Fréttablaðið - 04.12.2010, Page 144
Mest lesið
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vinsæl ævisaga Gunnars
Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir
Guðna Th. Jóhanneson hefur
verið rifin úr hillum bókaverslana
síðustu vikurnar. Nú er svo komið
að fyrsta upplag, fjögur þúsund
eintök, er á þrotum hjá útgefand-
anum, Forlaginu. Æðstu menn þar
á bæ hafa tekið sér helgina í að
meta hversu mörg eintök verða
prentuð í annarri prentun en telja
líklegt að þau verði á bilinu 4-5
þúsund eintök. Vinsældir bóka
Guðna halda þar með áfram en í
fyrra rokseldist bók hans Hrunið.
Guðni kvartaði sáran undan því á
dögunum að hafa misst stöðu sína
við Háskólann í Reykjavík
en með þessu áfram-
haldi getur hann auð-
veldlega hætt að sýta
atvinnumissinn
og einbeitt
sér að
bókaskrif-
um. - hdm
KYNNINGARBLAÐ STÖÐVAR 2
FYLGIR MEÐ Í DAG
1 Þeir verst settu fá 15-30 millj-
ónir afskrifaðar
2 Fréttamannafundur ríkis-
stjórnarinnar í beinni
3 Þær földu þýfið HVAR?
4 Tekjuháir fá ekki skuldir
afskrifaðar
5 Sonur minn, ræninginn
Dolli gengur aftur
Andstæðingum Evrópusambands-
aðildar hefur verið núið um nasir
að rök þeirra fari fyrir lítið þegar
þeir klæða þau í upphrópanir
eins og að heimsveldið illa ætli
að stela landinu af fávísu fólkinu;
aðildarviðræður Íslands séu liður í
nýlendustefnu sem eigi að tryggja
nasískt „lífsrými“.
Slík gagnrýni heldur ekki aftur af
Páli Vilhjálmssyni, framkvæmda-
stjóra Heimssýnar. Á bloggi sínu
segir hann að ef svo
fari að Þjóðverjar
þurfi að skrifa upp á
skuldir óreiðuríkja
eins og Írlands,
gerist það ekki nema
draumur „Dolla“
rætist um að „Evrópa
lúti þýsku forræði“.
Með „Dolla“ er
hér vitanlega átt
við Adolf nokkur
Hitler.