Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 50

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 50
50 4. desember 2010 LAUGARDAGUR gífurlega mikil sóun og tvíverkn- aður í hergagnaframleiðslu og rekstri Evrópuherja. Sem dæmi mætti nefna að í Evrópu er 21 flota-skipasmíðastöð og 81 her- gagnaverksmiðja. Aðeins brot af þessum fjölda væri að finna í Bandaríkjunum og þrátt fyrir það réðu Bandaríkjamenn yfir öflug- ari her og skilvirkari en Evrópu- ríkin samanlagt. Taldi hann einsýnt að vildu Evrópu ríkin treysta stöðu sína á hernaðarsviðinu í samanburði við ríki í Asíu yrðu þau meðal annars að gæta meiri hagkvæmni og efla samhæfingu sín á milli. Hin nýja grunnstefna NATO miðaði að því. NATO 3.0 Sú staðreynd að NATO ætlar að auka samstarf við Rússa og styrkja sameiginlegar varnir bandalagsins með eldflaugavörnum kemur til með að breyta eðli bandalagsins. Enginn gerir sér þó neinar grillur hér, samband Rússa við NATO mun ekki gerbreytast á einni nóttu, sér- staklega með tilliti til þess að ríki eins og Úkraína og Georgía eru að öllum líkindum á leið inn í banda- lagið, en loft er lævi blandið milli þessara ríkja. Þá líta mörg önnur Austur-Evrópuríki Rússland enn tortryggnum augum. En skrefið sem nú hefur verið stigið til að efla samvinnu Rússa og NATO er stórt og mikilvægt. NATO er og verður áfram svæðis bundið bandalag eða svo- kallað „regional alliance“ í þeim skilningi að það stendur enn aðeins Evrópuríkjum til boða að ganga í bandalagið og aðildarríki þess eru einungis vestræn lýðræðisríki. Þrátt fyrir að vera svæðisbundið bandalag heldur NATO úti svoköll- uðu „Euro-Partnership“ samstarfi við 22 ríki utan bandalagsins sem er meðal annars ætlað að styrkja tengsl bandalagsins út á við. Eins og oft kom fram í Lissa- bon má segja að breytingarnar sem eiga sér núna stað séu svo umfangsmiklar að það megi tala um nýja og endurbætta útgáfu af bandalaginu. Anders Fogh Rasmus- sen greip til tölvutengdrar sam- líkingar þegar hann lýsti því hvernig NATO hefði þróast. Fyrsta NATO eða NATO útgáfa 1.0 hefði starfað frá stofnun bandalagsins árið 1949 og fram að lokum kalda stríðsins, NATO 2.0 hefði starfað frá 1991-2011 og NATO 3.0 tæki nú við. NATO heldur í dag úti svoköll- uðu ISAF-liði í Afganistan, sem er stærsta aðgerð bandalagsins. Til aðgerðanna var gripið eftir hryðjuverkaárásina á Banda- ríkin 11. september 2001 en það var í fyrsta sinn sem 5. grein NATO-sáttmálans var beitt, þar sem segir: „Árás á eitt aðildar- ríki er árás á öll.“ Undir merkj- um NATO var brugðist við af þunga og í Lissabon kom fram að NATO mundi ekki veigra sér við að vernda aðildarríki sín af afli að nýju, yrði ráðist á þau. NATO er því mjög öflugt og virkt varnar- bandalag og þar af leiðandi verð- mætt fyrir aðildarríkin. Skýrar línur hurfu Þegar NATO var stofnað voru ógnir er steðjuðu að aðildarríkjum þess skýrar og afmarkaðar. Við lok kalda stríðsins hurfu þessar skýru línur og á næstu tíu árum varð að svara erfiðum spurningum eins og hvort enn væri þörf á bandalagi eins og NATO og hvert hlutverk þess ætti að vera. Nýja grunn- stefnan svarar þessum spurning- um og markar tilverurétt NATO til framtíðar af mun meira sjálfs- öryggi en fyrri stefna gerði. Þær hættur er steðja að aðildar- ríkjum NATO um þessar mund- ir eru af margvíslegum toga