Sólskin - 01.07.1931, Side 64

Sólskin - 01.07.1931, Side 64
fjallalæk, sem hoppar niðandi úr hlíðinni ofan í ána. Lið- inu er skift til starfa. Nokkrir reisa tjöldin. Aðrir safna sprekum og kalviði til eldsneytis. Þriðji flokkur býr til hlóðir og tekur til matseldar. Brátt leggur reykinn í loft upp og innan skamms situr fjörugur drengjahópur að snæðingi, í hvirfingu á guðs grænni jörð. Gamanyrði og silfurskærir hlátrar hljóma um nágrennið, og maturinn er nú Ijúffengari en endranær. ----Sólin er gengin til viðar fyrir stundu og rökk- ur sigið yfir landið. Skátarnir sitja að varðeldi i lautar- bolla skammt frá tjöldunum. Eldur logar glatt á þurrum fauskum. logatungurnar teygja sig upp, skifta um mynd í sífellu, liníga og rísa. Ótal kynjamyndir koma fram í glæðunum. Skátarnir sitja í kring og horfa á bálið. Þeir segja gamansögur og syngja fjöruga söngva. Smám saman færist alvarlegri og helgari blær á hópinn. Sög- urnar verða um dáðir og drengskap, söngvarnir ættjarð- arljóð, þjóðsöngurinn síðast. Loks kemur áminning for- ingjans: „Skátar, verið viðbúnir“, og allir svara einróma: „Ætíð viðbúnir“. Og drengirnir ganga til tjalda, liljóðir og hrifnir, skríða í hvílupoka og leggjast til svefns. Ekk- ert hvílurúm getur verið þægilegra en barmur ættjarð- arinnar. ----Morgunsólin ljómar og syngjandi þrestir hoppa á tjaldinu. „Á fætur!“ Morgunbað í hylnum niðri í ánni, risaleikur á árbakkanum og morgunverður uppi í skóg- arbrekkunni. Skoðunarferð um nágrennið og fram að mið- degisverði. Þarna er köngulóarbú á skógarfrein! Allir þurfa að skoða það, en varlega verður að fara, svo að það skemmist ekki. Og þarna er þetta og þarna liitt, fugl- ar, dýr, skútar, klettar, klappir — allskonar dásemdir náttúrunnar, allar því dýrlegri, sem þær eru nánar at- 62

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.