Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 34

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 34
34 4. desember 2010 LAUGARDAGUR Þ eir eru sjálfsagt ekki margir sem hafa sett fallega geit eða góðan brunn á jólagjafa- listann sinn þetta árið. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur er þó einn þeirra. Hann hefur um árabil rekið fyrirtækið Environ- ice í Borgarnesi sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þar er haft að leiðarljósi að umhverfismál snúast ekki einvörð- ungu um tæknilegar lausnir, held- ur ekki síður um hugarfar og aðra mannlega þætti. Nú þegar neyslubrjálæði jóla- mánaðarins stigmagnast er ekki úr vegi að hafa hugfast að þær ákvarð- anir sem við tökum á næstunni hafa víðtækari áhrif en margur heldur. Búðarferð á hjólbörum Stefán er öflugur bloggari og, eins og hjá fleirum slíkum, er hægt að komast nálægt manninum við lest- urinn. Hann segist til dæmis vera spéhræddur mjög og rökstyður það með dæmisögu. Hann viður- kennir nefnilega að heimilisbíllinn verði fyrir valinu þegar til standi að kaupa meira inn til heimilisins en þægilegt er að bera, þrátt fyrir að fjarlægðin frá heimili að næstu verslun sé aðeins fimm mínútna gangur. Þetta hljóti að vera mót- sögn þar sem hann hefur það að atvinnu að veita umhverfisráð- gjöf. „Það vill svo vel til að ég á ágæt- ar hjólbörur hérna úti í garði, sem ég gæti auðveldlega tekið með mér þennan spotta í búðina. Og í hjól- börunum gæti ég auðveldlega flutt heim svo sem 20-50 kíló af vörum. Eftir að hafa skoðað hug minn vel verð ég bara að viðurkenna að mér finnst of hallærislegt að fara með hjólbörur í búðina. Ekkert annað en spéhræðslan fær mig til að velja bílinn frekar,“ skrifar Stefán. „Eftir að hafa komist að þessari fremur skammarlegu niðurstöðu velti ég því fyrir mér hvort ég sé einn um þessa spéhræðslu, eða hvort ein- hverjir fleiri séu svo veikir fyrir að þeir láti óttann við viðhorf ann- arra koma í veg fyrir umhverfis- vænni hegðun? Hvað haldið þið?“ Lærdómurinn af þessari færslu er kannski að það er nauðsynlegt að hugsa út fyrir rammann? Greiðum atkvæði dag hvern „Í hvert sinn sem við kaupum eitt- hvað eða kaupum ekki eitthvað, höfum við áhrif á umhverfi, heilsu og samfélag, ekki bara okkar eigin heldur líka umhverfi, heilsu og samfélag margra annarra. Í hvert sinn sem við kaupum eitthvað eða kaupum ekki eitthvað, greið- um við atkvæði, annað hvort með eða móti betri heimi. Svo virðist sem umhverfisvitundin, sem býr í hugum okkar flestra, verði oft- ast eftir heima þegar við förum út úr dyrunum,“ segir Stefán. Þarna vitnar hann til þess að margir virð- ast hugsa um umhverfi sitt inni á heimilinu sem birtist með ýmsum hætti. Hins vegar virðast þeir hinir sömu hafa misst umhverfisvitund- ina þegar í verslun er komið. „Fólk virðist hugsa um umhverf- ið þegar það þvær og þurrkar fötin sín, en þegar til dæmis í fata- verslun er komið er eins og allar umhverfis- og heilsupælingar hafi gufað upp. Tökum bómullarflík sem dæmi. Hráefnið er kannski upprunnið úr einhverjum héruðum í Indlandi, eða kannski frá Benín þar sem eiturefni á bómullarökrum verða tugum manns að aldurtila á hverju ári. Sérhver hlutur á sér sögu. Umhverfisáhrif hlutarins fel- ast ef til vill aðeins að litlu leyti í notkun hans og því hvort hann fer í endurvinnslu eftir notkun eður ei. Úrgangsstigið er bara síðasti kafli sögunnar, sambærilegur banalegu í ævi venjulegs manns. Væri ævi- sagan ekki snautleg ef hún væri bara um banaleguna. