19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 10
HUSMOÐIRIN
SEM FÉKK
RIDDARAKROSSINN
Heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu, riddarakross eða
stórriddarakross, eru árlega veitt af
forseta íslands fyrir ýmis störf, t.d.
fyrir störf að samgöngumálum, tón-
listarmálum, líknarmálum, störf í
þágu iðnaðarins, íþrótta eða ein-
hverra listgreina. Á síðasta ári fengu
alls 39 manns annað hvort riddara-
kross eða stórriddarakross. Þar
af voru níu konur, þær voru: Birg-
itta Spur fyrir störf í þágu högg-
myndalistar, Bryndís Víglundsdóttir
fyrir störf í þágu þroskaheftra, Guð-
rún Magnússon fyrir störf í opinbera
þágu, Jórunn Viðar fyrir störf að
tónlistarmálum, Margrét Guðna-
dóttir fyrir kennslu- og vísindastörf,
Áslaug Friðriksdóttir fyrir skóla-
málastörf, Guðný Guðmundsdóttir
fyrir tónlistarmálastörf og síðasta
teljum við en ekki þó sísta Elísa-
betu Guðmundu Kristínu Þó-
rólfsdóttur, húsfreyju Arnarbæli,
Fellsströnd í Dalasýslu. Flún fékk
riddarakross fyrir húsmóður- og
uppeldisstörf. Löngum er um það
rætt og ekki síst í þessu blaði að
endurmeta þurfi gildi kvennastarfa.
Ritnefnd blaðsins lítur svo á að
orðuveiting fyrir það starf sem kon-
ur þekkja e.t.v. best og eru fjöl-
mennastar í nú sem fyrr, sé hugsuð
sem vegsauki og aukið virðingar-
merki sem nú hefur verið hafið á
loft í fyrsta sinn. Ekki kom annað
til greina en leita uppi þessa fyrstu
konu, sem fær orðu fyrir húsmóð-
ur- og uppeldisstörf og því báð-
um við nágranna hennar, Birnu Lár-
usdóttur Brunná í Dalasýslu að
sækja Elísabetu heim og spjalla við
hana í því skyni að kynna hana fyr-
ir öðrum.
Þá þótti okkur ekki síður við hæfi
að í blaðinu kæmi fram örlítil ævi-
saga konu, sem er nærri jafngömul
kosningarétti okkar - þar skeikar
aðeins 2 árum. Saga Elísabetar er
jafnframt saga margra íslenskra
kvenna og birtir e.t.v. í hnotskurn
þær breytingar sem orðið hafa á
aðstæðum okkar síðustu 7 áratug-
ina.
10
Ljósmynd: Rut