19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 32
u ndanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um kynferðislegt of- beldi gagnvart konum og börnum, ekki síst sifjaspell. Sifjaspell voru talin fátíð hér á landi allt fram á miðjan síðasta áratug og engin markviss úrræði voru til í kerfinu til að takast á við afleiðingar sifjaspella. Auk- in umræða um þessi mál kemur ekki í kjölfar þess, að tíðni sifjaspella hafi aukist STÍGA MÓT svo um munar, heldur hefur einungis hulunni verið svipt af þessu dulda afþroti. Erlendar rannsóknir sýna að konur virðast vera í mikl- um meirihluta þolenda kyn- ferðisafbrota. í Ijós hefur komið að í 99% tilvika eru sifjaspell framin af körlum og líklega verður 10. hver stúlka á Norðurlöndunum fyrir sifjaspellum. i 93% til- vika beinist kynferðislegt ofbeldi gegn börnum að stúlkubörnum. Á íslandi hafa ekki verið gerðar ítar- legar rannsóknir á sifjaspell- um, en margt bendir til þess að sams konar munstur sé hér og annars staðar. í desember árið 1986 Miðstöð fyrir konurog börn sem hafa orð- iðfyrir kyn- ferðislegu of- beldi. hafði vinnuhópur kvenna gegn sifjaspellum opinn síma í tvö skipti tvo tíma í senn, þar sem 27 konur sögðu sögu sína. Enginn karl hringdi. Konurnar voru á aldrinum 16-70 ára og höfðu feður verið 37% ge- renda, stjúpar 7%, afar 11,1% og bræður, frændur eða tengdir fjölskyldunni 14,8% hver hópur um sig. í 37% tilvika höfðu konurnar oróið fyrir árás fleiri en eins aðila í fjölskyldunni, 18,5% vissu að önnur stúlkubörn í fjölskyldunni höfðu orðið fyrir sömu reynslu. Sifja- spellin hófust við 4-12 ára aldur. Vinnuhópur kvenna gegn sifjaspellum er aðili að samtökum kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. Þau standa að nýstofnaðri mið- stöð fyrir konur og börn sem hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Miðstöð þessi nefnist Stígamót og byggist starfsemi hennar á áralangri reynslu og þekkingu þeirra kvenna sem þar starfa. Samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi hafa fram að þessu starfað í litlum hópum, en það eru mikið til sömu konurnar sem hafa haldið þessum hópum gangandi. Eftirtaldir hópar eru stofnendur Stígamóta: - Barnahópur Kvennaat- hvarfsins, sem hefur um árabil unnið að hagsmun- um barna. Hann hefur m.a. gefið út fræðsluefni og tek- ið þátt í að koma á fót neyð- arsíma fyrir börn og ungl- inga; - Kvennaráðgjöfin, sem veitir hverskyns lagalega og félagslega ráðgjöf fyrir kon- ur. Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, sem veitir konum ráðgjöf og stuðning, auk þess að fræða fólk al- mennt um afþrotið nauðg- un, og þolendur þess og - Vinnuhópur gegn sifja- spellum, en hann hefur starfrækt sjálfshjálparhópa og neyðarsíma fyrir þolend- ur sifjaspella og aðstand- endur þeirra. Það er mismunandi eftir einstaklingum, umfangi og eðli ofþeldis hvernig og hversu slæm áhrif það hefur á þolanda þess. Það er vitað að misþyrmingar á börnum hafa langvarandi áhrif sem eru skaðleg vexti og þroska þeirra. Konur á öllum aldri verða fyrir hvers konar of- beldi, sem setur mark sitt á þær. Oft á tíðum hafa þær þurft að þola ofbeldi allt frá barnæsku, ekki síst þar sem um sifjaspell er að ræða. Það sem einkennir líðan þessara kvenna getur verið margvíslegt, en í flestum til- fellum er tilf inningalífið truflað, sjálfsmatið lítið og sjálfsímyndin röng. Tilfinn- ingalífið einkennist af sekt- arkennd, skömm, biturð, vonleysi, reiði og sárindum. Manneskja sem hefur þessi einkenni þarf að finna traust og vita að á hana sé hlustað og henni trúað þegar hún leitar sér aðstoðar. Ótti við höfnun hindrar börn í því að segja frá ofbeldisverkn- aði og það er ósjaldan sem þolendur kynferðisafbrota hafa lifað í áraraðir eða jafn- vel áratugum saman við þennan ótta þegar þeir komast loksins út úr myrk- rinu. Starfsemi Stígamóta felst í einstaklingsráðgjöf og hóp- starfi allt eftir þörfum og óskum hverrar konu eða barns. Ráðgjöfin er ókeypis og opin konum og börnum af öllu landinu. Hægt er að hringja í Stígamót á öllum tímum sólarhringsins. Að- stoðin hefst oft með símtali. Hópvinnan ferfram á kvöld- in og um helgar og er miðað við að hver hópur hittist í 15 skipti. Hóparnir skiptast þannig að unglingar eru saman, konur 20 ára og eldri saman og mæður þol- lenda saman í hóp. í hverj- um hóp eru tveir leiðbein- endur, annar þeirra er þol- andi en hinn fagaðili. Einnig eru Stígamót fræðslu- og upplýsinga- miðstöð fyrir almenning, skóla, og starfshópa s.s. lækna, kennara, hjúkrunar- fólk, fóstrur, þroskaþjálfa, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.