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig er hægt að hafa áhrif á hegðun fólks til að gera hana umhverfisvænni. Það er nefnilega ekki nóg að fólk temji sér umhverfisvæn viðhorf ef það endur- speglast ekki í athöfnum þess.” Hakk er ekki bara hakk Stefán hefur reynt það á eigin skinni að erfitt er að fá upplýsing- ar um vörur í íslenskum matvöru- verslunum. Það er bagalegt þar sem hvert okkar þarf að taka ákvarðan- ir í milljónatali yfir árið við dagleg innkaup. „Ef manni er ekki sama hvernig varan í búðinni er fengin eða hvern- ig hún verður til, þá á maður að spyrja. Það getur vel verið að enga aðra vöru sé að fá en maður á að skilja þessa hugsun eftir í búðinni. Því ef nógu oft er spurt þá er lík- legra að svar fáist. Ég hef sjálf- ur gert tilraun í verslun þar sem hreindýrakjöt fékkst fyrir jól. Mér lék forvitni á að vita hvort kjöt- ið væri íslenskt, en þetta ár hafði verið flutt inn kjöt frá Grænlandi. Spurning mín var frá hvaða landi hreindýrakjötið væri. Svarið var: Ég held að það sé frá Borgarnes kjötvörur. Þegar spurningin var endurtekin en áréttað að hún sner- ist um upprunaland dýrsins, var svarið: Ég held að þeir fái það frá Franskt íslenskt eldhús. En þó að svarið sé gagnslaust þá á maður samt að spyrja. Ef innkaupastjór- inn heyrir aldrei af spurningum eins og þessum þá breytist ekk- ert.“ Stefán bendir á að verðlag hafi alltaf mest áhrif á val tiltekinnar matvöru. Hins vegar er það ekki einhlítt að verð og hagkvæmni fari alltaf saman. Ódýrari vörur eru oft endingarminni og lágt verð getur haft sínar skýringar. „Það er gott að hafa það hugfast að ræktunar- aðferðin skiptir máli, notkun áburð- ar og eiturefna. Eins hver uppruni vörunnar er. Almennt gildir að því nær sem varan er framleidd því betra frá umhverfislegu - og félaglegu sjónarmiði. Hverjar eru til dæmis vinnuaðstæður fólksins sem ræktaði vöruna? Þrælahald lifir góðu lífi í nútímanum og því má ekki gleyma.“ Í nýlegum fyrirlestri Stefáns á vegum Náttúrustofu Vesturlands gerði hann morgunverð okkar að umtalsefni. Það er rétt. Margir hugleiða það ekki í morgunsárið að kornflögurnar hafa markað sín spor á leiðinni til okkar. Sama á við ef skinkan er dönsk og osturinn frá frændum vorum Dönum. Ferðalag þessarar algengu matvöru telur þúsundir kílómetra, en hægt er að stytta þá leið um 99 prósent ef valið er íslenskt. Eru þá samfélagsleg áhrif og atvinna sett út fyrir svig- ann. Sóunin gríðarleg Stefán bendir á að sóun matvæla á heimsvísu er gríðarleg. Bretar hafa reiknað út að 8,3 milljónir tonna af matvælum fari forgörðum þar á ári hverju. Sé sóun Bandaríkjamanna reiknuð inn í dæmið kemur út stjarnfræðilega há tala og hægt að setja ýmsa mælikvarða á hvað það þýðir. „Kannski segir það okkur mest að matvælin sem þessar tvær þjóðir sóa á hverju ári duga til að brauðfæða alla jarðarbúa í þrjú ár. Vandamálið við að gefa fólki að borða er ekki fæðuskortur heldur kerfislægt vandamál.