Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 2
2 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Margrét, hvernig myndi þessi tímabreyting leggjast í fröken Klukku? „Ég spurði hana og hún sagði: Fjór- tán, þrjátíu og fimm, fjörutíu.“ Hópur þingmanna hefur lagt til að seinka klukkunni til að morgnarnir verði bjartari. Margrét Stefánsdóttir er upplýsingafulltrúi Símans. VIÐSKIPTI Karl Þráinsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), og Gunnar Sverrisson framkvæmda- stjóri hafa hvor um sig keypt 25 prósenta hlut í ÍAV. Þeir voru meðal aðaleigenda ÍAV sem misstu hlut sinn til kröfuhafa í fjárhagslegri endurskipulagningu í mars. Hinn helminginn á svissneska verktaka- fyrirtækið Marti Con tractors, sem yfirtók verktakahluta ÍAV í mars síðastliðnum. „Forráðamenn Marti Contract- ors hafa ekki viljað fjarstýra fyr- irtækinu frá Sviss. Þeir leggja mikla áherslu á að það sé rekið á íslenskum forsendum og af Íslend- ingum. Það er á þeim forsendum sem við komum að félaginu,“ segir Gunnar. Marti vann með ÍAV að gerð Óshlíðarganga og fleiri verkefnum og hafa starfsmenn ÍAV farið utan til að vinna með starfsmönnum Marti. Eftir því sem næst verður komist höfðu eigendur ÍAV frum- kvæðið að því að Marti Con tractors tæki yfir reksturinn í vor. Samkvæmt tilkynningu ÍAV til Ríkisskattstjóra skipti félag- ið um kennitölu og tók upp nafnið IP verktakar í júní í fyrra. Á sama tíma settist Bernard Schleich í stól stjórnarformanns fyrir hönd Marti Contractors. Nafni félagsins var breytt aftur í Íslenska aðalverktaka í september á þessu ári þegar hluta- fé var aukið um tæpar fjögur hundr- uð milljónir. Eftir því sem næst verður komist lögðu þeir Gunnar og Karl til hlutaféð. Gunnar segir trúnaðarmál hvað þeir greiddu fyrir helmingshlut í ÍAV. Fjárhagsstaða gamla ÍAV er óljós. Í lánabók Kaupþings sem lekið var á netið kemur fram að skuld bindingar ÍAV og tengdra félaga námu 147,7 milljónum evra, jafnvirði 23 milljarða króna, í lok septem ber 2008. Arion banki tók yfir 82 prósent í félaginu í mars á móti Byr og varð hlutur fyrrver- andi eigenda að engu. Viðskiptablaðið greindi frá því í vor að ÍAV og móðurfélag þess hefðu lítið greitt af lánum frá því haustið 2008 og þau safnað miklum vöxtum. Rætt var um það í kring- um uppstokkunina að Arion banki gæti þurft að afskrifa hátt í þrettán milljarða króna vegna lána til ÍAV. jab@frettabladid.is TÓNLISTARHÚSIÐ VIÐ HÖFNINA Fyrirhugað er að ÍAV ljúki framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu í kringum maí á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gömlu eigendurnir eignast helming á ný Gömlu eigendur Íslenskra aðalverktaka hafa keypt helmingshlut í fyrirtækinu af Marti Contractors í Sviss. Ætla má að Arion banki sitji uppi með milljarðaskuldir félagsins. Félagið vinnur að byggingu tónlistarhússins Hörpu á nýrri kennitölu. ÍAV var stofnað árið 1954 að frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla samningsskyldur gagnvart Bandaríkjaher. Ríkið seldi 40 prósenta hlut í einka- væðingarferli árið 2002. Kaupendur voru Stefán Friðfinnsson, þá forstjóri ÍAV, Gunnar Sverrisson, þá framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍAV, Árni