19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 8
og voru þá ákveðin lög félagsins og kosið í stjórn. Þá var og samþykkt að senda út fundarþoð til sem flestra kvenna og bjóða þeim að ganga í félagið. Stofnendur skrif- uðu allar undir fundarboðið en það voru þessar konur: Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sig- ríður Hjaltadóttir, Ingibjörg Þorláksson, Kristín Jakobsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingibjörg Guðbrands- dóttir, Elín Matthíasdóttir, Sigríður Björns- dóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Þórunn Pálsdóttir og Guðrún Aðalsteinsdóttir. Fundurinn, sem þær boðuðu til var haldinn í Iðnaðar- mannahúsinu þ. 20. mars. Yfirlýst markmið félagsins var frá stofnun þess „að starfa að því að íslen- skar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn: Kosningarétt og kjörgengi, Laufey Valdimars- dóttir (1890- 1945).Tókviðfor- mennsku af móð- ursinni 1926 og gegndi þvi til dauðadags. Bríet Bjarn- héðinsdóttir (1856-1940). Formaður KRFlfrá stofnun þess 1907 til 1926. einnig rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir" eins og segir í lögum þess. Saga Hins íslenska Kvenrétt- indafélags, (nafninu var fljótlega breytt að ósk Hins íslenska kvenfélags í Kvenrétt- indafélag íslands) eða baráttunnar fyrir kosningaréttinum og öðrum réttindum, verður ekki rakin hér. Það er hins vegar ástæða til að vekja á því athygli, að þó nokkuð sé til af skráðum heimildum um þá sögu og um konurnar, sem setja svip sinn á hana, er hennar sáralítið getið í skóla- bókum og í því sem kennt er undir heitinu íslandssaga. Þetta er umhugsunarvirði, því sjálfstæðisbarátta kvenna er ekki síður þátt- ur í sögu þjóðarinnar en annað sem þar er látið vera ofan á. Vert er að spyrja, hvort Kvenréttindafélagið ásamt öðrum kvenna- samtökum og konum, hvar sem þær starfa, ætti ekki að gera það að stefnumálí að kvenkynssaga verði kennd börnunum okk- ar í ríkari mæli en nú er gert. Saga kvenrétt- indabaráttu er jafnframt saga frelsis- og sjálfstæðisbaráttu og vörðurnar, sem hlaðnar eru á þeirri leið hljóta að skipta jafn miklu máli og aðrar vörður á leið þjóð- arinnar til sjálfsforræðis yfirleitt. Hátíðafundur kvenna fyrir utan Alþingis- húsið þ. 19. júní 1915 var með glæsibrag „á glóbjörtum góðviðrisdegi". Síðustu árin hefur þessi dagur verið endurvakinn sem sérstakur hátíðisdagur íslenskra kvenna og er þaö vel. Höldum upp á daginn með mæðrum okkar og dætrum, systrum og vinkonum og notum tækifærið til að minn- ast allra þeirra, sem ruddu brautina fyrir okkur. Til hamingju með 75 ára af- mælið! Ms. Fróðleikur um sjálfstæðisbaráttu íslenskra kvenna dreifist víða og er hvergi til í einni samfelldri sögu. Blöð, timarit o.fl. geyma frásagnir, greinar og ritgerðir og auðveldasta leiðin til að nálgast slikt efni er að heimsækja Kvennasögusafn íslands. Þrjár bækur má nefna sérstaklega: Konur og kosningar eftir Gísla Jónsson. (Menningarsjóður, Reykjavík 1977). Þessi bók rekur sögu baráttunnar fyrir kosningaréttinum á fjörlegan hátt. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, safn útvarpserinda eftir Björgu Einarsdóttur. (I-111, Bókrún, Reykjavík) þar er að finna stuttar persónusögur flestra þeirra kvenna, sem við sögu koma. Að síðustu en ekki síst: Strá í hreiðrið, bók um Brieti Bjarnhéðins- dóttur byggð á bréfum hennar eftir Bríeti Héðins- dóttur (Svart á Hvítu, Reykjavík, 1988).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.