19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 10
 HUSMOÐIRIN SEM FÉKK RIDDARAKROSSINN Heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu, riddarakross eða stórriddarakross, eru árlega veitt af forseta íslands fyrir ýmis störf, t.d. fyrir störf að samgöngumálum, tón- listarmálum, líknarmálum, störf í þágu iðnaðarins, íþrótta eða ein- hverra listgreina. Á síðasta ári fengu alls 39 manns annað hvort riddara- kross eða stórriddarakross. Þar af voru níu konur, þær voru: Birg- itta Spur fyrir störf í þágu högg- myndalistar, Bryndís Víglundsdóttir fyrir störf í þágu þroskaheftra, Guð- rún Magnússon fyrir störf í opinbera þágu, Jórunn Viðar fyrir störf að tónlistarmálum, Margrét Guðna- dóttir fyrir kennslu- og vísindastörf, Áslaug Friðriksdóttir fyrir skóla- málastörf, Guðný Guðmundsdóttir fyrir tónlistarmálastörf og síðasta teljum við en ekki þó sísta Elísa- betu Guðmundu Kristínu Þó- rólfsdóttur, húsfreyju Arnarbæli, Fellsströnd í Dalasýslu. Flún fékk riddarakross fyrir húsmóður- og uppeldisstörf. Löngum er um það rætt og ekki síst í þessu blaði að endurmeta þurfi gildi kvennastarfa. Ritnefnd blaðsins lítur svo á að orðuveiting fyrir það starf sem kon- ur þekkja e.t.v. best og eru fjöl- mennastar í nú sem fyrr, sé hugsuð sem vegsauki og aukið virðingar- merki sem nú hefur verið hafið á loft í fyrsta sinn. Ekki kom annað til greina en leita uppi þessa fyrstu konu, sem fær orðu fyrir húsmóð- ur- og uppeldisstörf og því báð- um við nágranna hennar, Birnu Lár- usdóttur Brunná í Dalasýslu að sækja Elísabetu heim og spjalla við hana í því skyni að kynna hana fyr- ir öðrum. Þá þótti okkur ekki síður við hæfi að í blaðinu kæmi fram örlítil ævi- saga konu, sem er nærri jafngömul kosningarétti okkar - þar skeikar aðeins 2 árum. Saga Elísabetar er jafnframt saga margra íslenskra kvenna og birtir e.t.v. í hnotskurn þær breytingar sem orðið hafa á aðstæðum okkar síðustu 7 áratug- ina. 10 Ljósmynd: Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.