19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 26
Inga Dóra Björnsdóttir ræðirvið bandaríska kvenréttinda- frömuðinn Betty Friedan. VIÐ ÚR Viö áttum stefnumót viö Betty Friedan að heimili hennar í Los Angeles föstu- daginn 9. mars árdegis. Á slaginu ellefu stóðum við stöllur galvaskar á tröppun- um hjá henni, vel búnar myndavélum og segul- bandstækjum. Betty Friedan átti anna- saman dag framundan, sem ekki er í frásögur færandi, en henni fellur sjaldnast verk úr hendi. Hún miðlaði okkur fúslega af naumum tíma sínum dagstund til þess viðtals sem hér fer á eftir. Men", og er hluti af Suður- Kaliforníu háskóla (Uni- versity of Southern Cali- fornia). Samtímis rekur hún „Think-tank", Hugmynda- banka þar sem helstu kven- réttindafrömuðir Suður- Kaliforníu koma saman til að bera saman bækur sínar og leita nýrra leiða til lausna á hinum ýmsu félagslegu vandamálum. Hópurinn hefur t.d. gert aðför að fjöl- miðlum og gagnrýnt harð- lega hvernig fjallað er um konur í flestum þeirra og hve lítill kostur konum gefst á að tjá sig um sín mál. VERÐUM AÐ KOMAST SPORUNUM Átta mánuði ársins býr Betty Friedan „austur við strönd" eins og Vestur- íslendingar orða það eða nánar til tekið í New York. Tíma sínum þar ver hún að mestu til skrifta, en innan skamms er væntanleg bók eftir hana sem ber heitið „The Fountain of Age". Þar ræðst Betty Friedan gegn „ellimystikinni" og sýnir fram á að fólk, sem talið er vera komið af „besta skeiði" býr í reynd yfir ríkum forða reynslu og þroska sem sam- félagið á svo sannariega að nýta sér. Fjóra mánuði árs- ins býr Betty Friedan „vest- ur við haf" svo aftur sé not- að orðalag Vestur-íslend- inga. Þar er hún starfandi við stofnun, sem ber heitið „The Institution for the Studies of Women and Hópurinn hefur einnig látið dagvistarmál barna til sín taka, beitt sér fyrir löggjöf um fæðingarorlof, og nú er umhverfisvernd ídeiglunni. Fyrsta spurningin, sem ég náði að festa á band, var þessi: Hverjir eru að þínum dómi helstu ávinningar bandarísku kvenréttinda- hreyfingarinnar? „Stærsti sigurinn er sú hugarfarsbylting, sem átt hefur sér stað í Bandaríkj- unum. Fyrir þrjátíu árum voru konur ekki taldar full- gildir einstaklingar. Þær voru kyntákn; mæður og eiginkonur, sem þjónuóu heimili og börnum. Nú er öldin önnur. Konur telja sig hafa fullan rétt á því að krefjast menntunar og at- vinnu á við karla eins og hverjir aðrir fullgildir þjóð- félagsþegnar. Konur eru virkari í ákvarðanatöku í samfélaginu en áóur var, þegar áhrifa kvenna gætti fyrst og fremst innan veggja heimilisins. Vissulega ríkir ekki fullt jafnrétti, en konur hafa nú aðgang að öllum starfsgreinum og æ fleiri konur hafa komist í áhrifa- stöður og móta stefnuna i opinberum málum. Flestar konur vinna nú utan heimil- is, stærstan hluta ævinnar, og kemur þar hvort tveggja til ríkjandi efnahagsástand og svo hitt, að konur hafa nú meira val. Einning fá kon- ur í vaxandi mæli menntun og starfsþjálfun í samræmi við eigin óskir, og eru því ekki eins einangraðar í lægst launuðu störfunum og fyrrum. „Barátta okkar hefur vissu- lega verið yngri konum í hag. Hér áður fyrr voru stúlkur aóeins 4% nemenda í lækna- og lagaskólum, og hlutfallslega enn færri kon- ur luku námi í arkitektúr eða verkfræði. Nú eru stúlkur því sem næst 40% nemenda í þessum skólum. Áður fyrir sáu konurnar um kirkjukaffið, en það hvarflaði ekki að þeim, að þær gætu sjálfar stigið í prédikunarstólinn, og gerðu sér heldur ekki grein fyrir fordómum í garð kvenna, sem er að finna í heilagri ritningu. Allar kristnar kirkj- ur nema sú kaþólska hafa kvenpresta, en kaþólskar konur berjast fyrir því að fá prestsvígslu. I söfnuðum Gyðinga eru nú kvenprest- ar. Því var haldið fram fyrir þrjátíu árum, að konur gætu ekki orðið geimfarar vegna skorts á salernisaðstöðu í geimförum, en þjóð, sem gat sent menn til tunglsins, átti ekki að verða skotaskuld úr því að hanna útbúnað, 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.