréttir Humarsúpa Caruso. Sveppahattar fylltir með gráðaosti og hvítlauk. Grillað rækju- og hörpuskeljaspjót. Nautacarpaccio með klettasalati, ólífum og parmesan. Aðalréttir Tómatmarineruð kjúklingabringa með sultuðum lauk, portobellosveppi og rauðvínssósu. Nautalund bernaise með portobellosveppi. Hvítlauksristaðir humarhalar og risahörpuskel. Eftirréttir Fljótandi súkkulaðikaka Caruso með ís. Créme brûlée. Ítalskur krapís með ávöxtum. Fimmtudagskvöld 10. febrúar, 24. febrúar og 3. mars ú heum við þriðja árið í röð með hinum geysivinsælu Kósýkvöldum með Eyfa á Caruso, þar sem hinn afarljúfi tónlistarmaður Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson syngur og spilar af sinni alkunnu snilld yfir þriggja rétta gómsætri máltíð á hinni notalegu þriðju hæð okkar. Þetta er upphafið á tónleikaröð Eyfa, en hann mun halda 50 tónleika víðsvegar um Ísland á árinu í tilefni fimmtugsafmælis síns í apríl. Verð frá 6.590 • Borðapantanir: 562-7335 • www.caruso.is - www.carusospain.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.