Ingi Stefánsson starfsmannastjóri og Karl Þráinsson. Í kjölfarið lögðu þeir fram yfirtökutilboð í félagið og eignuðust það allt. Starfsmenn ÍAV eru í dag tæplega 400. Íslenskir aðalverktakar í hnotskurn LANDHELGISGÆSLAN Hafís sást í eft- irlitsflugi Landhelgisgæslunnar á þriðjudagskvöld. Búist var við því í gær að ísinn færðist nær landi. Í tilkynningu Gæslunnar kemur fram að ísinn hafi verið næst landi um 48 sjómílur vest-norð- vestur af Grímsey, 46 sjómílur aust-norð-austur af Horni, 34 sjómílur norður af Skagatá og 25 sjómílur norð-norð-vestur af Straumnesi. Á miðnætti fékk gæslan upp- lýsingar frá skipi sem statt var norðaustur af Horni á leið til Ísa- fjarðar um að þar væri siglt í gegnum dreifar og þéttan ís. Um hálftíma síðar hafði skipið sam- band við stjórnstöð Gæslunnar og tilkynnti um þrjátíu metra háan borgarísjaka. - óká Landhelgisgæslan leitaði íss: Skip lét vita af borgarísjaka BORGARÍSJAKI Jaki á borð við þennan sást norðaustur af Horni aðfaranótt miðvikudags. MYND/LANDHELGISGÆSLAN KÖNNUN Vinsælasti aðalrétturinn á aðfangadagskvöld þetta árið er hamborgarhryggur, og munu tæp 53 prósent landsmanna gæða sér á þessu vinsæla svínakjöti þenn- an dag samkvæmt nýrri könnun MMR. Rjúpur eru næstvinsælasti rétt- urinn á aðfangadag, 9,8 prósent ætla að borða rjúpur þennan dag. Kalkúnninn sækir þó að rjúpunni, þeim hefðbundna jólamat, og segj- ast nú 8,3 prósent ætla að borða kalkún á aðfangadagskvöld. Hangikjötið er langsamlega vin- sælasti aðalrétturinn á jóladag, og segjast nærri þrír af hverjum fjórum ætla að borða hangikjöt þann dag. Um átta prósent ætla að borða hamborgarhrygg á jóladag, en mun færri aðra rétti sem spurt var um. „Svo virðist sem breytileiki í jólamatnum sé aðeins meiri hjá landanum á aðfangadagskvöld, en hefðir og venjur ráði ríkjum á jóla- dag,“ segir í niðurstöðum MMR. Könnunin var gerð dagana 7. til 9. desember. Um var að ræða net- könnun og tóku 850 manns þátt. Alls tóku 98,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Hamborgarhryggurinn vinsælasti aðalrétturinn á aðfangadag en þrír af fjórum velja hangikjötið á jóladag: Kalkúnninn virðist sækja að rjúpunni Hangikjöt Hamborgarhryggur Kalkúnn Lambakjöt (annað en hangikjöt) Rjúpur Svínakjöt (annað en hamborgarhryggur) Önd Annað 2,2% 52,9% 8,3% 8,2% 9,8% 6,7% 3,8% 8,2% 72,7% 8% 3,5% 2,3% 1,6% 2,5% 0,8% 8,5% Jóladagur Aðfanga- dagur Heimild: MMR Jólamaturinn Hvað ætlar þú að borða í jólamatinn? FÓLK Helga Sigríður Sigurðar- dóttir, sem hné niður í skólasundi á Akureyri fyrir skemmstu, er komin af gjörgæsludeild. Helga Sigríður var flutt til Gautaborgar 28. nóvember og var talið að hún þyrfti nýtt hjarta. Til þess hefur þó ekki komið og hún var flutt aftur heim til Íslands í síðustu viku. Hún var flutt á barnadeild á þriðjudag. Foreldrar hennar segja á Facebook-síðu að nú taki við hjá henni allsherjar uppbygging. - þeb Stúlkan sem hneig niður: Komin af gjör- gæsludeildinni DÓMSMÁL „Svona umbúnaður öryggismála á samkomustað flokkast hreinlega undir glæp- samlegt athæfi,“ segir Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, um það hvernig allar flóttaleiðir á skemmtistaðnum Sjallanum voru ófærar þegar hús- inu