19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 40

19. júní - 19.06.1988, Page 40
TIMARNIR BREYTAST SKÓLARNIR MEÐ? Grunnskólinn og yngstu börnin tli mörgum foreldrum bregði ekki í brún eins og mér, er börnin þeirra sex ára yfirgefa fimm tíma leikskóla og hefja nám í tveggja tíma skóla, sem auk þess hefst ekki fyrr en í september og lýkur um miðjan maí? Er þetta náttúrulögmál, eða má hér ein- hverju breyta? Þetta varð mér til- efni hugleiðinga og baráttu er hófst fyrir nokkrum árum. í lögum um grunnskóla segir svo: „Hlutverk grunnskólans er, í sam- vinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun“. Ég vil skilja þetta þannig að öll starfsemi skólans skuli taka mið af meginstraumum í þjóðfélaginu, en að ekki sé aðeins átt við breytilegar áherslur innan þess ramma sem grunnskólum hefur lengi verið mark- aður. Ég tel að stjórnvöld hafi brugðist þessu markmiði og finnst heildar- skipulag grunnskólakennslu á Islandi miðast við lífshætti er löngu heyra 40 sögunni til hérlendis og verða varla aftur upp teknir. Ég vil taka það skýrt fram í upphafi að þar sem ég þekki til er starfið í grunnskólunum til fyrirmyndar, nám- ið er fjölbreytt, kennarar hæfir, starfsandi góður og börnin frjálsleg og ánægð. Athugasemdir mínar beinast að skólavist 6-10 ára barna og eru eink- um tvær: í fyrsta lagi tel ég að skóla- veran sé of stutt barnanna vegna, að nota þurfi tímann betur og sinna bet- ur fræðsluhlutverki skólans. I öðru lagi tel ég skólann ekki koma til móts við þarfir foreldra, er þurfa örugga vistun barna á vinnutíma. Grein: Alda Möller Samkvæmt stundaskrá er mennta- málaráðuneytið gefur út eru 7-8 ára börn í skólanum 22-24 kennslustund- ir í viku en 9 ára börn í 27 stundir. Sex ára börn eru utan skólaskyldu, en njóta um 16 kennslustunda í viku. Dagleg skólavist er því að jafnaði um 2 klst. fyrir 6 ára börn, 3 klst. fyrir 7-8 ára börn en um 3 'h klst. fyrir 9 ára börn. Kennsla fellur auk þess niður öðru hvoru á starfstímanum, ýmist vegna sérstakra skólafrídaga eða ráð- stöfunardaga kennara. Börn í sömu fjölskyldu sækja sum skóla árdegis en önnur síðdegis og hafa foreldrar orð- ið að lúta því. Margir hafa orðið til að benda á, að stutt skólavera sé andstæð sívaxandi kröfum sem gerðar eru til skólastarfs og menntunar barna og verður því varla á móti mælt. í fróðlegu riti Skýrsla forskólanefndar 1981 var til dæmis lögð áhersla á að auka þurfi skólavist sex ára barna og raunar má segja að rauði þráðurinn í skýrslunni sé þörf og geta ungra barna til aukinn- ar skólaveru. Könnun vinnuhóps, er Ragnhildur

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.