19. júní


19. júní - 19.06.1990, Side 8

19. júní - 19.06.1990, Side 8
og voru þá ákveðin lög félagsins og kosið í stjórn. Þá var og samþykkt að senda út fundarþoð til sem flestra kvenna og bjóða þeim að ganga í félagið. Stofnendur skrif- uðu allar undir fundarboðið en það voru þessar konur: Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sig- ríður Hjaltadóttir, Ingibjörg Þorláksson, Kristín Jakobsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingibjörg Guðbrands- dóttir, Elín Matthíasdóttir, Sigríður Björns- dóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Þórunn Pálsdóttir og Guðrún Aðalsteinsdóttir. Fundurinn, sem þær boðuðu til var haldinn í Iðnaðar- mannahúsinu þ. 20. mars. Yfirlýst markmið félagsins var frá stofnun þess „að starfa að því að íslen- skar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn: Kosningarétt og kjörgengi, Laufey Valdimars- dóttir (1890- 1945).Tókviðfor- mennsku af móð- ursinni 1926 og gegndi þvi til dauðadags. Bríet Bjarn- héðinsdóttir (1856-1940). Formaður KRFlfrá stofnun þess 1907 til 1926. einnig rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir" eins og segir í lögum þess. Saga Hins íslenska Kvenrétt- indafélags, (nafninu var fljótlega breytt að ósk Hins íslenska kvenfélags í Kvenrétt- indafélag íslands) eða baráttunnar fyrir kosningaréttinum og öðrum réttindum, verður ekki rakin hér. Það er hins vegar ástæða til að vekja á því athygli, að þó nokkuð sé til af skráðum heimildum um þá sögu og um konurnar, sem setja svip sinn á hana, er hennar sáralítið getið í skóla- bókum og í því sem kennt er undir heitinu íslandssaga. Þetta er umhugsunarvirði, því sjálfstæðisbarátta kvenna er ekki síður þátt- ur í sögu þjóðarinnar en annað sem þar er látið vera ofan á. Vert er að spyrja, hvort Kvenréttindafélagið ásamt öðrum kvenna- samtökum og konum, hvar sem þær starfa, ætti ekki að gera það að stefnumálí að kvenkynssaga verði kennd börnunum okk- ar í ríkari mæli en nú er gert. Saga kvenrétt- indabaráttu er jafnframt saga frelsis- og sjálfstæðisbaráttu og vörðurnar, sem hlaðnar eru á þeirri leið hljóta að skipta jafn miklu máli og aðrar vörður á leið þjóð- arinnar til sjálfsforræðis yfirleitt. Hátíðafundur kvenna fyrir utan Alþingis- húsið þ. 19. júní 1915 var með glæsibrag „á glóbjörtum góðviðrisdegi". Síðustu árin hefur þessi dagur verið endurvakinn sem sérstakur hátíðisdagur íslenskra kvenna og er þaö vel. Höldum upp á daginn með mæðrum okkar og dætrum, systrum og vinkonum og notum tækifærið til að minn- ast allra þeirra, sem ruddu brautina fyrir okkur. Til hamingju með 75 ára af- mælið! Ms. Fróðleikur um sjálfstæðisbaráttu íslenskra kvenna dreifist víða og er hvergi til í einni samfelldri sögu. Blöð, timarit o.fl. geyma frásagnir, greinar og ritgerðir og auðveldasta leiðin til að nálgast slikt efni er að heimsækja Kvennasögusafn íslands. Þrjár bækur má nefna sérstaklega: Konur og kosningar eftir Gísla Jónsson. (Menningarsjóður, Reykjavík 1977). Þessi bók rekur sögu baráttunnar fyrir kosningaréttinum á fjörlegan hátt. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, safn útvarpserinda eftir Björgu Einarsdóttur. (I-111, Bókrún, Reykjavík) þar er að finna stuttar persónusögur flestra þeirra kvenna, sem við sögu koma. Að síðustu en ekki síst: Strá í hreiðrið, bók um Brieti Bjarnhéðins- dóttur byggð á bréfum hennar eftir Bríeti Héðins- dóttur (Svart á Hvítu, Reykjavík, 1988).

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.