19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 44

19. júní - 19.06.1981, Síða 44
Það er nauðsynlegt að hugsa stórt Rætt við Oddnýju Halldórsdóttur nema í sauðfjárrækt í Bréfaskólanum Oddný Halldórsdóttir. Það voru liðnir um það bil tveir áratugir frá því Oddný Halldórs- dóttir stóð upp frá skólabekk og þar til hún tók upp þráðinn að nýju. Raunar er varla hægt að segja, að hún hafi þá setzt á skóla- bekk í eiginlegum skilningi, því að námið stundar hún eingöngu á heimili sínu, en á vegum Bréfa- skólans. Það hentar henni prýði- lega, því að hún á fimm börn á skólaaldri og á þar af leiðandi ekki vel heimangengt. „Ég lauk gagnfræðaprófi árið 1959 og var síðan einn vetur í Handíða-- og Myndlistaskólan- um,“ segir hún. „Mig langaði allt- af til að læra meira, en svo giftist ég og fór að eiga börnin, þannig að frekara nám varð að bíða. Svo var það nú síðastliðinn vetur, að ég sá í Búnaðarblaðinu Frey ayglýsingu um nám í Bréfaskólanum. Um þennan skóla vissi ég nánast ekk- ert, en þetta varð tii þess að ég afl- aði mér upplýsinga um hann og komst að raun um, að hann bauð upp á ótrúlega fjölbreytt og hent- ugt nám. Síðan lét ég innrita mig í febrúar sl. og stunda nám í sauð- fjárrækt og gerð búreikninga.“ 42 — Hvers vegna urðu þær greinar fyrir valinu hjá þér? Oddný hlær og segir svo: „Það verða margir hissa, þegar þeir heyra, hvað ég er að læra, en sannleikurinn er sá, að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á dýrum, þótt ég sé fædd og uppalin í Reykjavík, og draumur okkar hjónanna er að fá góða bújörð og stunda fjárbú- skap. Við höfum lengi verið að leita að jörð til kaups, en ekki fundið neina, sem okkur líkar. Meðan við bíðum er tilvalið að nota tímann og fræðast um bú- skapinn, en hvort sem við verðum áfram í borg eða flytjumst upp í sveit er ég staðráðin í að halda áfram að læra. Þetta er bara byrj- unin.“ — Hvernig fer þetta nám fram? „Maður fær send verkefni úr skólanum, sem síðan eru unnin heima og svo lesin yfir af kennur- um og leiðrétt, ef þörf krefur. Við höfum að sjálfsögðu námsbækur og svo er vísað til uppsláttarrita og bóka. Um verklegt nám er ekki að ræða. Búreikninga fæ ég senda og þá þarf ég að færa samkvæmt fyrirmælum. Þar er gert ráð fyrir kúabúskap, sauðfjárbúskap, garð- yrkju, hænsnarækt o. fl.“ — Og virðist þér vera hagnaður af búskap á Islandi miðað við þetta reikningshald. „Ef vel er á málum haldið getur hagnaðurinn orðið góður. En eitt af því, sem mér hefur orðið ljóst í þessu námi er að mjög margs er að gæta í búrekstri, og ekki er allt eins einfalt og það sýnist í fljótu bragði, Ég haf alltaf talið mig nokkuð kunnuga sveitastörfum, en þó er fjölmargt, sem hefur komið mér á óvart, t. d. öll sú nákvæmni, sem þarf að gæta við fóðrun búfjár og ýmislegt fleira mætti telja.“ — Hefur það ekkert staðið þér fyrir þrifum við námið hversu langt er síðan þú varst í skóla? „Það var dálítið átak að byrja eftir öll þessi ár, en strax eftir að ég hafði skilað fyrsta verkefninu hefur námið gengið prýðilega. Þó hef ég orðið vör við að stærðfræði- kunnáttan mætti vera betri, og ætlunin er að bæta úr því. Mér finnst bréfaskólanámið henta mér mjög vel, því við það er nauðsyn- legt að temja sér sjálfstæð vinnu- brögð og treysta á sjálfan sig. En aðalatriðið er að hafa áhuga og kannski svolítið af metnaði líka. Þá eiginleika er oft fremur að finna hjá fullorðnu fólki, sem byrjar í námi eftir margra ára hlé en hjá ungu skólafólki, sem lætur gjarnan berast með straumnum." — Hvaða augum líta börnin þín á þetta? „Þau hafa gaman af því, og það hefur komið þeim svolítið á óvart, hvað mér hefur gengið vel. Eg er viss um, að það hefur þroskandi áhrif á börn og unglinga, þegar móðir þeirra fer að fást við nám og keppa að einhverju marki eftir að hafa beint öllum sínum kröftum að uppeldi og heimilishaldi. En vita- skuld er það þroskavænlegast fyrir hana sjálfa. Ég þekki ýmsar konur sem hafa farið í framhaldsnám eftir að hafa stundað húsmóður- störf eineröneu í möre ár, oe; bær Framhald á bls. 56.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.