19. júní - 19.06.1981, Side 23
Fá bæði kynin sömu
menntun í grunnskólanum?
Ema Lilja
Ragnarsdóttir. Ölafsdóttir.
Önnur grein laga um grunn-
skóla frá 1974 hljóðar svo: „Hlut-
verk grunnskólans er, í samvinnu
við heimilin, að búa nemendur
undir líf og starf í lýðræðisþjóðfél-
agi, sem er í sífelldri þróun. Starfs-
hættir skólans skulu því mótast af
umburðarlyndi, kristilegu siðgæði
og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn
skal temja nemendum víðsýni og
efla skilning þeirra á mannlegum
kjörum og umhverfi, á íslensku
þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum
og skyldum einstaklingsins við
samfélagið.
Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins.
Grunnskólinn skal veita nem-
endum tækifæri til að afla sér
þekkingar og leikni og temja sér
vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri
viðleitni til menntunar og þroska.
Skólastarfið skal því leggja grund-
völl að sjálfstæðri hugsun nem-
enda og þjálfa hæfni þeirra til
samstarfs við aðra.“
Mynd- og handmennt er sú
námsgrein sem e. t. v. höfðar á
hvað víðtækastan hátt til þessarar
skilgreiningar á hlutverki grunn-
skólans. Nokkur meginmarkmið
námsskrár í mynd- og handmennt
sem tók gildi 1977 eru:
Að þroska og þjálfa hug og
hendur nemandans til að tjá eigin
hugmyndir, þekkingu og reynslu í
margskonar efnivið með viðeig-
andi vinnubrögðum.
Að efla hugmyndaflug, sköpun-
arhæfileika, sjálfstraust og sjálf-
stæði nemandans.
Að stuðla að því að nemandinn
tileinki sér hagkvæm vinnubrögð
og nái þeirri hæfni að verða sjálf-
bjarga í verki.
í inngangi að námsskránni segir
einnig:
„Með mynd- og handmenntar-
náminu er leitast við að koma til
móts við það markmið grunnskól-
ans að gefa öllum einstaklingum
tækifæri til að uppgötva og þroska
þá hæfilejka sem þeir búa yfir.
I samræmi við þetta er gert ráð
fyrir að greining nemenda eftir
kynjum í hannyrða- og smíðanámi
verði úr sögunni eins fljótt og að-
stæður leyfa.“
Grunnskólalögin voru, eins og
fram hefur komið, samþykkt á Al-
þingi 1974. Þeim var ákvarðaður
tíu ára aðlögunartimi þar til þau
skyldu komin til framkvæmda að
fullu.
Nú eru 7 ár liðin af áratugnum.
Blaðamönnum 19. júní lék því
hugur á að athuga hvernig gengi
að koma á samræmdri hand-
menntarkennslu í grunnskólum.
Niðurstaða könnunar sem gerð
var meðal mynd- og handmennt-
arkennara á haustfundi kennara
og námsstjóra í september 1979 er
sú, að yfirleitt hafi tvær stundir á
viku verið ætlaðar til hannyrða-
eða smíðanáms skólaárið 1979 —
80. f nokkuð mörgum skólum fá
allir nemendur bæði smiða- og
hannyrðakennslu og þá í flestum
tilvikum jaannig að nemendur
skipta um grein á miðjum vetri,
eru i smíði hálfan veturinn en
hannyrðum hinn hlutann. Aðeins
fáir skólar hafa samræmt kennsl-
una að fullu, þannig að bæði kynin
njóti sömu kennslu að öllu leyti og
séu saman í kennslustundum.
Af þessu sést að enn skortir
nokkuð á að námsskráin sé að fullu
framkvæmd. í viðtali við Þóri Sig-
urðsson, námsstjóra í mynd- og
handmennt, kom fram að hann
taldi að það sem aðallega tefði
framkvæmd væri að of fáar stundir
væru ætlaðar til kennslu í þessari
grein. Nemendur næðu hvorki
fullnægjandi valdi á smíðum né
hannyrðum á þeim stutta tíma
sem ætlaður væri til kennslunnar.
A áðurnefndum haustfundi
kennara og námsstjóra kom fram
það samdóma álit allra að nauð-
synlegt væri að allir nemendur
fengju tækifæri til að stunda báðar
handmenntargreinarnar. Margar
ástæður voru tilgreindar fyrir
þessu viðhorfi, svo sem þessar:
Það er augljós jafnréttiskrafa að
allir geti kynnst sömu námsgrein-
um. Slíkt er forsenda sjálfsbjargar
og jafnréttis.
Það veitir tækifæri til að vekja
áhugasvið sem annars opnuðust
e. t. v. ekki.
Mikilvægt er fyrir einstakling-
inn að geta skapað eitthvað sjálfur,
upplifað og fengið útrás fyrir þann
sköpunarkraft sem í öllum býr.
Fjölbreytni í námi stuðlar að al-
hliða þroska.
Nauðsynlegt er að nemendur fái
sem mesta og besta verkjDjálfun til
að verða sjálfbjarga þjóðfélags-
þegnar.
Nauðsynlegt er að drengir geti
gert við fötin sín og kynnst helstu
vinnubrögðum hannyrða. Ekki er
síður nauðsynlegt fyrir stúlkur að
kunna að fara með algengustu
smíðaverkfæri.
í nútímaþjóðfélagi þurfa allir að
kunna skil á undirstöðuatriðum
þessara greina.
21