Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 25

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 25
LAUGARDAGUR 4. desember 2010 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. AF NETINU Afskrifa sokkinn kostnað og ekki krónu meir Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum fjármálafyrirtækja sagði þó að „kostnaður“ fjármálafyrirtækjanna væri um 90 ma. kr., Jóhanna sagð- ist áætla að 2/3 félli á bankana og 1/3 á Íbúðalánasjóð og lífeyris- sjóðina og Arnar Sigurmundsson áætlaði að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1/3 af 1/3 eða á bilinu 10-15 ma. kr. Miðað við að 2/3 = 90 ma. kr., þá er 1/3 = 45 ma. kr. og heildarkostnaður 135 ma. kr. Hlut- ur Íbúðalánasjóðs er áætlaður 30 ma. kr. og lífeyrissjóðanna 15 ma. kr. Þar höfum við það. […] Ég vil fagna þessu útspili stjórn- valda, en lýsa samt yfir ótta mínum um að verið sé að skilja ákveðna hópa eftir við ókleif- an hamarinn. Niðurstaðan er að farið er í að afskrifa sokkinn kostnað, en þó ekki allan, og ekki krónu umfram það. Svo er það náttúrulega hópurinn sem lifir undir fátæktarmörkum og getur ekki framfleytt sér hvað þá greitt húsnæðiskostnað. marinogn.blog.is Marínó G. Njálsson Stuðlað að næsta hruni Allt gengur í haginn hjá þjóð- inni. Allur jöfnuður við útlönd er hagstæður, vöruskiptajöfnuður, þjónustujöfnuður, þáttajöfnuður. Svo tugum milljarða skiptir í hverj- um mánuði. Ríkisstjórnin notar tækifærið til að efna til nýs hruns. Hún endurnýjar tök bankabófanna í helztu áhrifastöðum stóru bank- anna. Og hún framlengir ríkisá- byrgð á innistæðum í bönkunum. Hvort tveggja leiðir óhjákvæmilega til áhættusækni og fjárhættuspils siðblindra bankabófa. Fælni stjórn- arinnar við að taka fast á helzta geranda hrunsins einkennir stefnu hennar. Stjórnin leiðir okkur upp úr hruni ársins 2008 yfir í næsta hrun. jonas.is Jónas Kristjánsson Óhjákvæmilegu gjaldþroti frestað um 12-18 mánuði Ógilding Hæstaréttar á gengis- tryggðum lánasamningum gaf skuldurum 120-150 milljarða króna. Ríkisstjórnin segist koma færandi hendi með 100 milljarða og inn í þeirri tölu eru sannan- lega töpuð útlán. Þegar moldviðri lúðrasveita vinstriflokkanna sjatnar mun koma á daginn að það eina sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefur gert með þessari leiksýningu er að fresta óhjákvæmilegu gjaldþroti ofurskuldugra um 12-18 mánuði. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Heilbrigðisráðherra er um þess-ar mundir að kynna breyting- ar á hagræðingaráformum í heil- brigðisþjónustu. Þær tillögur sem nú eru kynntar eru sagðar lagðar fram með hliðsjón af þeim athuga- semdum sem stjórnendur, sveit- arstjórnir og hagsmunasamtök gerðu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011. Látið er að því liggja að verið sé að milda hag- ræðingarkröfurnar og draga úr þeirri miklu skerðingu á þjónustu sem fjárlagafrumvarpið bar með sér. En er það svo? Í frumvarpi til fjárlaga voru greiðslur fyrir hvert sjúkrarými víðast færðar niður úr 64.000 krónum á sólarhring í tæp 39.000. Í hinum breyttu tillögum er aldeil- is bætt um betur. Nú er lagt til að greiðsla fyrir hvert almennt sjúkrarými verði kr. 23.621 á sól- arhring og er þeirri greiðslu ætlað að standa undir umönnunar- og hjúkrunarþætti á sjúkrasviðun- um. Enn er því þrengt að. Þessi greiðsla miðast við meðal dag- gjald fyrir hjúkrunarrými að við- bættu 15% álagi. Auk þessa bætist við óskilgreint álag vegna smæðar eininga og fjölda útstöðva. Öllum sem þekkja til reksturs sjúkrahúsa má vera ljóst að þessar greiðslur eru allt of lágar. Forstöðumenn hjúkrunarheimila hafa misserum saman talið daggjöld fyrir hjúkr- unarrými allt of lág. Þó íbúar hjúkrunarheimila þurfi nú mun sérhæfðari og meiri hjúkrun en var fyrir nokkrum árum er ljóst að þeir sem nýta sjúkrarými heil- brigðisstofnana þurfa almennt enn meiri og sérhæfðari hjúkrun- arþjónustu en veitt er á hjúkrun- arheimilum. Afleiðingar þessarar skerðing- ar, ef af verður, verða alvarlegar. Faglærðum starfsmönnum verður fækkað til að lækka launakostnað, gæði þjónustunnar minnka, öryggi sjúklinga verður ógnað og kostn- aður eykst þegar til lengri tíma og á heildina er litið. Fylgikvill- um meðferða mun fjölga og legu- tími mun lengjast. Fjöldi erlendra rannsókna virtra fræðimanna hafa sýnt að beint samband er á milli samsetningar þess mannafla sem veitir heilbrigðisþjónustu og þess hvernig sjúklingum reiðir af. Auk þeirra alvarlegu og nei- kvæðu áhrifa sem tillaga þessi mun hafa á gæði og öryggi heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni, nái hún fram að ganga, mun hún hafa veruleg áhrif á möguleika fagmenntaðs fólks til búsetu á landsbyggðinni. Aðför að hjúkrun og öryggi sjúklinga Ríkisfjármál Elsa B. Friðfinnsdóttir form. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Fylgikvillum með- ferða mun fjölga og legutími mun lengjast. Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi fram til jóla í spennandi ævintýri um leyndarmál Destu prinsessu. Ævintýrið er í fyrsta sinn á táknmáli í tilefni 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Gjafakort Sprotanna er sniðug gjöf fyrir káta krakka og fæst í öllum útibúum Landsbankans. LEYNDARMÁL DESTU PRINSESSU FYLGSTU MEÐ Á SPROTI.IS ÆVINTÝRI SPROTA OG VINA HANS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.