Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 80

Fréttablaðið - 05.02.2011, Side 80
 5. febrúar 2011 LAUGARDAGUR52 sport@frettabladid.is GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON var í gær orðaður við spænska stórliðið Atletico Madrid. Dagblaðið As greindi frá því að liðið ætlaði að styrkja sig til muna næsta sumar og efstir á óskalista félagsins væru þeir Gylfi Þór og Anderson, leikmaður Manchester United. Gylfi er nú á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi. FÓTBOLTI Augu flestra knattspyrnu- áhugamanna heimsins munu bein- ast að Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, klukkan 16.00 á morgun þegar liðið tekur á móti Liverpool. Góðar líkur eru á því að Fernando Torres verði þar í aðalhlutverki. Chelsea keypti Torres frá Liver- pool á mánudagskvöldið fyrir 50 milljónir punda og er líklegt að hann muni koma við sögu í leikn- um. Torres var í þrjú og hálft ár hjá Liverpool og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann skoraði grimmt en átti reyndar erfitt uppdráttar á síðustu mánuð- um sínum hjá Liverpool. „Það er markmið allra knatt- spyrnumanna að spila fyrir topp- félag sem berst um alla titla. Nú er ég kominn til Chelsea sem er slíkt félag. Ég kemst ekki hærra en þetta,“ sagði Torres í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Chelsea. Þessi staðhæfing reitti marga stuðningsmenn Liverpool til reiði. „Ég veit ekki hvað hann hefur sagt síðan hann fór til Chelsea,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liver- pool. „Ég veit bara það sem hann sagði þegar hann var hér. Og ég veit ekki hvort félagið muni græða meira á þessum félagaskiptum. Tíminn verður að leiða það í ljós.“ Liverpool keypti þá Andy Carroll og Luis Suarez til að fylla í skarð Torres og er búist við því að sá síðarnefndi muni spila á morgun. Carroll er hins vegar meiddur. Þess má einnig geta að Joe Cole, sem gekk í raðir Liverpool frá Chelsea í sumar, er nú að snúa aftur á sinn gamla heimavöll í fyrsta sinn. - esá Fernando Torres í sviðsljósinu þegar Chelsea mætir Liverpool um helgina: Gerir Torres gamla félaginu grikk? FERNANDO TORRES Kominn til nýs félags og mætir því gamla strax á sunnudaginn. Hér er hann með Carlo Ancelotti. NORDICPHOTOS/GETTY Til leigu rekstur á hótel- og gistiheimili í mikilli náttúrufegurð við Eskifjörð. Hótelbyggingin er 357m² og tekur 22 gesti í 11 herbergjum. Hótelið er nýuppgert og öll aðstaða snyrtileg. Setustofa er á efri hæð með gervihnattasjónvarpi, tveim sófum, tölvu og internettengingu. Stór verönd snýr að sjónum með borðum og bekkjum til að njóta útiveru og náttúrufegurðar Eskifjarðar. Gott eldhús er á neðri hæð með mjög góðum tækjum og búnaði. Miklir möguleikar eru í frekari markaðsetningu staðarins. Má þar nefna ferðir Norrænu til og frá landinu auk þess sem svæðið er geysivinælt hjá útivistarfólki. Í Oddskarði er mikil vetrarparadís fyrir skíðaáhugamenn og mætti lengja ferðamannatímabilið umtalsvert. Aðstaðan er einnig tilvalin fyrir námskeiðahald og ættarmót. Hótelið heldur úti góðri heimasíðu www.hotelaskja.is og eru þar góðar og gagnlegar upplýsingar um aðstæður og aðbúnað. Áhugasamir geta sent fyrirspurnir á netfangið info@hotelaskja.is Hótel Askja - Eskifirði - info@hotelaskja.is - www.hotelaskja.is VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU GISTIHEIMILI Á ESKIFIRÐI TIL LEIGU HANDBOLTI Framstelpur töpuðu með tveggja marka mun, 24-26, í fyrri leiknum sínum á móti þýska liðinu Blomberg-Lippe í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór Safamýri í gærkvöldi. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili ellefu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bít- andi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Það er því allt galopið fyrir síðari leik- inn sem fram fer kl 16.00 í dag. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægð- ur með leikinn. „Liðið var ein taugahrúga í upp- hafi og stelpurnar þorðu ekki að taka almennilega af skarið. Síð- ustu 45 mínúturnar fannst mér alveg frábærar hjá stelpunum. Vörnin var í raun fín allan leikinn en sóknarleikurinn var að stríða okkur á köflum. Stella Sigurðardóttir var alveg frábær í kvöld og það munar alveg gríðarlega miklu fyrir okkur að vera komin með hana til baka úr meiðslum. Núna er þetta bara í okkar höndum, ég vil sjá alveg fullt hús á morgun og þá lofa ég því að við förum áfram,“ sagði Einar brattur eftir leikinn í gær. Stella Sigurðardóttir átti stórleik í gær og var nokkuð sátt að leiks- lokum. „Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær . Við bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim í byrj- un en um leið og við fórum aðeins að berja á þeim þá fundum við að þetta var alveg hægt. Við fórum að spila saman sem lið í staðinn fyrir það einstaklings- framtak sem einkenndi leik okkar í byrjun. Við ætlum að vinna leik- inn á morgun og koma okkur í 8- liða úrslitin. Það sást greinilega að við eigum fullt erindi í þetta lið og með góðum stuðningi þá förum við áfram,“ sagði Stella eftir leik- inn í gær. - sáp Ætlum í átta liða úrslitin Það er allt galopið hjá kvennaliði Fram þrátt fyrir skelfilega byrjun á móti þýska liðinu Blomberg-Lippe í Evrópukeppninni í gær. Fram lenti 3-14 undir í leiknum en tapaði á endanum bara með tveggja marka mun, 24-26. NÍU MÖRK Stella Sigurðardóttir átti stórleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Blomberg-Fram 26-24 Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðar- dóttir 9/2 (15/2) , Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2) , Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4) , Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3) , Marthe Sördal 2 (4) , Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) . Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%). KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur tryggðu sér sæti í bikarúrslita- leiknum þriðja árið í röð og alls í 19. sinn frá upphafi þegar þær unnu þriggja stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarð- vík, 72-69, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Það voru miklar sveiflur í leiknum fram að lokaleik- hlutanum þar sem Kefla- víkurliðið hafði betur á spennandi lokamínút- um. Njarðvík var 39- 30 yfir í hálfleik og náði mest 11 stiga forskoti í þriðja leik- hluta en Keflavík sneri við leikn- um með því að skora fimmtán stig í röð í þriðja leikhlutanum og leiddi í leiknum eftir það. Bryndís Guðmundsdóttir (til vinstri) var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig. Marina Caran lék sinn fyrsta leik með Keflavík og skoraði 11 af 13 stigum sínum í seinni hálf- leiknum. Shayla Fields var atkvæðamest hjá Njarð- vík með 22 stig, Dita Liepkalne bætti við 18 stigum og 13 fráköst- um en Julia Demirer var með 10 stig og 11 fráköst. - óój Mikil spenna í nágrannaslag í Ljónagryfjunni í gær: Keflavík í bikarúrslit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.