Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 37

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 37
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011 3 Kaffi gefur eftirsóknarvert bragð af karamellum og margir muna eftir kaffikaramellunni í brúna bréfinu í Macintosh-boxunum. Þeir sem sakna þess að finna kaffikaramellu bráðna á tungunni finna hér huggun í dýrindis uppskrift sem auðvelt er að gera. Heimalagaðar karamellur smakkast dásamlega með rjúkandi heitum kaffibolla, auk þess að vera persónuleg heimaafurð sem pakka má í sellófan og gefa. Gott er að strá örlitlu Maldon-salti yfir karamellurnar þar sem salt og sætt bragð fer einstaklega vel saman. ESPRESSO-KARAMELLUR 2½ bolli valhnetur, ristaðar og saxaðar (eða aðrar hnetur að smekk) 1 bolli rjómi 1 tsk. fínmalaðar espresso-kaffibaunir ½ tsk. salt 1 bolli milt hunang Byrjið á að fínmala kaffibaunirnar í matvinnsluvél. Hitið því næst rjóma, kaffibaunamulninginn og salt í þykk- botna pönnu, þar til litlar loftbólur fara að myndast, rétt áður en fer að krauma. Bætið þá við hunangi og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann svo karamellan malli og hrærið í stöðugt með viðarsleif í 15 til 20 mínútur, eða þar til karamellan fer að harðna. Takið þá af hitanum. Hellið nú karamellunni yfir hneturnar og hrærið saman þar til hnetur eru þaktar karamellu. Látið karamelluna þykkna í ísskáp í 10 til 15 mínútur áður en reynt er að móta hana. Hrærið aðeins í henni og notið matskeið til að skammta mátulegan karamelluskammt á bökunarpappír. Eins má sleppa hnetum, smyrja kældri karamellu á bökunarpappír og skera í litla bita þegar hún hefur kólnað vel. Kaffigljáðar karamellur Kaffi kemur víðar við sögu en nýlagað í kaffibollum, enda uppruni unaðslegra bragðupplifana sem passa jafnt í matargerð, bakstur og freistandi sælgætismola eins og hóflega sætar espresso-karamellur. MOKKABRÚNKUR 1 bolli smjör 1 bolli kakó 2 bollar sykur 1 msk. heitt vatn 4 tsk. skyndikaffi 4 egg 2 tsk. vanillukorn 1 bolli hveiti ½ tsk. salt MOKKAKREM ½ bolli mjúkt smjör 1 tsk. vanillukorn 2 bollar flórsykur 1 ½ msk. mjólk 2-3 tsk. skyndikaffi Bræðið smjör. Takið af hellunni og blandið kakói vel saman við. Bætið sykri út í smjör- og kakó- blöndu og blandið vel. Leysið upp skyndikaffi í heitu vatni og setjið út í. Bætið við eggjum, einu og einu, og hrærið vel saman með handafli á eftir hverju eggi. Setjið vanillu, hveiti og salt. Bakið í skúffukökuformi við 180°C í 25 til 30 mínútur. Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á. Krem: Hrærið saman smjör og vanillu. Bætið við flórsykri og hrærið saman. Blandið uppleystu skyndikaffi saman við mjólk, setjið svo út í blönduna og hrærið þar til kremið er létt og ljóst. Makalausar mokkabrúnkur Kremið í uppskriftinni er ljósara en á myndinni. Kopi luwak er eitt dýrasta kaffi heims enda framleitt í litlu magni. Það er gert úr kaffibaunum sem hafa verið étnar af köttum. Þegar baunirnar skila sér eru þær tíndar, þurrkaðar og ristaðar. Kopi luwak kom við sögu í mynd- inni The Bucket List með Jack Nicholson og Morgan Freeman. Wikipedia.org

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.