“ Matvælum er hent í gríðarlegu magni fyrir margra hluta sakir. Gríðarlegu magni er til dæmis hent vegna vankunnáttu eða ótta fólks við dagsetningar, það er að segja merkingar um síðasta söludag/ neysludag sem gefa það til kynna að maturinn sé runninn út á tíma og þess vegna ónýtur. „Almenn- ingur beitir ekki heilbrigðri skyn- semi. Auðvitað er miklu betra að treysta eigin augum og nefi til að meta hvort matur sé neysluhæfur. Ég held að allir kannist við dæmi um mat sem er hent hugsunarlaust vegna þessara merkinga. Sumir henda jafnvel afgöngum af veislu- mat, sem er mikil synd. Í hvert sinn sem við tökum ákvörðun sem þess- ar þarf að ganga frekar á náttúruna með aukinni framleiðslu. En það er kannski það sem iðnaðurinn vill.“ Má hér skjóta inn í að hunang er gjarnan merkt með áletrun- inni „best fyrir“ eins og allt annað. Það breytir því þó ekki að hunang geymist í nokkrar aldir. En hver tekur tveggja ára gamla hunangs- dós og notar vöruna með góðri sam- visku? Gleðileg jól, ástin mín! „Það er ekki alltaf skemmtilegt að þurfa benda á það augljósa“, segir Stefán. „Sá sem gefur fallegan gull- hring þessi jólin er örugglega ekki upptekinn af þeirri staðreynd að gullvinnslan fyrir þennan fallega og persónulega skartgrip skildi eftir sig allt að tuttugu tonnum af námuúrgangi. Gullvinnsla er meðal þeirra atvinnugreina heimsins sem menga mest, framhjá því verður ekki horft.“ Við gerum vel við okkur í mat og drykk á jólunum. Við viljum líka gleðja okkar nánustu með fallegri gjöf. Þetta tvennt er okkur ofarlega ENDURUNNIÐ ÁL Fyrir hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi liggja 1,2 til þrjú tonn af rauðri leðju eftir einhvers staðar í heiminum. Þar hafa líka verið notuð 60 til 140 kíló af vítissóda og tvö til tíu tonn af vatni. Rauða leðjan komst í fréttirnar þegar hún flæddi yfir nokkur þorp í Ungverjalandi. Álverið á Reyðarfirði getur framleitt um 350 þúsund tonn af áli á ári. Á þessu ári verða til 400 þúsund til milljón tonn af rauðri leðju, bara vegna framleiðslu á Reyðarfirði. Endurunnið ál er jafngott og nýtt, og því fylgir engin mengun af þessari stærðargráðu. Eitt tonn af áli í endurvinnslu útheimtir auk þess aðeins fimm prósent af orkunni sem þarf í frumvinnslu sama magns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN *Með smithættu er hér vísað til hættunnar á að með innfluttum trjám berist lífverur sem ekki eru fyrir hérlendis og eru líklegar til að skaða íslenska náttúru eða hagkerfi. Þannig er t.d. talið að sitkalús hafi fyrst borist hingað til lands með innfluttum jólatrjám. Jólagjafir á ferðalagi Jólatré frá Jótlandi 2.000 km áburður varnarefni (eitur) smithætta* Jólatré úr Skorradal 60 km nær enginn áburður, alls engin varnarefni, samvera fjölskyldu Kerti innflutt (óþekktur uppruni) 5.000 km áætlað vinnuaðstæður Kerti innlend (t.d. frá Sólheimum) 60 km félagsleg þýðing Dúkka úr plasti frá Kína 9.500 km hættuleg efni? barnaþrælkun? Íslenskt leikfang 10 km úrval líklega takmarkað Stytta frá Hong Kong 9.500 km hættuleg efni, barnaþrælkun? Gjafabréf UNICEF fyrir t.d. brunni, geit, menntun, bóluefni, eða moskítóneti 0 km þróunaraðstoð Quality Street Macintosh (Halifax, England) 1.500 km Íslenskt konfekt (t.d. Nóa) 10 km FRAMHALD Á SÍÐU 36 Langar í ódýra geit í jólagjöf Orsakir umhverfisvandamála eru flókið samspil margra þátta. Svavar Hávarðsson og Jónas Unnarsson komust að því að það get- ur skipt máli að kynna sér söguna á bak við kornflögur jafnt sem gull. Og að það skiptir máli að hunang geymist í margar aldir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.