var lokað fyrr á þessu ári. Lögreglustjórinn á Akureyri hefur nú ákært eiganda Sjallans, mann á sextugsaldri, fyrir brot gegn lögum um brunavarnir. Í ákærunni kemur fram að aðfara- nótt sunnudagsins 21. febrúar hafi Sjallinn verið opinn fyrir almennt skemmtanahald með brunavarn- ir á skemmtistaðnum í miklum ólestri. „…þegar slökkviliðsstjór- inn á Akureyri skoðaði eldvarnir hússins að beiðni lögreglu, komu í ljós meðal annars eftirtaldir ágall- ar á brunavörnum, til dæmis hafði neyðarútgangur á suðausturhorni hússins verið skrúfaður fastur og aðrar flóttaleiðir gesta voru ýmist bilaðar, eða hindraðar með stól- um, bjórkútum, snjó og fleiru og slökkt hafði verið á brunavarn- arkerfinu,“ segir enn fremur í ákærunni. „Staðnum var lokað um leið og þetta kom í ljós,“ segir Þorbjörn. „Eigendur fengu ekki að opna staðinn aftur fyrr en því var lokið og öllum kröfum byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits hafði verið mætt.“ Eigendur Sjallans virðast lítið hafa lært af reynslunni eftir að staðurinn varð eldi að bráð rétt fyrir jólin 1981. Þorbjörn segir brunavarnir á ábyrgð húseigenda. Menn fái rekstrarleyfi til nokk- urra ára í senn, sem þurfi síðan að endurnýja. Húseigendur þurfi engu að síður að tryggja að ástand og öryggismál hússins drabbist ekki niður á þessum tíma. „Þetta var ágætis áminning fyrir alla því margir veitinga- húsaeigendur stukku af stað og bættu úr sínum málum eftir að þetta kom upp,“ útskýrir Þorbjörn og kveður Slökkviliðið á Akureyri hafa bætt sitt verklag og fjölgað óvæntum skoðunum á eldvörnum skemmtistaða um helgar þegar þeir séu í fullum rekstri. - jss SJALLINN Eigandinn hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um brunavarnir. Eigandi Sjallans ákærður fyrir brot gegn brunavarnalögum: Neyðarútgangurinn skrúfaður fastur LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum ásamt tollgæslunni rannsakar nú innflutning á 500 skömmtum af LSD sem voru haldlagðir í síðustu viku. Fíkniefnin komu í tveimur póstsendingum til landsins, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Önnur var stíluð á einstakling á Suðurnesjum en hin á íbúa í Reykjavík. Nokkr- ar skýrslutökur hafa farið fram en lögregla vill ekki veita frek- ari upplýsingar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru þrír menn handteknir vegna máls- ins en þeim hefur verið sleppt. LSD hefur lítið komið við sögu í málum hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum hennar. -jss SKRAUTLEGAR UMBÚÐIR Umbúðir ofskynjunarefnisins LSD eru oft býsna skrautlegar. Þrír handteknir og yfirheyrðir: 500 skammtar af LSD fundust 117 lítrar af vodka teknir Tollgæslan fann 117 lítra af vodka og eitthvað af varahlutum í bíla við leit í skipi sem kom frá Bandaríkjunum í fyrradag. Málið telst upplýst. Kannabisræktun í Breiðholti Kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti var stöðvuð í fyrradag. Við húsleit fann lögreglan tíu kannabis- plöntur og þrjá menn sem voru í óða önn að klippa niður afraksturinn. Þeir voru handteknir. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS Því fegurðin bjargar heiminum Sálmurinn um glimmer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.