Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 5. febrúar 2011 3 Kaffi gefur eftirsóknarvert bragð af karamellum og margir muna eftir kaffikaramellunni í brúna bréfinu í Macintosh-boxunum. Þeir sem sakna þess að finna kaffikaramellu bráðna á tungunni finna hér huggun í dýrindis uppskrift sem auðvelt er að gera. Heimalagaðar karamellur smakkast dásamlega með rjúkandi heitum kaffibolla, auk þess að vera persónuleg heimaafurð sem pakka má í sellófan og gefa. Gott er að strá örlitlu Maldon-salti yfir karamellurnar þar sem salt og sætt bragð fer einstaklega vel saman. ESPRESSO-KARAMELLUR 2½ bolli valhnetur, ristaðar og saxaðar (eða aðrar hnetur að smekk) 1 bolli rjómi 1 tsk. fínmalaðar espresso-kaffibaunir ½ tsk. salt 1 bolli milt hunang Byrjið á að fínmala kaffibaunirnar í matvinnsluvél. Hitið því næst rjóma, kaffibaunamulninginn og salt í þykk- botna pönnu, þar til litlar loftbólur fara að myndast, rétt áður en fer að krauma. Bætið þá við hunangi og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann svo karamellan malli og hrærið í stöðugt með viðarsleif í 15 til 20 mínútur, eða þar til karamellan fer að harðna. Takið þá af hitanum. Hellið nú karamellunni yfir hneturnar og hrærið saman þar til hnetur eru þaktar karamellu. Látið karamelluna þykkna í ísskáp í 10 til 15 mínútur áður en reynt er að móta hana. Hrærið aðeins í henni og notið matskeið til að skammta mátulegan karamelluskammt á bökunarpappír. Eins má sleppa hnetum, smyrja kældri karamellu á bökunarpappír og skera í litla bita þegar hún hefur kólnað vel. Kaffigljáðar karamellur Kaffi kemur víðar við sögu en nýlagað í kaffibollum, enda uppruni unaðslegra bragðupplifana sem passa jafnt í matargerð, bakstur og freistandi sælgætismola eins og hóflega sætar espresso-karamellur. MOKKABRÚNKUR 1 bolli smjör 1 bolli kakó 2 bollar sykur 1 msk. heitt vatn 4 tsk. skyndikaffi 4 egg 2 tsk. vanillukorn 1 bolli hveiti ½ tsk. salt MOKKAKREM ½ bolli mjúkt smjör 1 tsk. vanillukorn 2 bollar flórsykur 1 ½ msk. mjólk 2-3 tsk. skyndikaffi Bræðið smjör. Takið af hellunni og blandið kakói vel saman við. Bætið sykri út í smjör- og kakó- blöndu og blandið vel. Leysið upp skyndikaffi í heitu vatni og setjið út í. Bætið við eggjum, einu og einu, og hrærið vel saman með handafli á eftir hverju eggi. Setjið vanillu, hveiti og salt. Bakið í skúffukökuformi við 180°C í 25 til 30 mínútur. Kælið kökuna vel áður en kremið er sett á. Krem: Hrærið saman smjör og vanillu. Bætið við flórsykri og hrærið saman. Blandið uppleystu skyndikaffi saman við mjólk, setjið svo út í blönduna og hrærið þar til kremið er létt og ljóst. Makalausar mokkabrúnkur Kremið í uppskriftinni er ljósara en á myndinni. Kopi luwak er eitt dýrasta kaffi heims enda framleitt í litlu magni. Það er gert úr kaffibaunum sem hafa verið étnar af köttum. Þegar baunirnar skila sér eru þær tíndar, þurrkaðar og ristaðar. Kopi luwak kom við sögu í mynd- inni The Bucket List með Jack Nicholson og Morgan Freeman. Wikipedia.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.