Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 12

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 12
12 4. desember 2010 LAUGARDAGUR FISKELDI Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofn- fisks í Hafnarfirði um 40 millj- ónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutn- ings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eld- islax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluað- ferðum og þá jókst áhug- inn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúk- dóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfisk- ur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkj- anna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutn- ing ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhald- andi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröf- urnar meira og meira varðandi sjúkdóma- mál.“ Stofnfiskur var stofn- aður árið 1991 af Laxeld- isstöð ríkisins í Kolla- firði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungs- hlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir haf- beit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráð- gjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is HJÁ STOFNFISKI Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hrognin verða að 70 þúsund tonnum Ísland er eitt fárra landa sem getur flutt út laxahrogn vegna krafna sem gerð- ar eru um sjúkdómavarnir. Íslensk hrogn byggja upp laxeldi í Síle eftir hrun. Stofnfiskur flutti í fyrra út 40 milljón hrogn fyrir 600-700 milljónir króna. NEYTENDUR Ný verðkönnun sem verðlagseft- irlit ASÍ gerði á bökunarvörum í verslunum leiddi í ljós að Bónus var oftast með lægsta verðið. Samkaup Úrval var oftast með hæsta verðið. Kostur í Kópavogi neitaði þátttöku. Könnunin var gerð 1. desember síðastlið- inn og var kannað verð á 56 algengum vörum til baksturs. Bónus var með lægsta verðið í 37 tilvikum en í nær 50 prósentum tilfella var um eða undir tveggja krónu verðmunur á Bónus og Krónunni. Samkaup Úrval var með hæsta verðið, í 27 tilvikum, en Nóatún var næstoftast með hæsta verðið, í 20 tilvikum. Mikill verðmunur reyndist vera á bökun- arvörum. Ódýrasta kílóverðið á hveiti var í Bónus, þar sem það kostaði 79 krónur. Dýr- ast var það í Hagkaup á 134 krónur, en þetta er um 70 prósenta verðmunur. Munur á verði á sykri reyndist líka mikill, en ódýrasti syk- urinn er í Bónus á 185 krónur kílóið en dýr- astur í Nóatúni og Samkaupum Úrvali, á 243 krónur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöld- um verslunum: Bónus Kringlunni, Krónunni Reyðarfirði, Nettó Akureyri, Fjarðarkaup- um Hafnarfirði, Samkaupum Úrval Akureyri, Hagkaupi Kringlunni og Nóatúni í Nóatúni. - sv Ný verðkönnun ASÍ á hinum ýmsu bökunarvörum í verslunum víða um land: Lægsta verðið í Bónus en hæsta í Samkaupum MATVÖRUR Mikill munur reyndist vera á verði einstakra vöruflokka í nýrri könnun ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA REYKJANESBÆR Fulltrúi Samfylking- arinnar í stjórn Fasteigna Reykja- nesbæjar ehf., sem heldur utan um félagslega íbúðakerfið í bænum, hefur kallað eftir skýrri framtíð- arsýn sjálfstæðismanna í meiri- hlutanum varðandi félagið. Endurskoðandi félagsins hefur síðustu ár bent á að til þess að leysa rekstrarvanda félagsins þurfi annað hvort framlag frá Reykja- nesbæ eða að leggja í lántökur. „Ég vil vita hvert meirihlutinn ætlar sér með félagslega kerfið og þetta félag,“ segir Hannes Frið- riksson, fulltrúi Samfylkingarinn- ar, í samtali við Fréttablaðið. „Ætla þeir að leggja inn þetta fjárfram- lag sem er kallað eftir eða fara aðrar leiðir.“ Böðvar Jónsson, stjórnarfor- maður Fasteigna Reykjanesbæj- ar og forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að ljóst sé að félagið hafi ekki getað unnið sig sjálft út úr erfiðleikunum. „Við þurfum að meta hvernig félagið geti orðið rekstrarhæft til framtíðar. Það er sjálfsagt að gera og góð ábending.“ Um 230 íbúðir eru í kerfinu, en nýlega var ákveðið að hækka leigu- verð í hluta þeirra. Að sögn Böðv- ars var það til að fylgja vísitölu og viðmiðum Íbúðalánasjóðs. - þj Deilt á sjálfstæðismenn varðandi félagslegt íbúðakerfi Reykjanesbæjar: Kallar eftir framtíðarstefnu BÖÐVAR JÓNSSON HANNES FRIÐRIKSSON Senn líður að jólum og fagnar FAAS því með árlegum jólafundi sem að þessu sinni verður haldinn í Maríuhúsi við Blesugróf 27 í Reykjavík, þriðjudaginn 7. desember og hefst hann kl. 20.00 Dagskrá: • Söngkórinn Heklurnar frá Mosfellsbæ syngur • Sr. Hjörtur Magni Jóhannesson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík flytur jólahugvekju • Guðni Th. Jóhannesson les upp úr ævisögu Gunnars Thoroddsen • Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Seltjarnarness • Helga Thorberg les upp úr bók sinni „Loksins sex bomba á sextugs aldri“ • Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta. • Kaffi og smákökur verða í boði Maríuhúss. Bestu kveðjur, stjórn FAAS FAAS - Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma Hátúni 10 b, 105 Reykjavík Nafn Eignarhlutur HB Grandi hf. 64,53% Brú Venture Capital 10,47% Vogun hf. 7,44% Fjord Seafood ASA 7,43% Venus hf. 4,02% Smærri hluthafar (níu talsins) 6,11% Heimild: www.stofnfiskur.is Stærstu hluthafar í Stofnfiski hf.Þetta er alþjóðamark- aður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira. JÓNAS JÓNASSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI STOFNFISKS Á BÆN Í BEIRÚT Þessi stúlka tók þátt í bænahaldi í mosku í Beirút, þar sem miklir þurrkar undanfarið hafa orðið til þess að menn biðja ákaft um rigningu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.