19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 58

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 58
nýstofnaðri deild sem mælst hafði vel fyrir því að fólk hafði búið við mjög mismunandi hag gagnvart tryggingakerfinu, ekki síst úti á landsbyggðinni. Eg tók þetta sæti í trausti þess að ég færi aldrei inn á þing en það fór nú svo að ég var komin inn á þing þá um haustið. Ég held að þetta hafi verið erfiðustu ár ævi minnar að gegna þessum tveim stöðum samtímis og það vildi ég ekki endurtaka þó að aðrir hafi leikið þetta eftir. Ég hélt áfram starfi mínu sem borgarfulltrúi þrátt fyrir þingmannskjörið og held ég að þar hafi kom- ið til þessi samviskusemi kvenna. Mér fannst ég skulda Reykvíkingum það eftir að þeir höfðu stutt mig svo dyggilega í kosningun- um að ég yrði að láta eitt- hvað eftir mig liggja. Eftir að ég fór inn á þing sagði ég stöðu minni lausri hjá Tryggingastofnun ríkisins þó svo að þingmenn geti haldið stöðum sínum um árabil og fengið leyfi frá störfum vegna þing- mennsku. Réði þar nokkru um að það var kona sem sóttist eftir starfinu og ég gat ómögulega verið að halda stöðunni í mörg ár hennar og samvisku minnar vegna. Hvað var þess valdandi að þú fórst að hafa af- skipti af stjórnmálum? Áður en ég fór í borgar- stjórn 1978 hafði ég tekið þátt í starfi Alþýðubanda- lagsins, m.a. verið ritari flokksins í Reykjavík í nokk- ur ár og tekið þátt í nefndar- störfum. Þá hafði ég skrifað pistla um ýmis dægurmál í Þjóðviljann. Ég hafði einnig komið svolítið nálægt kjara- baráttunni því ég átti sæti í stjórn BSRB í sex ár. Það var hinsvegar frekar seint sem ég fór að hafa einhver afskipti af stjórnmálum en ýmislegt hafði þó verið að brjótast um í mér á upp- vaxtarárunum. Ég var alin upp á heimili þar sem afi og amma bjuggu ásamt for- eldrum mínum og tíu systk- inum og kom engum til húgar elliheimili í þá daga. Móðir mín var heimavinn- andi og þarna bjuggum við fjórtán saman í sextíu fer- metra húsi. Föður okkar sáum við nánast aldrei enda var hann mikið fjarverandi á sjó til að afla heimilinu tekna. Það kom stundum fyrir að ég fór að ná í kaup- ið hans pabba og þá furðaði ég mig oft á því hve útgerð- armaðurinn átti fína skrif- stofu þegar við vorum nán- ast bláfátæk og sáralítið var eftir af kaupi föður míns þegar búið var að greiða reikninginn í versluninni sem útgerðin átti og rak. Stjórnmál voru þó aldrei rædd á heimilinu en fjöl- skylda mín var afar íhalds- söm og ég geri ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið atkvæði fjöl- skyldu minnar að minnsta kosti lengi vel. Það var alveg víst að hann fékk atkvæði afa míns og ömmu en mér fannst þó stundum að móð- ir mín hefði einhverjar kratatilhneigingar. Nú, þeg- ar ég var í gagnfræðaskóla snérist hugur minn um að fara sem fyrst að vinna eins og ég hafði gert á sumrin frá tólf ára aldri til aó drýgja tekjur heimilisins. Hins veg- ar sáu kennarar mínir í Flensborg svo um að ég hélt áfram námi og á ég það að þakka sérstaklega þeim Benedikt Tómassyni sem þá var skólastjóri í Flensborg og Dr. Bjarna Aðalbjarnar- syni sem kenndi mér ís- lensku en hann gerði sér beinlínis ferð heim til for- eldra minna til að sjá til þess að ég héldi áfram námi. Það varð svo úr að ég tók lands- próf og fór síðan í Mennta- skólann í Reykjavík þaðan sem ég útskrifaðist sem stúdent 1955. Ég innritaði mig í lögfræði eftir stúd- entsprófið og var þar svona eitthvað að dútla í um það bil eitt og hálft ár. En það fór fyrir mér eins og mörg- um öðrum að ég eignaðist barn og þar sem maðurinn minn var í námi var ekkert annað fyrir mig að gera en að fara að vinna og svo fór að ég var við Menntaskól- ann í Reykjavík í samanlagt fjórtán ár því að ég var ritari rektors árin 1957-1967 er við hjónin fórum til Edin- borgar þar sem seinni mað- ur minn stundaði fram- haldsnám. Ýmislegt sem ég sá í Bretlandi á þessum árum, t.d. gamalt fólk sem keypti sig inn í kvikmynda- hús borgarinnar til að halda á sér hita daglangt gerðí mig róttækari og eindregin afstaða Alþýðubandalags- ins til hersetunnar sem ég var mjög á móti dró mig að Alþýðubandalaginu. Það er stundum sagt að konur verði fyrir meiri gagnrýni en karlar í þeim störfum sem karl- menn hafa setið nánast einir að í gegnum tíðina. Þú hefur ekki farið var- hluta af gagnrýni vegna starfs þíns sem forseti Sameinaðs þings meðal annars vegna láns sem þú tókst hjá Alþingi skömmu eftir að þú tókst við starfinu. Ég hygg að forverum mín- um í embætti hefði ekki verið legið á hálsi fyrir að fá fyrirframgreiðslu á laun- um vegna kostnaðar við starfið og þar hefur tví-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.