19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 37
ELÍIM OG ÞÓRÐUR Þau kynntust sumarið 1962. Hann heitir Þórður, hún heit- ir Elín. Bæði voru þau í menntaskóla. Vorið sem hún lauk námi var hún orðin ófrísk að fyrsta barninu. Þá var hann að Ijúka fyrsta ári í viðskiptafræði. Þau ákváðu að gifta sig. Fljótlega eftir fæðingu barnsins fór hún að vinna og hún vann fyrir heimilinu allan tímann sem hann var í námi. Þegar þau fóru til útlanda vegna sérnáms hans, voru börn- in orðin tvö. Á erlendri grund fékk hún enga vinnu, svo hún byrjaði í sálfræði. Námið gekk seint þar sem börnin tóku stóran hluta af tíma hennar og hann var mikið að heiman. Þar fæddist þriðja barnið. Þegar hann hafði lokið námi var hún u.þ.b. hálfnuð með sitt nám. Þau fluttust heim aftur. Hann fékk fljótt góða stöðu og hún fór aftur að vinna. Sálfræðin blund- aði þó í henni áfram en hún treysti sér ekki til að byrja námið aftur. Þau voru komin í húsnæðisbaslið hér heima og hann vildi ólmur stofna sitt eigið fyrirtæki. Þetta voru fyrirmyndarhjón og út í frá virtist allt ganga vel. Það kom því öllum á óvart þegar þau ákváðu að skilja. Þá voru þau komin í einbýlishúsið og fyrirtækið virtist ganga vel. Samkomulag varð um að hún fengi forsjá barnanna og að hann greiddi með þeim meðlag. Hún rétt nefndi það hvort ekki væri sanngjarnt að hann greiddi tvöfalt meðlag með hverju barni. Hann var jú svo miklu tekjuhærri en hún. Undir- tektir voru engar svo hún nefndi það ekki aftur. Sam- komulag varð einnig um skiptingu innbúsins. Hún vissi lítið hvernig eignastaða þeirra var. Hann hafði ætíð séð um þau mál. Þau áttu auðvitað húsið og skuldir á því voru ekki mikl- ar. Hún átti bílinn sinn, Fíat árg. 1987 og hann átti sinn bíl Saab 1989. Og svo var það fyrirtækið. Hún vissi í reynd ekkert um hvernig þaó stóð. Hann sagði að miklar skuldir væru á fyrir- tækinu. Hún ákvað að leita lögfræðings. Þegar skilnaðurinn loksins fékkst stóð hún uppi með börnin sín þrjú, bílinn og fjárhæð sem nægði til að festa góða fjögurra her- bergja íbúð. Auðvitað var íbúðin ekki nógu stór, krakkarnir voru vanir sér- herbergjum. Hún treysti sér Samt ekki til að kaupa stærra. í reynd var hún engu nær eftir þetta allt saman um það hvers vegna hún fékk ekki stærri hlut úr úr búinu. Hún hafði jú alltaf heyrt að við skilnað skiptust eignir til helminga. Þeir sögðu að fjárhagsstaða fyr- irtækisins væri skýringin. Hún ákvað að sætta sig við orðinn hlut, hún hafði jú fengið mest öll heimilistæk- in og húsgögnin. Þetta erf- iða tímabil var að baki. Nú var að byrja nýtt líf. Hvernig skiptust eignir þessara hjóna. I þessu dæmi eru eignir búsins eftir- farandi: - Einbýlishús metið á kr. 14 milljónir, þinglýstur eig- andi Þórður. - Fíat metinn á kr. 500.000, skráður eigandi Elín. - Saab metinn á kr. 1,4 millj- ónir, skráður eigandi Þórður. - Fyrirtækið. Þrátt fyrir að fyrirtækið væri traust og í fullum rekstri námu skuldir umfram eignir 3 milljónum. Skráður eig- andi Þórður. Sjá 1. Með búshluta er átt við þær eignir og/eða fjárhæð sem hvort um sig fær í sinn hlut. Einbýlishús þessara hjóna 1. Eignir hvors um sig A. Þóröur: eru þá þannig: Einbýlishús kr. 14.000.000 Áhvílandi skuldir kr. - 6.000.000 Saab kr. 1.400.000 Fyrirtæki kr. 3.500.000 Lausaskuldir kr. - 6.500.000 Samtals eignir að frádregnum skuldum kr. 6.400.000. Búshluti mannsins: kr. 6.400.000:2 = 3.200.000 + 250.000 Samtals kr. B: Elín 3.450.000 Fíat kr. 500.000 Samtals eignir að frádregnum skuldum kr. 500.000 Búshluti konunnar: kr. 6.400.000: 2 = 3.200.000 + 250.000 Samtals kr. 3.450.000 var selt. i hlut konunnar komu rúmar 3 milljónir í peningum og bílnum sínum hélt hún. í hlut mannsins kom sama fjárhæð, fyrir- tækinu og bílnum hélt hann. Elín ber ekki ábyrgð á lausa- skuldum Þórðar sem flestar eru tilkomnar vegna fyrir- tækis hans. Það er mjög mikilvægt að konur geri sér grein fyrir því að við skilnað skiptast skuldir ekki á milli hjóna. Þær skuldir sem skiptast eru þær sem bæði 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.