Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.02.2011, Blaðsíða 30
32 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR 1 2 3 4 5 67 8 9 10 Í HVAÐA LANDI ÖÐRU EN ÍSLANDI MYNDIR ÞÚ HELST VILJA BÚA? 1 Danmörk ................... 17,4% 2 Noregur .....................15,6% 3 Svíþjóð ...................... 11,7% 4 Bandaríkin ................. 9,1% 5 Spánn ..........................6,3% 6 Bretland ......................5,8% 7 Kanada ........................ 3,1% 8 Frakkland ...................2,8% 9 Þýskaland ...................2,8% 10 Ítalía ............................ 2,1% 6,9% sögðust hvergi annars staðar vilja búa DANMÖRK ÍSLAND Íbúar ......................................................................... 5.558.000 Atvinnuleysi ....................................................................... 8% Meðalhiti í Kaupmannahöfn: febrúar ....................................................................0 gráður júlí .......................................................................... 16 gráður Ævilíkur: ..........................................................................78 ár Hver kona eignast að meðaltali ...................1,80 börn Löglegur áfengiskaupaaldur: í verslunum ................................................................16 ára á börum .......................................................................18 ára Íbúar ............................................................................. 318.000 Atvinnuleysi ....................................................................7,4% Meðalhiti í Reykjavík: febrúar .....................................................................0 gráður júlí ...........................................................................11 gráður Ævilíkur .............................................................................79 ár Hver kona eignast að meðaltali ...................2,05 börn Löglegur áfengiskaupaaldur ...............................20 ára S amband og samskipti milli Íslands og Dan- merkur eru aldagömul og svo virðist sem gamla herraþjóðin skipi enn stóran sess í hjört- um margra Íslendinga, en flest- ir þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast helst myndu kjósa að búa þar ef þeir þyrftu að velja sér dvalarstað utan Íslands. Þá er ljóst að margir Íslending- ar telja Norðurlöndin henta sér vel því Noregur og Svíþjóð koma á hæla Danmerkur í könnuninni í öðru og þriðja sæti, og eru þessi þrjú lönd þau einu sem yfir tíu pró- sent aðspurðra nefna til sögunnar í þessu sambandi. Bandaríkin, eða „vinir okkar í vestrinu“, eins og Þórarinn Eld- járn kvað í Segulstöðvarblúsnum fyrir margt löngu, eru í fjórða sæti í könnuninni á meðan fimmtu flestir nefna valkostinn „Ekkert“, sem ætti að gefa til kynna að þau 6,9 prósent sem það gera séu það ánægð með lífið og tilveruna að þau geti hreinlega ekki hugsað sér að búa annars staðar en á Íslandi. Þó er greinilegur munur á þeim yngri og eldri í þessu sambandi; 12,3 prósent þeirra sem segjast hvergi annars staðar vilja búa eru fimmtíu ára eða eldri, en einung- is 3,4 prósent þeirra á aldrinum 18 til 49 ára. Þá virðast þeir sem yngri eru áfjáðari í að flytjast til Danmerkur, en þeir eldri held- ur til Noregs. Sáralítill munur er á niður stöðum könnunarinnar sé þeim skipt eftir kyni. Í tölum yfir búferlaflutninga á síðasta ári frá Hagstofunni kemur fram að flestir allra fluttu til Nor- egs, eða alls 1.539 talsins, á meðan 1.469 fóru til Póllands og 1.145 til Danmerkur. Alls settu 727 stefn- una á Svíþjóð og 393 fóru til Bandaríkjanna. Norðurlöndin efst á blaði „Þessar niðurstöður eru að miklu leyti í samræmi við fyrri kannanir sem hér hafa verið gerðar. Norður- löndin hafa lengi verið efst á blaði sem áfangastaður fyrri Íslend- inga sem hugsa sér til brottflutn- ings og reynslan sú sama, að flest- Gamla herraþjóðin heillar Norðurlöndin, og sér í lagi gamla nýlenduveldið Danmörk, eru þátttakendum í skoðanakönnun Fréttablaðsins efst í huga þegar þeir eru inntir eftir því hvaða landi þeir kysu helst að búa í að Íslandi undanskildu. Kjartan Guðmundsson rýndi í niðurstöðurnar og bar málið undir þá Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Frey Ævarsson, sem búið hefur í Kaupmannahöfn í fimm ár. F reyr Ævarsson flutti til Kaup-mannahafnar árið 2006. Fyrstu tvö árin starfaði hann á Laundromat Café, sem er í eigu Friðriks Weisshappel, en hóf svo meistaranám í aðfangastýringu, eða Supply chain management, í Copenhagen Business School (CBS), sem hann lauk nú í nóvem- ber. Um þessar mundir er Freyr í atvinnuleit og býr í leiguíbúð á Amager ásamt Kirsten, danskri unnustu sinni, og tveimur börnum þeirra, Sólveigu, tveggja og hálfs árs og Aski sem er tíu mánaða. Aðspurður lætur Freyr vel af dvölinni í Danmörku og segir þægindi einkenna Kaupmanna- höfn. „Íslendingar hafa greiðan aðgang að félagslega batteríinu og skólagangan er ókeypis, sem létt- ir