19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 13
á Staðarfelli. Hann var eini skólinn sem ég hafði möguleika til að fara á því hann var ódýrari en aðrir". Og dugði sumarkaupið fvrir skóla- gjaldinu? „Nei, ég varð að taka lán. Sumarkaupið var minnir mig um 200 kr„ en skólagjöldin 500 og síðan auðvitað önnur útgjöld og efniskaup - þá þurfti ég að taka á honum stóra mínum og spara. Nú en vorið 1939 réði ég mig í kaupa- vinnu í Arnarbæli og var enn með hugann við að reyna að komast í skóla, en örlögin urðu þau, að þar var ég í 47 ár. Þá ertu kornung, rétt rúmlega tvítug og með drauminn um að geta lært - hvað tók við? í Arnarbæli bjó Tryggvi Gunnarsson með elsta syni sínum Ólafi. Tryggvi var ekkju- maður og önnur börn uppkomin og farin." Hvernig voru húsakynnin? „Það var gamall torfbær - ekki lítill - í honum bjó ég næstu 10 árin, en þá var byggt tveggja hæða steinhús. Það voru mikil viðbrigði. Nú - störfin voru eins og víðast hvar í sveitum - þetta voru þvottar á bretti, bera út skolp og sækja vatn eins og vanalegt var á þessum árum. Það voru lengi vandræði með vatnið í Arnarbæli - brunnurinn var fyrir neðan bæinn og þegar við byggðum upp var vatnið leitt úr honum og dælt með handdælu en það vildi frjósa í leiðslunni og brunnurinn þornaði ósjald- an. Á sumrin fór ég með þvottinn upp í sund á bak við bæinn, þar hafði ég hlóðir við góðar mógrafir - og þvoði þar. Það var ekki fyrr en löngu seinna þegar ég lét leiða vatn í plastslöngum þó nokkra leið að basl- inu lauk. Nú getum við farið í heitt bað þegar okkur lystir." Og svo fæddust börnin. „Já blessuð börnin urðu 10 á 12 árum - þetta er nú meiri vélin sögðu sumir, já ég fékk oft að heyra það að öll þessi fram- leiðsla á börnum væri mér að kenna!" Hvernig var með heilsugæslu og þess háttar? „Þá voru Ijósmæður í hverjum hrepp og ég átti öll mín börn heima - en mæðraeftir- lit var ekki mikið. Þó kom hún Björg mín í Túngarði einu sinni til mín og spurði hvort hún mætti ekki líta á mig - en læknir var Elísabet Guö- munda Kristín Þó- rólfsdóttirfyrrum húsfreyja á Arnar- bæli á Ellströnd fékk riddarakross hinnaríslensku Fálkaoröu fyrir húsmóður- og uppeldisstörf á síðasta ári og hef- ur það heiðurs- merki aldrei áður verið veitt fyrir þau störf. Elísabet býr nú á Dvalar- heimili aldraðra, Silfurtúni í Bárðardal. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.