19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 51
Þríþætt ráö til dóttur minnar og annarra ungra kvenna I fjármálum þínum skaltu hafa í huga að ákvörðunin er þín. Notfærðu þér ráð annarra en gerðu þér þó Ijóst að það er þitt að meta ráðleggingarnar og mundu að þú ert fullfær um það. Sumir leita aldrei ráða. Aðrir leita sér ráóa og nota þau án umhugsunar. Hvorugt er heppilegt. Mismunandi sjónarmið víkka sjóndeild- arhring þinn og veita þér betri valkosti. Njóttu stundarinnar þrátt fyrir peninga. Gættu þess að þeir verði ekki þess vald- andi að þú missir af gleði augnabliksins. Að lokum, „lánaðu" aldrei nafn þitt til skuldbindinga án vandlegrar yfirvegunar. Hildur Petersen framkvæmdastjóri hjá Hans Petersen hf.: Grunnþekking á fjár- magnsmarkaðinum er nauðsynleg öllum þeim konum sem reka fyrirtæki af hvaða stærðargráðu sem þau eru. En þar sem fjármagns- markaðurinn er orðinn býsna flókinn hér á landi eins og í nágrannalöndun- um er tímafrekt að fylgjast með öllum þeim breyting- um sem þar verða og því full ástæða til þess að nýta sér þá fjármálaráðgjöf sem nú býðst hjá ýmsum fyrir- tækjum. En til þess að tryggja að fjármálaráðgjöf nýtist sem best er í öllum tilfellum betra að hafa sjálfur góða grunnþekkingu til þess að hafa dómgreind á það kosti sem gefnir eru. Þegar konur standa frammi fyrir því að meta fjár- fesingarvalkosti, skiptir mestu máli að greina þá áhættu sem felst í fjárfest- ingunni, þá er oft heppilegt að gera sér grein fyrir hvort um er að ræða áhættu sem fyrirtækið hefur: efni á að taka. ekki efni á að taka. ekki efni á að sleppa. Mjög mikilvægt er einnig að gera áætlanir þegar fjár- festingar eða önnur ráðstöf- un fjármagns er annars veg- ar, en samkvæmt minni reynslu og fleiri aðila virðast áætlanir oftast vera 10% bjartsýnni en raunveruleik- inn sýnir og er því ágætt að hafa það í huga við áætla- nagerð, og því ekki verra að eiga upp á e-a varasjóði að hlaupa. í raun tel ég konur eiga alveg jafnan aðgang að fjár- magni hjá bönkum og sjóð- um og karlmenn, svo fremi sem þær eru að vinna að verðugum verkefnum. Að- alatriðið er auðvitað að sýna fram á greiðslugetu og vera með góðar hugmyndir, áður fyrr þóttu tryggingar vera það eina sem skipti máli, en ef hugmyndirnar eru ekki góðar er lítt eftirsóknarvert fyrir lánveitandann að þurfa að eyða tíma í að ganga að eignunum. Því er það eina sem skiptir máli fyrir fólk í viðskiptalíf- inu að hrinda í framkvæmd verkefnum sem eru mjög líkleg til þess að ganga vel og sjá fram á að hægt verði að fjármagna þau. Sonja B. Jónsdóttir vann þetta efni. ítalskur glæsileiki og notagildi í fyrirrúmi Vantar þig þvottavél og þurrkara, CjandtÍI/*IW/hI en hefur ekki pláss fyrir bæði? ^ Candy hefur lausnina! ALÍSE 28 er sambyggð þurrkara- og þvottavél á aðeins kr. 75.700,- eða staðgr. kf. 71.915,- Gæði og góð þjónusta = Cjandi/ IMi Borgartúni 20 og Kringlunni S: 26788 S: 689150 Og umboðsmenn okkar um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.