Sólskin - 01.07.1931, Side 38

Sólskin - 01.07.1931, Side 38
„Hugsunarlausu bÖrn! Vitið þið ekki, að það er bannað að vinna slíkt verk sem þetta á hvildardegi? Þið hafið saurgað helgidaginn og atað ykkur út i óhreinind- um. Hættið þessu og farið lieim!“ Börnin svöruðu engu. Þau stóðu hikandi og ráð- þrota í bráð. Sumum varð litið á föt sín og hendur, — já, þau voru nokkuð óhrein---------. En sá sem talað hafði til þeirra, gekk að fuglaröð- unum á barðinu, rétti út hönd sína og hugðist að slá þá niður í aurinn aftur.. Þá gekk liann snögglega fram, ókunni drengurinn, og svipur hans varð tignarlegur og geislar stóðu af sjónu hans. — Hann varð fyrri til en Faríseinn, og brá hönd sinni yfir leirfuglana og — — þeir flugu allir-----. Börnin horfðu undrandi á eftir fuglunum, og það gerðu Farísearnir líka. En er þeir litu við, var drengurinn horfinn------. Sagan segir, að leirfuglarnir flýgi út um öll lönd. Þeir sungu vorgleði, starfsþrá og háleitar liugsjón- ir inn í liuga allra þeirra er hlustuðu á þá. Vafalaust komu þeir einnig hingað til afskekkta, kalda landsins okkar. — Öldum saman hafa þeir sungið söngva sína fyrir sonu og dætur þessarar þjóðar, —fyrir alla þá, sem vildu hlusta, — og það er einn þeirra, sem hefir sungið mér efni þessarar sögu. Já. Vorið er löngu komið. Vonandi seiðir það ykkur til sín út í faðm náttúrunnar — hurt frá götumasi og stofuryki. Viljið þið nú minnast litlu sögunnar, sem ég hefi sagt ykkur núna? Ég veit það, að fuglarnir syngja líka fyrir ykkur, ef 36

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.