og eru meðal annars að miklu leyti borgaralegar. NATO er að breyt- ast, starfsemin er opnari en áður. Þegar framkvæmdastjórinn, And- ers Fogh Rasmussen, kynnti nýju grunnstefnuna benti hann á að hér eftir myndi NATO einbeita sér að nýjum hættum sem væru bæði borgaralegs og hernaðarlegs eðlis eins og til dæmis gegn tölvu- árásum og sjóránum, en á síðasta ári voru 400 skráðar sjóræningja- árásir í heiminum. Þá eru vaxandi áhyggjur af öflum sem vilja aðildarríkjum og þegnum þess illt án þess að starfs- vettvangur þeirra sé bundinn við landamæri eða heimasvæði. Þetta eru til dæmis hryðjuverkasam- tök og skipulögð alþjóðleg glæpa- samtök en línurnar á milli þess- ara hópa hafa sífellt orðið óskýrari undanfarin ár sé litið til þjálfun- ar, fjármögnunar, flutninga, upp- lýsingaskipta og samstarfs gegn yfirvöldum. Þá kemur fram í 15. lið nýju grunnstefnunnar að NATO komi til með að þurfa í auknum mæli að taka tillit til og bregðast við framvindu á sviði umhverfis- mála, auðlindanýtingar og orku- málefna. 19. liður í nýju stefnunni fjallar til dæmis um mikilvægi þess að stuðla að orkuöryggi aðildarríkja með vísan til öryggis flutninga- svæða, leiðslukerfa og svo fram- vegis. Eldflauga- og kjarnorku- væðing ríkja sem eru óvinveitt vestrænum ríkjum er áhyggjuefni og þar eru Norður-Kórea og Íran nefnd til sögunnar sem hafa lagt sig fram um þessa hervæðingu af miklum krafti undanfarin ár. Þegar höfundur spurði Fogh Rasmussen hvernig hann sæi fyrir sér aðkomu NATO að norðurskauts- málum eða „high north“ eins og það var orðað komu svör fram- kvæmdastjórans höfundi á óvart en svar hans var á þessa leið: „NATO will probably not deal with the High North.... I do not envisage an active NATO role in the High North“ sem útleggst „NATO mun að öllum líkindum ekki eiga við hánorðursvæðið... ég sé ekki fram á virkt hlutverk NATO í norðr- inu“. Framkvæmdastjórinn benti á að norðurskautið væri viðkvæmt og mikilvægt að ýta ekki undir spennu, vel yrði þó fylgst með þró- unum þar. Hlutverk NATO fyrir Ísland NATO hefur orðið ein öflugasta samþættingarstofnun Evrópu, hvort sem það var upphaflega ætl- unin eða ekki. NATO hefur lagað Austur-Evrópuríki að bandalaginu og þar með eflt samskipti og sam- starf innan álfunar. Núna stígur NATO næsta skrefið og ætlar að tengja Rússa betur inn í Evrópu og vestrænt samstarf. Verðmæti NATO fyrir aðildarríki er töluvert í hefðbundnum skilningi. Bandalagið styrkir ekki aðeins tengsl og samstarf aðildarríkja heldur er NATO eins og Walter Gaskin hershöfðingi benti á ein- staklega vel til þess fallið að veita íbúum aðildarríkjanna vernd. Aðild að NATO er að öllum líkind- um besta land- og öryggisvörn sem hægt er að fá um þessar mundir og er ljóst að margar þjóðir utan NATO líta til bandalagsins með öfundaraugum. Samkvæmt hinni nýju grunn- stefnu verður lögð áhersla á það innan NATO að tryggja öryggi með borgaralegum úrræðum sam- hliða hefðbundnu varnarhlutverki. Þetta skiptir tengsl Íslendinga við NATO máli, þjóð án eigin her- afla. Sem aðildarríki mun Ísland njóta góðs af frumkvöðlastarfi sem bandalagið kemur til með að fást við í auknum mæli eins og til varnar tölvukerfum þjóða auk sérþekkingar og sérhæfing- ar innan NATO á sviðum: upp- lýsingaskipta, hryðjuverkavarna, eldflaugavarna, eftirlitskerfa og svona mætti