Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 106

Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 106
 4. desember 2010 LAUGARDAGUR78 timamot@frettabladid.is Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og rit- höfundur, er fertug í dag og finnst hún vera á góðum stað í lífinu að eigin sögn. „Mér líður alltaf eins tuttugu og fjög- urra ára,“ segir hún glaðlega. „Reynd- ar held ég að ég sé í enn betra formi bæði andlega og líkamlega núna en ég var milli tvítugs og þrítugs.“ Afmælisárið hefur verið Ingibjörgu bæði viðburðaríkt og skemmtilegt. „Toppurinn á tilverunni var að frum- sýna bíómyndina Óróa sem byggist á tveimur skáldsögum eftir mig. Órói er í raun afkvæmi mitt og hugarfóst- ur sem byrjaði bara í gríni. En boltinn fór að rúlla og úr varð tvær bækur og bíómynd sem ég lék karakter í,“ segir hún og lýsir ferlinu aðeins. „Fyrri bókin kom út 2007 og sú seinni 2008, árið 2009 byrjaði ég að skrifa kvik- myndahandritið ásamt leikstjóranum og 2010 var myndin svo frumsýnd. Ég átti ekki von á því að hrista eitt stykki kvikmynd fram úr erminni en svona getur lífið komið manni skemmtilega á óvart.“ Ferðalög eru eitt af því sem hefur lífgað upp á árið hjá Ingibjörgu. „Ég fór tvisvar til Los Angeles. Fyrst kíkti ég þangað í ævintýraferð með vinkonu minni í maí. Það var tilviljun að Gest- ur Valur Svansson, þáttastjórnandi hjá RÚV, var að fara út á sama tíma. Það var í fylgd hans sem við enduð- um í svaka flottu partíi í Hollywood Hills hjá Casper Christensen og konu hans, Iben Hjelje, sem var gaman að kynnast. Ég lærði leiklist í Danmörku og þarna var fullt af skemmtilegum Dönum. Sá frægi leikari Joaquin Pho- enix, sem leikur meðal annars Johnny Cash, var staddur þarna og allt í einu stóð maður í stjörnufansi.“ Í seinni ferð Ingibjargar til LA kveðst hún einnig hafa hitt áhugavert fólk og segir aldrei að vita nema sú ferð opni henni dyr í framtíðinni. Ingibjörg er uppalin við Rauða- lækinn í Reykjavík en ættuð úr sveit í báða leggi. „Móðurforeldrar mínir voru bændur að Möðruvöllum í Kjós. Húsið þeirra er orðið nokkurs konar fjölskylduhús og þar er allt uppruna- legt og notalegt. Á Möðruvöllum var ég í heyskap, sótti kýr, mjólkaði og mok- aði flórinn, fór í útreiðartúra og allt þetta. Pabbi er svo frá Hjálmsstöðum, rétt við Laugarvatn og þar var líka sveitalíf. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnst því og komist í návígi við dýrin og náttúruna. Ég meira að segja hleraði í sveitasímann í gamla daga og samt finnst mér ég svo ung. Hringing- in var löng, stutt, stutt löng á mínum bæ!“ Fyrir utan leiklist og ritstörf starfar Ingibjörg á fótaaðgerða- og snyrtistofu á Langholtsveginum þegar tími gefst til því hún lærði fótaaðgerðir og nudd áður en hún hélt til Kaupmannahafnar í leiklistarnám. Lokaspurning: Verður afmælis- veisla? „Ég ætlaði varla að nenna að halda upp á daginn. Ákvað svo að hafa einfalt boð fyrir fjölskylduna að deg- inum en bjóða nokkrum skemmtileg- um konum heim í kvöld og einskorða töluna við 40. En ég tók að mér að vera með hugvekju í aðventustund klukk- an fjögur á morgun svo ég má ekki sleppa fram af mér beislinu í kvöld. Það eru líka svo mörg fertugsafmæli fram undan að mér finnst í góðu lagi að vera róleg í mínu.“ gun@frettabladid.is INGIBJÖRG REYNISDÓTTIR LEIKKONA: HEFUR ÁTT GOTT FERTUGSAFMÆLISÁR Stóð allt í einu í stjörnufansi AFMÆLISBARN DAGSINS Ég tók að mér að vera með hugvekju í aðventustund klukkan fjögur á morgun svo ég má ekki sleppa fram af mér beislinu í kvöld.