19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 9
VÉR FÖGNUM! Vér fögnum þessum fagra júnídegi, hann færði góðan boðskap okkar þjóð; og sérhvert ár, er sól hans rís úr legi vér sigurglaðar hefjum vorsins óð. Vér skiljum vel, hve þunga ábyrgð eigum er öðlast höfum lengi þráðan rétt, við þetta skref vér þó ei hika megum, því þroska vorsins takmark skal ei sett. I.slensk skáld voru iðin við að minnast kvennadagsins 19. júní í Ijóðum sínum. í riti sem Kvenréttindafélagið gaf út árið 1947 í tilefni 40 ára afmælis síns, er að finna kvæði eftir Ingibjörgu Bene- diktsdóttur, Þorstein Erlingsson, Guðmund Guðmundsson, Matthías Jochumsson, Guðrúnu Stefánsdóttur, Stephan G. Step- hansson, Maríu Jóhannsdóttur, Guðmund Magnússon og Ólínu Andrésdóttur. Kvæð- in eru ort í minni kvenna, sem óður til 19. júní og kveðjur til félagsins, eða bera ein- faldlega nafnið 19. júní. Andi orðanna, sem skáldin binda í hefðbundin Ijóð í takt við tíðarandann hverju sinni, segir sína sögu um þann hug, sem borinn var til dagsins. Flest kvæðanna eru eftir Ingibjörgu Bene- diktsdóttur og við birtum hér þrjú erindi úr Ijóði hennar Hátíðisdagur kvenna 19. júní 1916. Vér fögnum þessum fögru júnídögum. Vér finnum vorið anda nær og fjær; - Já, ákvæðin, sem urðu í dag að lögum, þau eru líka vorsins frjálsi blær. Að finna skilning, finna samúð hlýja, sem frá þeim stafar, - traust og bróðurþel. Það göfgar viljann, klæðir krafta nýja, og gefur okkur þrek að starfa vel. Vér fögnum öllum fögrum júnídögum, með fullu trausti biðjum þess í dag, að allt það besta, er býr í þessum lögum sé blessun vorsins yfir landsins hag. I vorsins nafni stefnu og störf skal hefja: að styrkja, vernda, - þerra tár af kinn, um hlíð og strendur vorsins gróðri að vefja og vorblæ tímans leiða í hjörtun inn. Kvenna- sögu- safn Islands Kvenna- sögusafn íslands Hjarðarhaga 26, Reykjavík, sími 12204. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.