áfram telja. Höfundi fannst merkilegt hve mörg yfirlýst markmið NATO og stefnumálframtíðarinnar virðast falla að íslenskum áherslumálum. Málaflokkum eins og auknu vægi kvenna, mannréttindum, bættum samskiptum, lýðræði og borgara- legum öryggisþáttum hefur öllum verið gert hátt eða hærra undir höfði í stefnu bandalagsins. Þess- ari þróun geta Íslendingar fagnað og hafa íslensk stjórnvöld nú þegar lýst velþóknun sinni á henni. N ATO er eina virka varnarbandalagið í heiminum í dag. Hlutverk NATO er þó ekki einungis hernaðarlegs eðlis heldur er NATO einnig pólitískt bandalag ríkja sem hafa sameigin- leg gildi. Með aðild að NATO skuld- binda ríki sig til að stjórna í anda laga og réttar, virða mannréttindi og að herafli lúti lýðræðis legri stjórn. Yfirlýst markmið NATO er að vinna að friði og stöðug leika í samskiptum þjóða. Staða Evrópu að breytast Í ræðu sem Fred Kemp, forseti Atlantic Council í Bandaríkj- unum, flutti taldi hann að ekki hefðu orðið jafnmiklar breyt- ingar og nú á valdahlutföllum og efnahagslegum áhrifum í heiminum í um 200 ár. Hin þunga skuldabyrði vestrænna ríkja vekti spurningar um forystu þeirra og völd sem hefðu verið óumdeild í 500 ár. Efnahags- þrengingar hefðu óhjákvæmilega áhrif á hernaðarlegan mátt og yfirburði. Grunnstefna NATO hefur verið óbreytt frá árinu 1999. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa evr- ópsk NATO-ríki ekkert aukið fram- lög sín til varnarmála og meira að segja lækkað þau að meðaltali um 2 prósent á ári. Á sama tíma hafa framlög til varnarmála í heimin- um aukist um 43 prósent og hefur nær allur þessi vöxtur orðið í Asíu, Mið-Austurlöndunum og Banda- ríkjunum. Ef þessi þróun heldur áfram munu Evrópuþjóðir missa hernaðar lega stöðu sína í heim- inum, sem hefur óhjákvæmi- lega áhrif á völd þeirra og áhrif í alþjóða sam skiptum. Um þessar mundir byggjast varnir NATO og Evrópu að miklu leyti á Banda- ríkjamönnum. Árið 1999 voru Bandaríkjamenn ábyrgir fyrir um 49 prósentum af varnar- málaútgjöldum innan bandalags- ins, nú er þetta hlutfall um 73 pró- sent. Æðsti maður NATO, Daninn Anders Fogh Rasmus sen, sagði að á næstu árum yrði mikilvægt fyrir NATO-ríki að taka höndum saman í því skyni að auka skilvirkni og mátt bandalagsins og á sama tíma yrði „fita skorin niður og vöðvar byggðir upp“, rekstur bandalags- ins yrði einfaldlega að vera hag- kvæmur. Jamie Shea, næstráðandi í þeirri deild NATO sem metur framtíðar- ógnir, benti á að þrátt fyrir öflugt samstarf Evrópuríkja í varnar- málum á vettvangi NATO væri Nýtt NATO í breyttum heimi Nýr grunnstefna Atlantshafsbandalagsins var samþykkt á leiðtogafundi NATO sem haldinn var í Lissabon 19. og 20. nóvember síðastliðinn. Tryggvi Hjaltason öryggis- og greiningarfræðingur fylgdist með fundinum og sat ráðstefnu fræðimanna sem skýrðu stöðu og stefnu NATO um þessar mundir og gildi þess fyrir aðildarríkin og allar þjóðir heims. 24.000 orrustuflugvélar 24 AWACS eftirlitsvélar ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Í TÖLUM HERMENN NATO Í AFGANISTAN Stærsta aðgerð Atlantshafsbandalagsins til þessa er í Afganistan. 850 milljón íbúar 28 NATO-þjóðir 8 milljón hermenn 3.400herskip Verg landsframleiðsla 32 billjónir dalaVarnarmálafjárlög 950 milljarðar dala á ári
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.