Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 66

Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 66
 4. desember 2010 LAUGARDAGUR2 vinnunni allan daginn á meðan ég hakka í mig konfektið, en ég vona að ég fái eitthvað gott á laugar- dagskvöldið. Svo væri ég alveg til í að skreppa á sýningu í Borgar- leikhúsinu eftir matinn og sjá Jesú litla, sem ég á alltaf eftir að sjá. Ég held það sé alveg tilvalið að fara á aðventunni og sjá þessa sýningu með þessum frábæru trúðum.“ Viðar á líka hundinn Drakúla, þarf ekki að sinna honum um helgina? „Jú, jú, jú. Hann Drakúla litli sér um það að maður fái hreyfingu. Honum finnst gaman að fara í langar göngu- ferðir og er eiginlega búinn að merkja sér allan Fossvogsdalinn og þykist eiga hann alveg skuld- lausan, en þarf reglulega að fara og endurnýja merkingarn- ar. Hann er reyndar óskaplega þægur og stilltur og auðveldur í ferðum þannig að ég þarf ekkert að vera á neinum hlaupum með honum, en hann sér alfarið um líkamsrækt mína.“ Hvað er svo á dagskránni á sunnudaginn? „Á sunnudaginn klukkan tvö ætla ég að hlusta á tvö leikrit eftir Svein Einars- son í Útvarpsleikhúsinu og á meðan ætla ég að strauja tólf skyrtur. Mér finnst svo óskap- lega gott að strauja á meðan ég hlusta á útvarpsleikrit. Útvarpið er nefnilega öðruvísi en sjónvarp sem tekur alla athyglina, það er hægt að gera eitthvað í höndun- um á meðan maður hlustar. Og ég er ekki mikill hannyrðamað- ur en alveg afskaplega góður í að strauja.“ Annað sem Viðar stefnir að á aðventunni er að hitta gamla vini yfir kakóbolla á kaffihúsi og fara á sem allra flesta tónleika. „Aðventan er til þess að njóta lestrar, tónlistar, leikhúss og sam- skipta við vinina. Og ef þú hittir gamlan vin sem þú hefur ekki séð lengi yfir kakóbolla á aðventunni, þá get ég lofað þér því að það verður eins og sambandið hafi aldrei rofnað.“ „Ómissandi hluti af aðventunni er að njóta góðs texta eftir afbragðshöfunda,“ segir Viðar, sem ætlar að verja laugardeginum í að lesa aftur bestu kaflana úr bókunum fimm sem tilnefndar eru í flokki fagurbókmennta til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. MYND/SIG. JÖKULL Jólarósir Snuðru og Tuðru verða sýndar að nýju í Tjarnarbíói á morgun klukkan 16. Leiksýningin Jólarósir Snuðru og Tuðru sem er byggð á sögu eftir Iðunni Steinsdóttur var fyrst á dagskrá hjá Möguleikhúsinu fyrir jólin 2001 og var sýnd í þrjú ár við miklar vinsældir. Sýningin er nú tekin upp að nýju með nýjum leik- urum og verður fyrsta sýningin í Tjarnarbíói klukkan 16 á morgun. Leikstjóri upprunalegu sýningar- innar var Bjarni Ingvarsson, en umsjón með þessari endur- uppsetningu hefur Pétur Eggerz, sem einnig skrifaði leikgerðina. Búninga hannaði Katrín Þorvalds- dóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjónsson. Leikarar eru Magnea Björk Valdimarsdóttir og Aino Freyja Järvelä. Sýningin er miðuð við áhorfend- ur á aldrinum tveggja til tíu ára og miðaverð kr. 1.500 og miðapantan- ir hjá miðasölu Tjarnarbíós, s. 527- 2102, midasala@tjarnarbio.is og á midi.is. - fsb Snuðra og Tuðra í Tjarnarbíói Jólarósir Snuðru og Tuðru eru byggðar á bókum Iðunnar Steinsdóttur. Íbúar Voga og Vatnsleysustrandar buðu grönnum sínum að njóta haust- uppskerunnar með sér á sveitamark- aði í september síðastliðnum. Að þessu sinni verður sveitamarkaður- inn með jólalegu yfirbragði en meðal þess sem verður á boðstólum eru jóla- legar sultur, kæfa, rúg- brauð og smákökur. Einnig verða til sölu húfur, dúkku rúmföt, jólakransar og kerti ásamt öðru handverki. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og jóla- glögg á sanngjörnu verði. Markaðurinn er haldinn í hlöðu sem stendur við bæinn Minni-Voga, Egils- götu 8 í Vogum, og hefst hann stund- víslega kl. 12 laugardaginn 4. desem- ber. Jólin í Hlöðunni SVEITAMARKAÐUR HLÖÐUNNAR Í VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND VERÐUR HALDINN Í DAG FRÁ KLUKKAN 12 TIL 17. Ölgerðin opnar dyrnar fyrir gestum og gangandi í dag milli 13 og 15. Margt spennandi verður í boði. Krakkar geta blandað sinn eigin safa eða gosdrykk, hægt verður að fylgjast með framleiðslu á Egils appelsíni og síðan geta gestir skoðað Borg Brugghús og smakkað á nýjustu bjórunum. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM! 20% afsláttur af öllum vörum Jóla og útskriftarkjólarnir frá New York og París komnir Verð 16.990,- m/afsl. 12.990,- Verð 24.990,- m/afsl. 19.990,- Opið sunnudag frá kl. 13-16 SNILLDARJÓLAGJÖF 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SKÚBB Meiri Vísir. Framhald af forsíðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.