“ segir Ingibjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrvalslið Reykjavíkur í handbolta lék gegn Baník Karviná frá Tékkóslóvakíu þennan mánaðardag árið 1965 og hafði betur. Það var fyrsti íþróttaleikurinn sem fór fram í Íþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Nær 2.000 áhorfendur fylgdust með honum. Áður en leikurinn hófst opnaði Geir Hallgrímsson borgarstjóri Höllina en hún var svo vígð formlega tveimur dögum síðar, 6. desember 1965. Bygging hennar markaði þáttaskil fyrir innanhússíþróttir hér á landi og einnig fyrir hvers kyns sýningar- og tónleikahald. Höllin er um 6.500 m² að stærð. Hún var teiknuð af Gísla Halldórssyni arkitekt árið 1959 og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meðal stórra viðburða í Höllinni má nefna tón- leika Led Zeppelin árið 1970, skákeinvígi Fischers og Spasskíjs 1972 og heims- meistaramótið í handbolta 1995. ÞETTA GERÐIST: 4. DESEMBER 1965 Fyrsti leikurinn í Höllinni HANNES HAFSTEIN fyrsti ráðherra Íslands (1861-1922) fæddist þennan dag. „Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum.“ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Frú Ásta Bjarnason lést sunnudaginn 28. nóvember á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför hennar verður þriðjudaginn 7. desember í Fossvogskapellu kl. 13.00. Baldur Bjarnason Bjarni Einar Baldursson Karl Jóhann Baldursson María Guðmundsdóttir Ásta Brynja Baldursdóttir Rúnar Karlsson ömmubörn og langömmubörn. Með þökk fyrir samfylgdina. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir Guðríður Aradóttir frá Ólafsvík, áður til heimilis Eskihlíð 13, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 24. nóvember sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sunnuhlíð í Kópavogi. Fyrir hönd ömmubarna og langömmubarna, Steinunn Kolbrún Egilsdóttir Haukur Hergeirsson Hrafnhildur B. Egilsdóttir Briem Garðar Briem. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Eymar Ísfeld Karlsson lést laugardaginn 27. nóvember á Landakotsspítala. Verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 6. desember klukkan 11.00. Gunnhildur Eymarsdóttir Steinar Einarsson Gunnar Eymarsson Salome Birgisdóttir Berglind Eymarsdóttir Birgir Bjarnfinnsson afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, Haukur Karlsson brúarsmiður, áður til heimilis á Marbakkabraut 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, Suðurlandsbraut, fimmtudaginn 2. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard og fjölskylda hins látna. Sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Ingibjargar Kristjönu Guðmundsdóttur frá Naustvík, Árneshreppi, Álftamýri 2, Reykjavík. Soffía Guðrún Ágústsdóttir Einar Jónsson Ósk Sigurrós Ágústsdóttir Þorsteinn Tryggvason. Erlendur Steinar Friðriksson Inga Margrét Birgisdóttir Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir Einar Smári Einarsson Ágúst Reynir Þorsteinsson Kittý Johansen Fanney Rós Þorsteinsdóttir Árni Hrafn Gunnarsson. Langömmubörn og systkini. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Hafþór Guðjónsson bifreiðarstjóri, Brúnavegi 5, verður jarðsunginn frá Kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík mánudaginn 6. desember kl. 15.00. Björg Ólafsdóttir Magnús Magnússon Daníel Ólafsson Guðjón Hafþór Ólafsson Þuríður Edda Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.