Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 64

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 64
 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR36 timamot@frettabladid.is 63 SVEN-GÖRAN ERIKSSON, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnulandsliðsins, er 63 ára í dag.„Mesta hindrun velgengni er hræðslan við að mistakast.“ „Ég ólst upp við klassíska tónlist í eyr- unum og sofnaði út frá henni á kvöld- in,“ segir Skagfirðingurinn Jón Þor- steinn Reynisson, sem leikur tónlist af nýjum diski sínum Caprice í Iðnó á morgun á skemmtifundi Félags harmonikkuunnenda í Reykjavík. Á Caprice er ekki gömludansatón- list heldur klassísk verk eftir Bach, Beethoven, Vivaldi, Mozart, Pagan- ini og fleiri meistara af sama sauða- húsi. „Mér vitanlega er þetta fyrsti diskurinn hér á landi sinnar tegund- ar,“ segir listamaðurinn, sem býr svo vel að vera með lítið stúdíó í kjallar- anum heima hjá sér þar sem hann kveðst hafa tekið tónlistina upp en síðan fengið fagmenn hér syðra til að leggja lokahönd á fráganginn. Jón Þorsteinn er tuttugu og tveggja ára og á heima í Mýrarkoti á Höfða- strönd. Þar ólst hann upp við hefð- bundinn búskap í bland við tónlistina, því foreldrar hans, Reynir Sveins- son og Anna Kristín Jónsdóttir, reka blandað bú og móðir hans er einnig organisti og tónlistarkennari við Tón- listarskólann á Hofsósi. „Ég byrjaði að læra á píanó og blokkflautu í skólanum um fimm ára aldurinn en mamma var búin að segja mér til heima áður. Hún kennir á allt mögulegt en samt ekki á harmóníku,“ segir Jón Þorsteinn og kveðst fljótlega hafa sleppt flautunni. „Ég tók harmón- íkuna fram yfir flautuna þegar ég var átta ára og var með hana ásamt píanó- inu þar til ég var fjórtán, þá hætti ég námi í píanóleik. Í dag þykir mér samt góð tilbreyting að spila líka á píanó.“ Eftir skólagöngu á Hofsósi lá leið Jóns Þorsteins á Sauðárkrók þar sem hann lauk framhaldsprófi á harmón- íku við tónlistarskólann og stúdents- prófi við fjölbrautaskólann vorið 2007. Síðan kveðst hann hafa stundað sjálfs- nám. En spilar hann aldrei fyrir dansi eins og títt er um harmóníkuleikara? „Nei, ég hef mjög lítið verið í þannig spilamennsku, held ég hafi ekki spil- að á böllum síðan ég var lítill. Það er ekki mitt áhugasvið.“ Fleiri tegundir tónlistar en klass- ísk verk höfða samt til Jóns Þorsteins að hans sögn. Hann kveðst til dæmis heitur fyrir djassi núna. „Ég ætla að spila meira af djassi og tangótónlist,“ segir hann og kveðst hafa gert svolítið af því að spila með kórum, þar á meðal Karlakórnum Heimi. „Yfirleitt kem ég samt fram sem einleikari,“ tekur hann fram. Hann dvelur í borginni í vetur og auk þess að starfa í þjónustuíbúð fyrir fatlaða syngur hann í fjórum kórum, Mótettukórnum, Kammerkór Dómkirkjunnar og kórum Bústaða- kirkju og Vídalínskirkju. „Skemmti- legast er samt að spila,“ segir hann og það verða lokaorðin í þessu viðtali. gun@frettabladid.is HARMÓNÍKULEIKARINN JÓN ÞORSTEINN REYNISSON: KYNNIR EINSTÆÐAN DISK Ólst upp með klassík í eyrum JÓN ÞORSTEINN „Ég held ég hafi ekki spilað á böllum síðan ég var lítill. Það er ekki mitt áhuga- svið,“ segir Skagfirðingurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, Pétur Sveinbjörn Jónsson prentari og tónlistarmaður, frá Stykkishólmi, lést í Avero í Portúgal 19. janúar s.l. Örn Elvar Jónsson Reyn Jónsson Ashild Jónsson Magnús Pétur Jónsson Margrét Jónsdóttir Erna Jónsdóttir Gísli Birgir Jónsson Ástkær faðir okkar, afi og langafi Aðalsteinn Guðbrandsson frá Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 12. febrúar. Sigríður Aðalsteinsdóttir Ole Dangvard Jensen Sjöfn Aðalsteinsdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir Ævar Guðmundsson Þórheiður Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Ólafsdóttur Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis að Kirkjuvegi 19, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunardeild 2B Hrafnistu og dægradvalar Reykjanesbæjar fyrir góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Eyjólfur Kristinsson Kristinn Eyjólfsson Karítas Bergmann Stefanía Eyjólfsdóttir Guðmundur Karl Ólafsson Þóra Eyjólfsdóttir Ragnar Karlsson Ólafur Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug öllum sem minntust mömmu minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku Bergþóru Jónsdóttur f. 24. september 1958, d. 10. janúar 2011. Við þökkum þeim, sem önnuðust hana í erfiðum veik- indum. Við þökkum sérstaklega samferðafólki hennar sem heiðraði hana við útför í minningarorðum, söng og hljóðfæraleik. Úlfhildur Flosadóttir Kristín Ólafsdóttir Jón Hallsson Sigríður Jónsdóttir Þórir Bragason Ólöf Jónsdóttir Íma Þöll Jónsdóttir David Zoffer Þórhildur Halla Jónsdóttir Jóhann Eggert Matthíasson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórir Sveinbjörnsson Lyngási 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Sveinbjörn Þórisson María H. Ragnarsdóttir Ásdís Þórisdóttir Páll Theodórsson Ásþór Þórisson Brandi Carlson Gunnar Þórisson Alessa Baumann Sigurður Ernir Þórisson Hjörtur Jóhannsson Þórunn Elva Halldórsdóttir Steinar Már Þórisson Elín María Þorvarðardóttir Þóra Eygló Sigurðardóttir Kristvin Ómar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Svana Vernharðsdóttir Linnet Árskógum 6, sem lést þann 29. janúar s.l., verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Henrik Linnet Vernharður Linnet Anna Bryndís Kristinsdóttir Kristján Linnet Jónína Guðnadóttir Jóhanna Linnet Gunnar Þór Benjamínsson Svanhildur Jóna Linnet Theodore Vougiouklakis barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson 50 ára afmæli Jóhann Snorri Jóhannesson verslunarstjóri er fimmtugur í dag hann er kvæntur Önnu Guðrúnu Kristinsdóttur og saman eiga þau tvö börn Hauk og Ingu Söru og eitt barnabarn Jóhann Leó sem Haukur á með Önnu Heiðu Sigrúnardóttur . Jóhann Snorri verður að heiman á afmælisdaginn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og kærleik í gegnum veikindi og andlát okkar ástkæra Geirs Hlíðbergs Guðmundssonar Löngumýri 2, Garðabæ. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét Guðmundsdóttir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.