Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 125

Fréttablaðið - 04.12.2010, Síða 125
LAUGARDAGUR 4. desember 2010 97 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 04. desember 2010 ➜ Tónleikar 00.30 Árlegir tónleikar Óperukórsins í Reykjavík verða á miðnætti í kvöld, kl. 00.30. Kórinn flytur Requiem eftir W. A. Mozart, en tónleikarnir eru helgaðir minningu íslenskra tónlistarmanna sem látist hafa á undanförnu ári. Miðaverð er 4.000 krónur. 12.00 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á Klais- orgel kirkjunnar í dag kl. 12. Aðgangur er ókeypis. 12.15 Garðar Cortes heldur þrenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur eftirlætislög sín. Aðgangseyrir 1.000 krónur. 16.30 Hljómsveitin Ensími verður með tónleika í Havaríi í dag kl. 16.30. Frítt er inn á tónleikana. 20.00 Söngdeild TFÍH og hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar flytja söngperlur Megasar í Hátíðarsal TFÍH. Sérstakir gestir verða Karítur Íslands undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar. 21.00 Söngkonan Jussanam Dejah og Ásgeir Ásgeirsson verða með tónleika á Café Haiti í kvöld kl. 21. 22.00 Tónleikarnir Jólagrautur Mem- fismafíunnar verða haldnir á Græna hattinum, Akureyri. Fram koma Baggal- útur, Hjálmar, Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. 22.00 Hljómsveitin Sans spilar hress- an djass eftir samtímahöfunda á Café Rosenberg. 1.000 króna aðgangseyrir. 22.30 Tom Waits Tribute-tónleikar verða haldnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 22.30. Miðasala á midi.is 23.00 Hljómsveitirnar Cynic Guru, Helgi Valur & The Shemales og Siggi Lauf spila á Faktorý í kvöld. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin Sixties skemmtir á 800 bar Selfossi í kvöld. 1.000 króna aðgangseyrir. ➜ Opnanir 10.00 Opinn hláturjógatími Hláturkæti- klúbbsins verður í húsakynnum heilsu- miðstöðvarinnar Maður lifandi, Borgar- túni 24, frá 10-11. Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. 12.00 Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið laugardag og sunnudag frá 12-18. Allir velkomnir. Skemmtidagskrá á sviði frá 14-16.30. 14.00 Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélags Norður- lands. Sýningin er opin frá 14-17, laug- ardaga og sunnudaga til 19. desember. Allir velkomnir. 15.00 Hugi Hlynsson og Júlía Run- ólfsdóttir opna sýningu sína „It’s like living in your old world“ á Café Kar- ólínu í dag kl. 15. Sýningin stendur til 8. janúar. 16.00 Höggmyndagarður Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík, að Nýlendugötu 17A, verður opnaður í dag kl. 16. Einar Örn Benediktsson afhendir félaginu lykilinn að garðinum við formlega athöfn. 17.00 Guðmundur Bjartmarsson verður með opnun á ljósmyndum sínum í dag kl. 17 á Gallerý - Bar 46 að Hverfisgötu 46. ➜ Sýningar 14.00 Jólasýning KFUM og KFUK á Íslandi verður haldin í dag að Holtavegi 28. Sýningin hefst kl. 14 og stendur til 16. 1.000 krónur inn. Tónlist, leikrit, Grýla og jólasveinarnir. ➜ Opið hús 14.00 Félag eldri borgara í Kópavogi verður með opið hús í félagsheimilinu Boðanum, að Boðaþingi 9. Lesið verður úr nýjum bókum og Bergssystur syngja. Kaffi í boði félagsins. Allir velkomnir og frítt inn. ➜ Málþing 10.30 Í dag efnir Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum í samstarfi við EDDU-öndvegissetur til málþings til heiðurs Helgu Kress, prófessors emerit- us við Háskóla Íslands. Málþingið verð- ur haldið í Hátíðarsal, Aðalbyggingu Háskóla Íslands, kl. 10.30-18. ➜ Leiðsögn 14.00 Í dag verður Davíð Örn Hall- dórsson með óformlega leiðsögn milli 14 og 16 um sýningu sína Faunalitir sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst. ➜ Markaðir 12.00 Jólamarkaður í Ásgarði, hand- verkstæði að Álafossvegi 12 og 22, verður haldin í dag frá kl. 12-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikkonan Kate Winslet ætlar að fara með börnin sín, Joe og Miu, til London á meðan fyrrverandi eiginmaður hennar, leikstjór- inn Sam Mendes, tekur þar upp næstu James Bond-mynd. Winslet, sem skildi við Mend- es í mars síðastliðnum, finnst það ósanngjarnt að hann fái ekki að hitta sjö ára son sinn og tíu ára stjúpdóttur meðan á löng- um tökum myndarinnar stend- ur. Hún ætlar því að fljúga með börnin frá heimili sínu í New York til London. „Ef allt geng- ur upp mun Sam leikstýra næstu Bond-mynd og við verðum í Eng- landi ef það gerist,“ sagði Wins- let. „Þetta er mikil skuldbinding fyrir hann og það er ekki sann- gjarnt að hann þurfi að flakka á milli New York og London. Það væri ómögulegt. Börnin verða þarna með mér.“ Hin 35 ára Winslet segir að hún og Mendes séu enn góðir vinir. Hún getur meira að segja hugsað sér að vinna aftur með honum en síðasta mynd þeirra, Revolutionary Road, sem kom út 2008, fékk góðar viðtökur. „Ég get vel hugsað mér að vinna aftur með honum. Við erum mjög góðir vinir og berum virð- ingu hvort fyrir öðru. Ég væri til í það en þið þyrftuð fyrst að spyrja Sam hvort hann væri til,“ sagði leikkonan. Hún hætti í síðasta mánuði með fyrirsæt- unni Louis Dowler eftir fjögurra mánaða samband. KATE WINSLET Leikkonan ætlar að fara með börnin sín til London leikstýri fyrrverandi eiginmaður hennar næstu Bond-mynd. Kate Winslet fer með börnin til Mendes Jólagjöfin í ár er gjafakort í Jóga stúdió Seljavegur 2 - 101 Reykjavík 772-1025 - Ágústa | 695-8464 - Drífa www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com JÓGA Stúdíó Jóga er gjöf sem heldur áfram að gefa Gefum þeim sem okkur þykir vænt um, tíma til að fylla á sjálfan sig meira súrefni og tíma til að styrkja sig og slaka á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.