námsfólki óneitanlega lífið. Ég vann í tvö ár áður en ég fór í nám og öðlaðist því rétt á styrk frá SU, danska námslánakerfinu, svo þetta hefur gengið nokkuð vand- ræðalaust fyrir sig,“ segir Freyr. Þegar hann flutti til Danmerkur frá Íslandi hafði Freyr í huga að dvelja þar í fimm ár hið minnsta og klára meistaranámið, en nú segist hann ekki vita hvort og þá hvenær hann flytji heim til Íslands aftur. Spurður hvort kreppan leiki þar hlutverk segir hann hana gera það óbeint. „Kreppan á Íslandi snerti mig í raun sáralítið fjárhagslega séð, en hún minnkar þó líkurnar á því að við flytjum til Íslands vegna þess að atvinnuhorfurnar eru fremur slæmar þar. Ef ég fengi vinnu á Íslandi myndum við að sjálfsögðu íhuga að flytja, en þá þyrfti Kirst- en líka að fá vinnu þar,“ segir Freyr, en Kirsten er ljósmyndari að mennt og byrjar í meistara- námi í blaðamennsku nú í febrúar, að loknu fæðingarorlofi. Hann bætir við að atvinnu- möguleikarnir hafi verið fremur slæmir í Danmörku að undan- förnu en nú virðist sem eitthvað sé að rætast úr þeim málum. „Það er alltaf dálítið erfitt fyrir nýútskrifaða að fá vinnu en eftir einn mánuð hefur maður rétt á atvinnuleysisbótum, og einnig standa manni til boða ýmis konar námskeið þar sem hægt er að mennta sig frekar, búa sig undir atvinnuviðtöl, læra framkomu og fleira í þeim dúr. Það er ýmis- legt gert fyrir fólk á meðan það er atvinnulaust,“ segir hann og bætir við að allt gangi snurðulaust varð- andi börnin tvö í Kaupmannahöfn. „Hér er auðvitað nokkur skort- ur á leikskólaplássi eins og víð- ast hvar annars staðar en okkur hefur gengið mjög vel. Flest börn fá leikskólapláss á aldrinum tíu til tólf mánaða og við erum mjög ánægð með leikskólana.“ Hann nefnir samgöngur sem einn helsta kostinn við að búa í borginni við sundið, því auðvelt sé að komast allra sinna leiða með strætó eða á hjóli. Hann ber Dönum í meginatrið- um vel söguna. „Það eru smámun- ir eins og þjónustan í verslun- um og kaffihúsum, sem er léleg,“ segir hann. „Danir búa ekki yfir mikilli þjónustulund. Það sést til dæmis í stóru búðunum niðri í bæ, eins og Illum og Magasin Du Nord, þar vinna nánast bara Svíar. Þeir virðast skilja sam- hengið milli góðrar frammistöðu í starfi og launa betur en Danirnir, sem eru svolítið sjálfhverfir.“ Veit ekki hvort ég flyt aftur heim Freyr Ævarsson býr í Kaupmannahöfn ásamt danskri unnustu sinni og tveimur börnum. ir hafa flutt til Norðurlandanna,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem meðal annars hefur kynnt sér búferlaflutninga Íslend- inga ítarlega. Stefán segir niðurstöður könn- unar Fréttablaðsins einnig í góðu samræmi við viðhorfakönnun sem HÍ stóð fyrir vorið 2009, þar sem þátttakendur voru spurðir um áherslur sem þeir vildu sjá í skipan þjóðfélagsins og hvort þeir myndu heldur kjósa að sækja fyrir- myndir fyrir Ísland framtíðarinn- ar hjá hinum Norðurlandaþjóðun- um eða Bandaríkjunum. „Í þeirri könnun völdu yfir níutíu prósent þátttakenda Norðurlöndin sem æskilega fyrirmynd en mjög lít- ill hluti setti Bandaríkin efst á blað, þótt Íslendingar séu almennt fremur hlynntir Bandaríkjunum. Sú könnun var væntanlega undir áhrifum af reynslunni af hruninu og líklega töldu margir að það sem efst var á baugi hér fyrir hrun hafi verið róttæk útgáfa af amerískum kapítalisma.“ Danir líkastir okkur Hann segir Íslendinga virðast átta sig á því að Norðurlöndin séu mjög farsæl og manneskjuvæn, ef marka má niðurstöður kannana. „Það er kannski helst að fólki finn- ist Norðurlöndin ekki vera nægi- lega spennandi, og Bandaríkin freista mögulega meira varðandi þá hlið mála, en sú skoðun ristir þó ekki dýpra en þetta. Ætli Dan- mörk sé ekki líka skemmtileg- ust af Norðurlandaþjóðunum og kannski líkust okkur. Danir eru mestu einstaklingshyggjumenn- irnir og það erum við líka.“ Stefán segir Danmörku lengi hafa sogað til sín marga Íslend- inga, þrátt fyrir að á köflum hafi verið mun meira um atvinnutæki- færi í öðrum löndum, til dæmis í Svíþjóð. „Gömlu sögubækurn- ar í skólunum, sem fjölluðu um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, töluðu Dani dálítið niður en það megnaði þó aldrei að vekja upp mikinn fjandskap í þeirra garð. Og svo hefur þetta bara batnað síðan. Sagnfræðingar hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að Danir hafi, þrátt fyrir allt, verið ansi gott nýlenduveldi og Íslendingum alls ekki slæm herraþjóð. Ég held að Íslendingar séu mjög nærri Dönum og böndin eru traust,“ segir Stefán. Hringt var í 800 manns mið- vikudaginn 19. janúar. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Í hvaða landi öðru en Íslandi mynd- ir þú helst vilja búa? Alls tóku 83,4 prósent þeirra sem hringt var í afstöðu til spurningarinnar. FÓTBOLTAUNNENDUR Freyr ásamt synin- um Aski, sem er tíu mánaða gamall. STRIKIÐ Reiðhjól í þúsundatali eru eitt helsta einkenni borgarinnar við sundið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.