Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 68

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 68
40 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR krakkar@frettabladid.is Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? Við eigum sjö ára vináttuaf- mæli í sumar. Hvar eigið þið heima? Við erum alltaf á ferðinni en eins og er eigum við heima í Borgarleikhús- inu. Hvað eruð þið? Við erum eiginlega bara við. Hver og einn vinur okkar geym- ir eflaust sína mynd í hjartanu. Upphaflega vorum við furðu- verur sem komu frá ævin- týralandi. Vinir okkar eru þó eflaust hættir að líta á okkur sem furðulegar. Af hverju eruð þið alltaf mál- aðar í framan? Það er vegna þess að við elskum fiðrildi og finnst svo fallegt að skreyta okkur svona eins og þau. Hvernig farið þið að því að ferðast um tímann? Við ferð- umst um tímann með tímavél- inni okkar. Hann Zúmmi álfa- strákur breytti gula bílnum okkar í tímavél og lét okkur hafa töfraduft til að nota með henni. Ef við viljum fara aftur í fortíðina notum við blátt töfraduft, því fjarlægðin gerir fjöllin blá, og ef við viljum fara inn í framtíðina þá notum við hvítt töfraduft, því framtíðin er óskrifað blað. Hvert er uppáhaldsdýrið ykkar? Við elskum öll dýr en fiðrildið er okkur alveg sérstak- lega kært því eins og fiðrildi eru engin tvö okkar alveg eins en samt erum við öll falleg á okkar eigin hátt. Svo tengjast fiðrildin líka óskunum sem við söfnum frá vinum okkar úti um allan heim. Hvenær verðið þið aftur með þætti í sjónvarpinu? Við erum að fara í tökur á nýjum þáttum í Hvippinn og hvappinn-seríunni. Við ætlum líka að ferðast til útlanda og finna íslensk börn í hinum ýmsu löndum við leik og störf. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vetur. Hvaðan kemur Zúmmi og hvað kann hann að gera sniðugt? Zúmmi er föð- urbróðir ömmusystur Lúsíar eða eitthvað svo- leiðis. Hann er allavega álfur sem er eins og fjör- ugur kálfur. Honum finnst skemmtilegast að þeysast um á hlaupahjóli og töfra alls kyns hluti. Svo kann hann líka að syngja og breika og fara í splitt. Það þarf samt að passa sig svolít- ið á honum því hann er stríð- inn. Hver er besta vinkona ykkar og af hverju? Það er hún Lúsí. Hún veit svo margt og getur allt- af hjálpað okkur með ótrúleg- ustu hluti. Svo á hún líka svo skemmtilega bók. Það er orða- bók sem hún getur galdrað upp úr. Farið þið einhvern tímann í fýlu út í hvor aðra? Nei, við höfum aldrei farið í fýlu því það er svo leiðinlegt. Það rænir svo mörgum mikilvægum mínútum af lífinu. Það er miklu skemmti- legra að ræða bara hlutina og gera gott úr þeim. Af hverju talið þið stundum táknmál? Stundum tölum við tákn með tali. Það gerum við til að sem flest börn geti skilið okkur. Það eru nefnilega ekki allir sem heyra. Þess vegna er gott að nota auðvelt tákn- mál sem undirstrikar það sem maður segir. VORU UPPHAFLEGA FURÐUVERUR Leiksýningin Skoppa og Skrítla á tímaflakki er nú komin aftur á fjalir Borgarleik- hússins og hefur álfastrákurinn Zúmmi slegist í för með vinkonunum. Hann er fjörugur eins og kálfur, fimur en agalega stríðinn. Skoppa og Skrítla eru glaðar og góðar að venju og eiga sjö ára vináttuafmæli í sumar. Zúmmi er föðurbróðir ömmusystur Lúsíar. Hann er allavega álfur sem er eins og fjörugur kálfur. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Tvær slöngur voru að skríða úti í móa, þá spurði önnur: Erum við eiturslöngur? Já, við erum baneitraðar eit- urslöngur. Af hverju spyrðu? Æ, út af því að ég beit í tung- una á mér. Krissi: Ég og bróðir minn vitum sko allt. Eddi: Einmitt það, hvað heitir forseti Íslands? Krissi: – Eeeeee – það er eitt af því sem bróðir minn veit. Stefán Sverrisson 9 ára. Einu sinni voru tvær smá- kökur í ofni og þá sagði ein kakan „úff“ og hin sagði: „AAAAAA TALANDI SMÁ- KAKA.“ Einu sinni voru tvær kindur og ein kindin sagði „meee“ þá sagði hin kindin: „Einmitt það sem ég ætlaði að segja.“ Tinna María Friðriksdóttir 9 ára. BBC.CO.UK/CBBC/GAMES er leikjasíða BBC sjónvarpsstöðvar- innar. Þar er hægt að finna alls konar tölvuleiki sem spila má frítt á netinu. ekki missa af flessu!! Bak vi› Holtagar›a!! a›eins í dag, laugardag frá kl. 11 - 17 Sími 588 8477 • betrabak.is 30-70% afsláttur Sí›asti d gurinn Lagerútsala! Bak vi› Holtagar›a!!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.